Morgunblaðið - 08.08.2014, Page 6

Morgunblaðið - 08.08.2014, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 2014 Styrking • Jafnvægi • Fegurð CCFlax Frábært gegn fyrirtíðarspennu fyrir konur á öllum aldri og einkennum breytingaskeiðs Heilbrigðari og grennri konur Rannsókn sýna að konur sem hafa mikið lignans i blóðinu eru aðmeðaltali með 8,5 kgminni fitumassa en þær konur sem skortir eða hafa lítið af Lignans.** * Howel AB Journal of the American Medical Associaton june 2002 287:3082 ** British Journal of Nutrition(2009), 102: 195-200 Cambridge University. 1 kúfuð teskeið á dag - 40 daga skammtur Fæst í apótekum, heilsubúðum og völdum stórmörkuðum www.celsus.is Slegið í gegn í vinsældum, frábær árangur ! Mulin hörfræ – Lignans – Trönuberjafræ Kalk úr hafþörungum BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Hækkandi lífaldur Íslendinga skap- ar álag á lífeyriskerfið, til viðbótar þeirri miklu kostnaðaraukningu sem verður á næstu árum og áratugum með hraðri fjölgun fólks á ellilífeyr- isaldri. Rætt hefur verið um að bregðast við þessu með því að hækka iðgjöld í lífeyrissjóði, hækka almennan eftirlaunaaldur eða skerða réttindi. „Þeir sem komu á lífeyris- sjóðakerfinu sýndu mikla fyrir- hyggju með því að byggja það á sjóðssöfnun. Þess vegna eru Íslend- ingar betur í stakk búnir en margar aðrar þjóðir til að takast á við breytta aldurssamsetningu. Það er styrkurinn í kerfinu,“ segir Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, um stöðu lífeyrissjóðanna í þeim breyt- ingum sem eru að verða á aldurs- samsetningu þjóðarinnar. Skriðan fellur eftir 15 ár Pétur H. Blöndal, trygginga- stærðfræðingur og alþingismaður, bendir á að aldurspíramídi Íslend- inga sé nokkuð góður, það séu um 4.000 til 4.500 manns í hverjum ár- gangi frá fyrsta ári og upp í 55 ára aldur, en mun færri eftir það. Stóra breytingin verður því eftir um það bil fimmtán ár, þegar 4.000 til 4.500 manns ná árlega eftirlaunaaldri í stað 1.800 til 2.000 manns í dag. „Það er gott að ekki verða miklar sveiflur á fjölda fólks á vinnumark- aði því það er undirstaða velferðar þeirra sem á undan fara og eftir koma. Hins vegar mun öldruðum fjölga mjög mikið. Framfærsla þeirra er að einhverju leyti tryggð í gegnum lífeyrissjóði sem eru að fullu fjármagnaðir en ekki umönnun aldraðra svo sem á hjúkrunarheim- ilum og í heilbrigðiskerfinu sem þarf að greiðast af skattfé,“ segir Pétur og getur þess að verkefnið verði mikið í ljósi þess að þjóðfélagið nái varla að standa undir þjónustu við opinberu sjóðina. Einnig að sam- ræma lífeyrisaldur sem er mismun- andi eftir kerfum. Sérfræðingar hafa bent á þriðju leiðina sem er að skerða réttindi lífeyrisþega. Þórey vekur athygli á að lífeyris- sjóðir á almennum vinnumarkaði búi við þannig regluverk að jafn- vægi þurfi að vera á milli stöðu sjóð- anna og réttinda sjóðsfélaga. Taka þurfi tillit til breytinga, vegna hækkunar á lífaldri og ávöxtunar sjóðanna. Annað gildi um opinberu lífeyrissjóðina. Þeir séu ekki byggð- ir upp nema að hluta með sjóðs- söfnun og eru því með halla en njóti á móti ábyrgðar ríkis og sveitarfé- laga á skuldbindingum. Sveigjanlegt kerfi Pétur H. Blöndal telur nauðsyn- legt að hækka lífeyrisaldur í áföng- um vegna aukins kostnaðar við umönnun og yfirvofandi lífeyris- skriðu. „Fólk sem nú er sjötugt er miklu sprækara en fólk var á þeim aldri fyrir til dæmis þrjátíu árum. Lausnin felst í því að hækka lífeyr- isaldur, láta fólk vinna lengur. Það er jákvæð aðgerð,“ segir Pétur og bendir á að það séu ákveðin lífsgæði fólgin í því að fá að vinna. Fólk hafi lengur hlutverki að gegna í sam- félaginu. Íslendingar eru með einna hæst- an lífeyrisaldur af þeim þjóðum sem helst er litið til. Almennur eftir- launaaldur er 67 ár en 65 hjá op- inberum starfsmönnum. Margir vinna þó til sjötugs. „Ég tel rétt að hækka þetta enn frekar, hafa við- miðunina sjötíu ár, en kerfið verði sveigjanlegt. Þeir sem eru orðnir þreyttir eða veikir geti hætt fyrr en þeir sprækari unnið til sjötugs eða lengur og þá jafnvel með minnkandi álagi.“ Í hugmyndum sem Pétur hefur kynnt nefnir hann sem dæmi að fólk geti fengið hálfan ellilífeyri hjá Tryggingastofnun og lífeyr- issjóði en verið áfram í hálfri vinnu og með því að fresta töku lífeyris geti það fengið aukin lífeyrisrétt- indi. Leggur Pétur áherslu á að slík aðlögun þurfi að gerast í áföngum á lengri tíma. Tillaga um hækkun lífeyrisaldurs  Pétur H. Blöndal telur nauðsynlegt að hækka lífeyrisaldur  Rætt um að miða við 70 ár  Breyt- ingin gerist í áföngum  Kerfið verði sveigjanlegt þannig að fólk geti valið mismunandi leiðir Morgunblaðið/Ómar Eldri borgarar Fólk lifir lengur og getur átt von á lengri og virkari tíma á eftirlaunum. Hugmyndir eru uppi um að gefa fólki kost á að vinna lengur. Pétur H. Blöndal Þórey S. Þórðardóttir þá fáu sem nú eru á þessum aldri. Á undanförnum árum hefur verið unnið að undirbúningi lagfæringa á lífeyriskerfinu, meðal annars sam- ræmingu hins opinbera og almenna lífeyriskerfis. Pétur er formaður nefndar um breytingar á almanna- tryggingum og á hún meðal annars að gera tillögur um leiðir til að hækka lífeyrisaldur. Hækkandi lífaldur Íslendinga hef- ur mikil áhrif á stöðu lífeyrissjóð- anna. Hefur að hluta til verið brugð- ist við því, meðal annars með hækkun iðgjalda. Reiknað er með að þessi þróun haldi áfram. Í lífeyris- sjóðanefndinni sem aðilar vinnu- markaðarins eiga aðild að hafa kom- ið fram hugmyndir um að hækka iðgjöld í almennu lífeyrissjóðina úr 12% í 15,5%, til samræmis við Aldursdreifing Íslendinga 10 áraÁ 1. ári 20 ára 30 ára 40 ára 50 ára 60 ára 70 ára 80 ára 90 ára 6.000 5.500 5.000 4.500 4.000 3.500 3.000 2.500 2.000 1.500 1.000 500 0 Nám Æska - skóli Starf Lífeyrir Vinna að svari við bréfi umboðs- manns Alþingis er hafin í forsæt- isráðuneytinu og verður því svarað eins fljótt og auðið er. Þetta segir Jóhannes Þór Skúla- son, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætis- ráðherra í samtali við Morgun- blaðið. Sigmundur sneri aftur úr sum- arleyfi í gærmorgun og segir Jó- hannes að forsætisráðherra eigi eft- ir að skoða málið betur. Jóhannes taldi ólíklegt að Sigmundur myndi vilja tjá sig um málið. Umboðsmaður Alþingis, Tryggvi Gunnarsson, sendi Sigmundi Davíð og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra bréf í fyrradag þar sem segir að tilefni bréfaskrift- anna sé það hlutverk sem forsætis- ráðherra fari með í tengslum við siðareglur ráðherra. Árið 2011 sam- þykkti ríkisstjórn Jóhönnu Sigurð- ardóttur siðareglur ráðherra, með gildistíma út starfstíma þeirrar ríkisstjórnar. Umboðsmaður Alþingis óskar þess að fá upplýsingar um hvort núverandi ríkisstjórn hafi samþykkt siðareglur fyrir ráðherra og óskar einnig eftir afriti af þeim, séu þær til. Vekur hann athygli á því að á vefsíðu forsætisráðuneytisins sé enn hlekkur í siðareglur ráðherra frá árinu 2011. „Komi til þess að ríkisstjórn yðar samþykki siðaregl- ur ráðherra er þess óskað að um- boðsmanni verði tilkynnt um það sérstaklega,“ segir í bréfinu, og er svara óskað fyrir 15. ágúst. Áður hefur komið fram í fréttum Morgunblaðsins að núverandi rík- isstjórn hafi litið til siðareglna síð- ustu ríkisstjórnar og farið eftir reglunum líkt og þær væru enn í gildi. Sigmundur vinn- ur að svarinu  Spurður um siðareglur ríkisstjórnar Morgunblaðið/Árni Sæberg Forsætisráðherra Sigmundur sneri aftur úr sumarleyfi í gærmorgun.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.