Morgunblaðið - 08.08.2014, Síða 9

Morgunblaðið - 08.08.2014, Síða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 2014 Útsala Útsala Útsala ÚtsaÚtsala Útsala Útsala Útsa la Útsala Útsala Útsa Útsala Útsala Útsala Útsa Útsala Útsala Útsala Útsa Útsala Útsala Útsala ÚtsaÚtsala Útsala Útsala ÚtsaÚtsala Útsala Útsala ÚtsaÚtsala Útsala Ú la Útsala Útsala Útsala Úla Útsala Útsala Útsala Ú tsala Ú la Útsala Útsala Útsala Ú la Útsala Útsala Útsala Ú la Útsala Útsala Útsala Úla Útsala Útsala Útsala Úla Útsala Útsala Útsala Úla Útsala Útsala Útsala Úla Ú VERÐHRUN 20% auk - afsláttur af útsöluverði Enn er hægt að gera góð kaup Bæjarlind 6, sími 554 7030 www.rita.is Fagleg þjónusta í 60 ár Kringlan 4-12 • Sími 533 4533 • Finndu HYGEA á facebook Ný sending af töskum Öryggisíbúðir fyrir aldraða og almenn leiga OPIÐ HÚS Í EIRBORGUM laugardaginn 9. ágúst og sunnudaginn 10. ágúst milli kl. 14 og 16. Inngangur við Fróðengi 5, Grafarvogi. Íbúðir til leigu í lengri eða skemmri tíma. Vandaðar tveggja og þriggja herbergja íbúðir til leigu í Fróðengi 1 – 11, Grafarvogi 112, Reykjavík. Öryggisíbúðarleiga, ótímabundin. Almenn leiga til allt að tveggja ára. Innangegnt er úr Eirborum í Borgir menningar- og þjónustumiðstöð Reykjavíkurborgar. Verslunar- og þjónustumiðstöðin við Spöngina í göngufæri. Golfvöllur Korpu, Egilshöllin, góðar göngu- og reiðhjólaleiðir í næsta nágrenni. Eir, hjúkrunarheimili og öryggisíbúðir Hlíðarhúsum 7, 112 Reykjavík • ( 522 5700 Einnig má senda fyrirspurnir á netfangið: edda@eir.is Skúli Halldórsson sh@mbl.is Lögreglustjórinn á Húsavík og Vatnajökulsþjóðgarður hafa í sam- ráði við Almannavarnadeild ríkislög- reglustjóra ákveðið að aflétta þeim takmörkunum sem verið hafa á ferð- um við Víti í Öskju undanfarnar vikur. Í tilkynningu frá Almannavarna- deild segir að berghlaupið, sem varð í Suðurbotnum í Öskju 21. júlí, hafi sýnt að ferðafólki kann að vera meiri hætta búin vegna stórra berghlaupa og flóðbylgna, en menn hafi áður gert sér grein fyrir. Með hliðsjón af niðurstöðum rann- sóknar Veðurstofu og Háskóla Ís- lands er hættan þó ekki talin gefa nægt tilefni til að loka svæðinu lengur en orðið er. Ferðamönnum er þó bent á að fylgja þeim varúðarreglum sem sett- ar hafa verið á svæðinu. Sérstaklega er varað við hættu á flóðbylgjum í Öskjuvatni sem berghlaup niður í vatnið geta hrundið af stað. Ef fólk verður vart við hrun í fjöllunum við vatnið ætti það að forða sér frá vatn- inu og upp í hlíðar, að því er segir í tilkynningunni. Talið er að flóð- bylgja sé eina til tvær mínútur að ferðast þvert yfir vatnið. Ekki eru vísbendingar um vaxandi eldvirkni í Öskju í tengslum við berghlaupið og þá er ekki talin vera aukin hætta á jarðskjálftum í kjölfar berghlaupsins. Brún öskjunnar þykir óstöðug og er varað við öllum ferðum um sjálft skriðusvæðið þar sem berghlaupið féll. Brotstál skriðunnar mun vera mjög óstöðugt og er talið að hrun verði algengt þar næstu árin, en sprungur eru á breiðu svæði við jaðra berghlaupsins. Aflétta takmörkunum  Varað við hættu á flóðbylgjum í Öskjuvatni  Engar vís- bendingar um vaxandi eldvirkni eða aukna jarðskjálftahættu Ljósmynd/Gunnar Víðisson Skriðan Vatn flæddi frá Öskju inn í Víti sem sést til vinstri á myndinni. Ingunn AK kom til Vopnafjarðar aðfaranótt fimmtudags með um 430 tonn af makríl. Aflinn fékkst í tveimur stuttum holum á svæðinu frá Litladjúpi og upp á grunnið í Breiðamerkurdjúpi, samkvæmt til- kynningu frá HB Granda. ,,Við vorum sennilega ekki nema fimm til sex tíma að fá þennan afla. Lóðningar voru góðar og ef þetta helst svona þá eru horfurnar góð- ar,“ segir Róbert Axelsson, en hann var skipstjóri Ingunnar í veiðiferð- inni. Töluvert er af skipum á veiðislóð- inni fyrir austan og enn sem komið er hefur lítið fengist af síld með makrílnum. Ekki er vitað til þess að nokkurt skip sé komið á beinar síld- veiðar og fyrir vikið mun meirihluti norsk-íslenska síldarkvótans vera enn óveiddur. Vonast var til að löndun úr Faxa RE lyki á Vopna- firði í gærmorgun en Lundey NS er enn á miðunum undan Suðaust- urlandi. Nú eru óveidd rúmlega 8.000 tonn af makrílkvóta skipa HB Granda. Feiknagóð makrílveiði hjá Ingunni AK Ingileif Friðriksdóttir if@mbl.is Stuðningur við ríkisstjórnina mælist nú 36,2% samkvæmt niðurstöðum könnunar MMR sem birtar voru í gær. Minnkar stuðningur því lítillega samanborið við 38,0% í síðustu könn- un sem lauk 23. júní. Könnunin var gerð á tímabilinu 28. til 31. júlí 2014. Fylgi Framsóknar eykst Fylgi Framsóknarflokksins jókst lítillega á tímabilinu, en hann mælist nú með 11,8% fylgi en var með 9,5% fylgi í júní. Sjálfstæðisflokkurinn fer úr 25% fylgi niður í 24,1%, en hann nýtur samt sem áður mests stuðnings flokkanna. Á hæla honum er Björt framtíð með 19,2% fylgi, en var með 21,8% í síðustu könnun. Fylgi Sam- fylkingar mælist nú 17% en var 16,5% í síðustu könnun. Framsóknarflokk- urinn er með fjórða mesta fylgið, 11,8% en Vinstri græn eru á svipuð- um slóðum með 11,6% fylgi. Píratar reka lestina hjá þingflokkunum, með 9,6% stuðning. Það er þó aukning frá síðustu könnun, þegar stuðningur við Pírata mældist 8,3%. Fylgi annarra flokka mældist undir 2%. Einstaklingar 18 ára og eldri úr hópi álitsgjafa MMR voru úrtak könnunarinnar. Færri styðja ríkisstjórnina  Sjálfstæðisflokkur stærstur og Björt fram- tíð er næststærst  Fylgi Framsóknar eykst Morgunblaðið/Golli Ríkisstjórnin Stuðningur við ríkisstjórnina minnkað frá síðustu könnun.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.