Morgunblaðið - 08.08.2014, Side 10

Morgunblaðið - 08.08.2014, Side 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 2014 Hátúni 6a • 105 Rvk • Sími 552 4420 • fonix.is ELDHÚSTÆKI Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is L jósmyndarinn Óskar Páll Elfarsson og kærasta hans Hrund Þórsdóttir deila brennandi áhuga á ljósmyndun og ferðalögum. Þau ákváðu því að slá til þegar tæki- færi gafst fjárhagslega og vinnu- lega og skelltu sér í heimsreisu í byrjun árs 2012, þar sem þau fóru um fimm heimsálfur, heimsóttu 16 lönd og gistu á 51 stað. Hugtakið „heim“ öðlaðist nýja merkingu að sögn Óskars og miðaðist við stað- setningu bakpokans á hverjum tíma, en verðmætasti farangurinn var myndavélarnar sem parið not- aði til að fanga það sem fyrir augu bar. „Ég var fyrst og fremst að fara til að ferðast og upplifa. Mað- ur var ekki að eyða heilu dögunum í að vera á ákveðnum stað við sól- arupprás til að ná sem bestri mynd en hafði það alltaf á bak við eyrað að koma heim með almenni- legar myndir til að gera eitthvað með,“ segir Óskar, en ferðalagið er viðfangsefni fyrstu einkasýn- ingar hans, sem verður opnuð kl. 16 á morgun í Perlunni. Skíthrædd á fyrsta degi Ævintýrið hófst í Afríku, þar sem Óskar og Hrund sóttu m.a. heim Kenía og Tansaníu en þaðan lá leiðin til Taílands, Kambódíu, Singapúr, Indónesíu, Ástralíu, Síle og Úrúgvæ og víðar. Eins og bú- ast má við lenti parið í nokkrum skrautlegum uppákomum á ferða- laginu, m.a. í Nairobi, höfuðborg Kenía, sem Óskar hafði einhvers staðar lesið að væri þriðja hættu- legasta borg Afríku. „Þar mættum við á fyrsta degi blaut á bak við eyrun og höldum að lífið sé ekkert mál og endum hjá mjög dularfullum leigu- bílstjóra sem á að skutla okkur upp á hostel. Hann stoppar síðan bara úti í vegkanti hjá afvikinni vöruskemmu að því er virtist; þetta var seint um kvöld og myrk- ur, og segist vera bensínlaus. Og ég hugsa bara: Sjitt, nú á að ræna okkur strax, af því að mér fannst mjög furðulegt að leigubíll væri bensínlaus fimm mínútum eftir að hann pikkar mann upp á flugvell- inum,“ segir Óskar. Við tók klukkutímalöng bið, þar sem bíl- stjórinn opnaði m.a. farangurs- geymsluna, í misgáningi að eigin sögn. „Við vorum náttúrlega alveg hætt að taka mark á honum og orðin skíthrædd; farin að plana hvert við ætluðum að hlaupa og búin að stinga veskjunum inn á okkur. En svo endaði þetta bara þannig að það kom einhver félagi hans klukkutíma seinna með bens- ínbrúsa og þetta var ekki neitt neitt,“ segir Óskar en eitt af því sem reyndist vandasamt á ferða- laginu var að finna mörkin milli þess að vera passasamur og for- dómafullur. Ógleymanlegar stundir Ár leið milli þess að Óskar og Hrund ákváðu að leggja í heims- reisuna og þess að þau flugu frá Íslandi til Lundúna, en fyrir utan að bóka helstu flugferðirnar fyrir tímann og negla þannig niður Hugtakið „heim“ öðl- aðist nýja merkingu Í febrúar 2012 lagði ljósmyndarinn Óskar Páll Elfarsson í heimsreisu ásamt kær- ustu sinni Hrund Þórsdóttur. Þau heimsóttu 16 lönd í fimm heimsálfum á þremur og hálfum mánuði og komu til baka þakklát fyrir lífsgæðin á Íslandi. Þrátt fyrir að markmið ferðarinnar væri fyrst og fremst að upplifa hafði Óskar myndavélina við höndina og opnar á morgun einkasýninguna Augnablik í Perlunni. Loftbelgur í Laos Litlu hlutirnir urðu eftirminnilegir á ferðalaginu að sögn Óskars, t.d. að komast í heita sturtu í Bólivíu eftir margra vikna bið. Smakk Óskar segir þau Hrund grínast með að reisan hafi verið tapasferð, „smá smakk af hverju“. Hér eru þau í Hobbiton-leikmyndinni á Nýja-Sjálandi. Á dögunum tók ég upp á því að ferðast með barn til útlanda, þrjú lönd og fjórar flugferðir. Þegar ég segist hafa verið að ferðast með barn meina ég samt ekki þetta klassíska barn sem birtist í auglýsingum flug- félaga. Einhver krúttleg stelpa með tvær fullkomnar fléttur sem skemmtir sér í fluginu með litabók, nei, ég var með sextán mánaða óvita. Ég hafði séð þetta ágætlega vel fyrir mér. Barnið er jú dásemdin ein og mjög meðfærilegur. Ég hafði bara ekki fattað að hann myndi liggja of- an á mér allt flugið. Barnið er tæp 14 kíló að þyngd. Svo er hann mjög heitfengur og með stóran og þungan haus. Allt þetta sett saman í jöfnu og úr kemur gífurlega sjúskuð móðir með barnasvita á sér allri. Við skul- um bara orða það þannig að það voru ekki teknar myndir af mér þá daga sem við ferðuðumst. Enginn fil- ter getur reddað þessari týpu. En svo er alltaf svo hollt að líta jákvætt á hlutina. Með þessu fyrirkomulagi var ég ekki að eyða peningum í óþarfa vitleysu í flugvél- inni, innbyrða einhverjar kaloríur sem ég þarf ekki eða tala við ókunnuga. Enginn nennir að kynnast konunni með barnið. Síðan jafnaðist það á við nokkra tíma í ræktinni að hendast með 14 kílóin og handfar- angur á handleggjunum á milli flugvéla. Þið kannist kannski við það að vera í flugi og ætla að lesa bók eða horfa á kvikmynd? Það er eiginlega ekki hægt ef þú ákvaðst að taka lítið barn með þér. Allt snýst um að svæfa og þegar það er búið er maður einfaldlega fastur. Í einu flug- inu sem ég fór í varð ég fyrir þeirri skemmtilegu lífsreynslu að boðið var upp á heita máltíð. Ásamt því að velta því fyrir mér hvort ég hafi lent í einhvers konar tímavél hugsaði ég hvernig í ósköpunum ég gæti borðað máltíðina. Ég hefði verið til ef 14 kílóin hefðu ekki verið sofandi ofan á mér og því ekki í boði að setja niður borðið til þess að snæða. Flugfreyjan fann þó til með mér er ég þurfti að afþakka máltíð- ina og bauð mér í staðinn kaffi. Ég var að spá í að segja „Já takk, settu boll- ann bara ofan á hausinn á honum, hann rumskar ekkert,“ en brosti bara og hristi hausinn. Þetta sner- ist allt um að halda drengnum sofandi. Þannig er hann jú fallegastur. Þá er ekkert annað í stöðunni en að halda í sér og stara út í tómið. »Allt snýst um að svæfaog þegar það er búið er maður einfaldlega fastur. Heimur Auðar Auður Albertsdóttir audura@mbl.is Vissir þú að Charlotte Lee frá Banda- ríkjunum á stærsta safn af gúmmí- öndum sem vitað er um? Þann 10. apr- íl 2011 samanstóð það af 5.631 önd, sem Charlotte safnaði á 15 árum. Eða að loðnasti táningur heims er Supatra Sasuphan frá Taílandi, sem er hæst- ánægð með titilinn? Um þessi met og fleiri má lesa á heimasíðu heimsmetabókar Guinness, www.guinnessworldrecords.com. Þar er m.a. að finna upplýsingar um sögu bókarinnar auk þess sem hægt er að fletta upp ýmsu metum, sem eru hvert öðru ótrúlegra! Vefsíðan www.guinnessworldrecords.com Hvar fær maður stærstu pylsuna? AFP Met? Aðdáendur Sherlock Holmes gera tilraun til að setja met í fjölda fólks á sama stað sem klætt er eins og spæjarinn víðfrægi hinn 19. júlí sl. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.