Morgunblaðið - 08.08.2014, Page 11
Villtir apar á Balí Allar myndirnar á sýningunni eru svart-hvítar, sem gefur
henni ákveðin svip, en hvað þema varðar segir Óskar myndirnar allt í bland.
ákveðnar lykildagsetningar var
fátt planlagt fyrir fram. Að sögn
Óskars ákváðu þau heldur að spila
þetta eftir eyranu og grípa öll
tækifæri til að reyna það sem þau
langaði til.
„Þetta var svona spurning um
að upplifa drauma sem maður
bjóst kannski aldrei við að upplifa.
Standa á sléttum Afríku innan um
sebrahesta og ljón, fara í loft-
belgjaferð í Laos og henda sér út í
fallhlíf í Nýja-Sjálandi og þess
háttar. Þetta eru allt saman
ógleymanlegar stundir. Að kafa í
Taílandi. Maður gat tikkað við
ansi marga punkta á listanum yfir
hluti sem mann langar til að
prófa,“ segir Óskar.
Hann segir að vissulega hafi
aðrar upplifanir tekið á. Til að
mynda heimsókn á leikskóla fyrir
fötluð börn í fátækraþorpi í Nai-
robi, þar sem börnin komu hlaup-
andi á móti þeim til að leika. Ósk-
ar segir að ferðalagið hafi sett
ákveðna hluti í nýtt samhengi. „Ég
upplifði það sterkt hvað við höfum
það gott. Við fórum til 16 landa og
vorum ekkert að sigta út að fara á
bágstödd svæði, við vorum bara að
ferðast um heiminn, og maður
komst að því að maður hefur það
betra en fólk á nánast öllum stöð-
unum sem maður kom á. Og það
svona situr í manni; ágætis áminn-
ing þegar maður fer að kvarta
undan smávægilegum hlutum eins
og rigningarsumri eða álíka,“ segir
Óskar en þrátt fyrir bágar að-
stæður hafi fólk almennt borið sig
vel. „Ég sá fleiri brosa úti á götu
en hérna heima,“ segir hann.
Dreymir um næstu ferð
Óskar segist muna vel þær til-
finningar sem myndefnið vekur
með honum hverju sinni og mynd-
irnar á sýningunni hafi m.a. verið
valdar með þær til hliðsjónar. „Ég
hef tekið myndir í 10 ár en er
núna loksins að verða fullorðinn
og verða ljósmyndari,“ segir hann
og hlær, spurður af hverju hann
hafi ákveðið að efna til sýningar
nú.
„Mig hefur lengi langað að
setja upp sýningu en hefur
kannski ekki fundist ég hafa eitt-
hvað í höndunum – ég vil hafa ein-
hverja heild – ég hef ekki gaman
af því að tína bara til mínar 20
bestu myndir frá síðustu 10 árum,
það yrði dálítið skrýtin sýning. En
um leið og ég kom heim úr þessu
ferðalagi fann ég að ég var loksins
kominn með eitthvað í hendurnar
sem mig langaði að vinna úr.“
Hvað viðfangsefni varðar seg-
ir Óskar landið í uppáhaldi og að
því leyti séu íslenskir ljósmynd-
arar heppnir. „Maður getur hve-
nær sem er keyrt aðeins út fyrir
Reykjavík og fundið æðislegt
myndefni,“ segir hann.
En er önnur heimsreisa í
kortunum?
„Við erum ekki farin að plana
hana en við látum okkur oft
dreyma,“ svarar Óskar. „Við erum
með risastórt listaverk uppi á
vegg í stofunni sem er heim-
skortið. Og mjög oft kemur aug-
lýsingahlé eða eitthvað leiðinlegt
efni í sjónvarpinu og þá erum við
bæði farin að horfa á það, og horf-
um bara dreymin mínútum saman.
Maður veit aldrei en það er hell-
ings peningur sem fer í þetta. Það
stoppar mann alltaf.“
Misskipting Óskar og Hrund heimsóttu leikskóla fyrir fötluð börn í fá-
tækraþorpi í Nairobi. Þar er verið að reyna að gefa fólki von, segir Óskar.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 2014
HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is
Umboðsmenn um land allt: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði
HVAÐ GERÐIR ÞÚ
UM HELGINA?
ŠKODA Yeti Outdoor
kostar frá 5.220.000,-
Á vit ævintýranna í nýjum ŠKODA Yeti Outdoor.
Betri eru þúsundir stjarna á næturhimni en fimm stjörnur á hóteli. Þú getur áð hvar sem þér dettur í hug, þökk
sé torfærustillingunni í Yeti. Þú getur slappað af og látið fara vel um þig þótt undirlagið sé ójafnt. Þú kemst heilu og
höldnu á leiðarenda og VarioFlex aftursætakerfið tryggir að þú getir tekið allan nauðsynlegan aukabúnað með þér.
Geymslurými er aldrei vandamál því þú býrð einfaldlega til pláss með því að færa til aftursætin.
Þá kemur sér ekki síður vel að vera með dráttarkúlu sem staðalbúnað. Leggðu drög að óbyggðaferðinni strax
í dag með því að fá reynsluakstur hjá ŠKODA. Nú fæst sjálfskiptur Yeti á enn betra verði en áður.
Eldsneytisnotkun og útblástur Yeti í blönduðum akstri: 4,6–8,0 l/100 km, 119–189 g/km
skoda.is
SIMPLY CLEVER