Morgunblaðið - 08.08.2014, Page 15
15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 2014
4Viðhaldsfrítt yfirborð
4Dregur ekkert í sig
4Mjög slitsterkt
48, 12, 20 & 30mm þykkt
Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | www.rein.is
UTANHÚSKLÆÐNING ® BORÐPLÖTUR ® SÓLBEKKIR ® GÓLFEFNI
þolir 800°C hita og er frostþolið
Nýtt efni frá
BORÐPLÖTUR
Renndu við og skoðaðu úrvalið
Páll Fannar Einarsson
pfe@mbl.is
Hafnarhólminn á Borgarfirði eystri
er mjög fallegur en frá náttúrunn-
ar hendi er alger hafnleysa á svæð-
inu. Það var ekki fyrr en upp úr
1940 sem menn lögðu í það að huga
að hafnargerð, en byrjað var á
steyptum kerjagarði við Bakka-
gerðisþorp árið 1943. Garðurinn
var svo lengdur í áföngum og árið
1974 var lengingu loks lokið. Í dag
er garðurinn um 180 metrar að
lengd.
Einstakt fuglalíf er að finna í
Hafnarhólmanum. Þar er auðvelt
að komast í návígi við lunda, fýl,
ritu, æðarfugl og fleiri tegundir
sem dvelja í og við Hafnarhólma. Á
undanförnum árum hefur verið
lögð mikil vinna í að byggja upp að-
stöðu fyrir ferðamenn til fuglaskoð-
unar og útivistar við höfnina, en við
Hafnarhólma er að finna veglega
fuglaskoðunar- og útsýnispalla.
Finna má tugi algengra fuglateg-
unda í og við Hafnarhólma, en þar
er mikið lundavarp og talsvert
æðavarp, ásamt dálitlum ritu- og
fýlsvörpum. Æðarvarpið er mest
áberandi í fyrri hluta júní á meðan
blikinn er í varpinu en lundinn er
við holur sínar fram í ágústbyrjun.
Rita og fýll eru hins vegar við
hreiður út ágúst.
Aðgengi að lundaskoðunarpalli
er takmarkað í júní- og júlímánuði
en aðgengið er algerlega ótak-
markað í ágúst. Það er því um að
gera að nýta tækifærið þennan
seinasta sumarmánuðinn og skella
sér í Borgarfjörð eystri og skoða
fallega náttúru.
www.mats.is
Náttúra Hér má sjá loftmynd tekna af Hafnarhólmanum. Tugir algengra
fuglategunda finnast á svæðinu sem og góð aðstaða til fuglaskoðunar.
Góð aðstaða til
fuglaskoðunar
Mikil vinna lögð í uppbyggingu
Páll Fannar Einarsson
pfe@mbl.is
Frá því að sýningin í Byggðasafn-
inu í Skógum var fyrst gerð að-
gengileg fyrir almenning í desem-
ber árið 1949, hefur safnið tekið
miklum framförum. Í dag býr safn-
ið að stóru og flottu útisýning-
arsvæði en þar má finna góða full-
trúa fyrir húsagerð fyrr á öldum.
Safninu er svo skipt upp í fimm
deildir sem finna má innandyra,
eða sjósóknardeild, landbún-
aðardeild, húsmuna- og handverks-
deild, náttúrugripadeild og skjala-
safn.
Í sjósóknardeildinni má finna
glæsilegt safn muna sem tengjast
sjósókn og útræði frá sunnlenskum
brimsöndum. Í sjómunasalnum í
sömu deild má finna höfuðprýði
safnsins, áttæringinn Pétursey, en
hann var smíðaður árið 1855 og var
í notkun allt til ársins 1946. Í land-
búnaðardeildinni má sjá hin ýmsu
verkfæri sem bændur notuðu á ár-
um áður. Þar má nefna verkfæri til
mjólkurvinnslu, tóvinnu, smíði og
fleira. Í húsmuna- og handverks-
deild er svo að finna hluti sem fólk
notaði í daglegu lífi, svo sem hús-
búnað og skraut. Í suðurherbergi
safnhússins frá árinu 1954 eru m.a.
fjölmörg sýnishorn af handverki
karla og kvenna í útsaumi, vefnaði
og mörgu fleira. Í náttúrugripa-
deild má finna merkilegt safn af
uppstoppuðum dýrum og kynjaver-
um en þar má nefna safn fugla,
eggja, skordýra, plantna og steina.
Í skjalasafninu eru svo varðveitt
margskonar skjöl frá einstakling-
um, fyrirtækjum og opinberum
stofnunum.
Hefur tekið miklum framförum
Ljósmynd/Byggðasafnið í Skógum
Byggðasafn Safnið hefur breyst töluvert frá því það var fyrst opnað og þar er margt áhugavert að sjá.
Safninu skipt upp í fimm deildir Uppstoppuð dýr
Spáð er norðaustlægri átt, 8-13 m/s, en 13-18
m/s með suðausturströndinni fram eftir degi.
Víða verður rigning og þokusúld við sjóinn,
norð- og austantil á landinu, en lægir heldur
og rofar til fyrir sunnan á morgun. Hiti verður
á bilinu 10 til 15 stig að deginum.
Á laugardag er spáð norðaustlægri átt, 3-10
m/s, og skúrum eða dálítilli rigningu, en björtu
með köflum vestanlands. Hiti verður á bilinu
10 til 17 stig og hlýjast suðvestantil á landinu.
Á sunnudag er spáð norðan 8-13 m/s og
rigningu á austanverðu landinu, en annars
verður úrkomulítið. Hiti verður á bilinu 7-15
stig að deginum til og hlýjast fyrir sunnan.
Víða rigning og þokusúld við sjóinn
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Helgin Pollagalli gæti
komið að góðum notum.
Áhugaverðir áfangastaðir