Morgunblaðið - 08.08.2014, Side 17

Morgunblaðið - 08.08.2014, Side 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 2014 Ármú la 19 | S: 553-9595 | gahusgogn@gahusgogn. is | www.gahusgogn. is 1975-2014 GÁ húsgögn ehf. er traust fyrirtæki sem hefur verið á íslenskum markaði um árabil. Við leggjum áherslu á stílhrein, vönduð húsgögn og góða þjónustu. Við tökum málin þín í okkar hendur Sérsmíðum fyrir heimili og fyrirtæki Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Þing Líberíu og Síerra Leóne komu saman í gær til að staðfesta yfir- lýsingar forseta landanna um neyðarástand vegna ebólufaraldurs- ins sem hefur kostað nær þúsund manns lífið í Vestur-Afríku. Stjórnvöld í Síerra Leóne ákváðu að senda 800 hermenn til að annast öryggisgæslu á sjúkrahúsum þar sem ebólusjúklingar eru í sóttkví. Falast eftir lyfi Faraldurinn barst nýlega til Níg- eríu og þarlend stjórnvöld sögðust hafa haft samband við bandarísk heilbrigðisyfirvöld til að spyrja hvort Nígeríumenn gætu fengið til- raunalyfið ZMapp sem notað hefur verið í Bandaríkjunum. Tveir Banda- ríkjamenn, sem störfuðu á vegum kristinna hjálparstofnana í Líberíu, voru fluttir á sjúkrahús í Bandaríkj- unum eftir að þeir sýktust af ebólu. Þeir hafa sýnt batamerki eftir að þeir fengu tilraunalyfið. Erfitt er að framleiða lyfið í miklum mæli. Barack Obama, forseti Bandaríkj- anna, sagði að enn væri of snemmt að senda tilraunalyfið til Vestur- Afríku. „Ég tel að við eigum að láta vísindin ráða ferðinni,“ sagði hann. „Og ég tel ekki að við höfum fulla vitneskju um hvort lyfið er gagn- legt.“ Sérfræðingar deila um hvort það sé siðferðilega réttlætanlegt að nota lyfið til að lækna bandaríska sjúk- linga en senda það ekki til Afríku, að sögn AFP. Fréttaveitan hefur eftir einum þeirra að það geti verið rétt- lætanlegt að nota ekki slíkt til- raunalyf í miklum mæli vegna þess að það geti valdið skaða og ekki hafi verið sannað að lyfið komi að gagni. Ebóla getur valdið bráðri blæðing- arsótt og sótthita og hefur valdið dauða í um 55% tilfella. Smit berst milli manna með sýktu blóði og öðr- um líkamsvessum. Ebólufaraldurinn í Vestur-Afríku GÍNEA SÍERRA LEÓNE FÍLABEINS- STRÖNDIN ATLANTSHAF MALÍ SENEGAL GÍNEA- BISSÁ CONAKRY MONRÓVÍA FREETOWN Héruð þar sem fólk hefur sýkst af ebóluveirunni 100 km 286 363 látnir 495 tilfelli 691 LÍBERIA 282 516 2* NÍGERÍA 9 *Skv. upplýsingum AFP í gær Deilt um tilrauna- lyf gegn ebólu  Lyfið notað vestra en ekki í Afríku Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Tugir þúsunda kristinna manna í Norður-Írak flúðu heimkynni sín vegna árása liðsmanna samtaka íslamista, Ríkis íslams, sem náðu stærsta bæ kristinna Íraka og ná- lægum byggðum á sitt vald í gær. Íslamistarnir réðust inn í bæinn Qaraqosh, sem var með 50.000 íbúa, og þrjá aðra bæi kristinna manna ná- lægt sjálfstjórnarsvæðum Kúrda. Flestir kristnu flóttamannanna eru Kaldeu-kaþólikkar, sem eru í tengslum við kaþólsku kirkjuna í Róm en halda ýmsum siðum sínum. „Þetta er neyðarástand. Þeir hafa lagt kirkjurnar undir sig og tekið krossana niður,“ sagði Louis Sako, patríarki Kaldeu-kaþólikka. Hann bætti við árásarmennirnir hefðu einnig brennt um 1.500 trúarleg handrit. Að sögn patríarkans lögðu alls 100.000 kristnir íbúar svæðisins á flótta vegna sóknar íslamistanna. Um hálfum mánuði áður höfðu þús- undir íbúa Mosul-borgar flúið eftir að íslamistarnir hótuðu þeim lífláti ef þeir snerust ekki til íslamskrar trúar og greiddu þeim verndarfé. Um milljón kristinna manna bjó í Írak fyrir Persaflóastyrjöldina árið 1991 en þeim fækkaði í um það bil 800.000 fyrir innrásina undir forystu Bandaríkjanna árið 2003. Margir þeirra flúðu frá Írak vegna blóðugra átaka trúarhópa eftir innrásina og áætlað er að kristnu íbúunum hafi fækkað í 400.000. Rúmur helmingur þeirra býr í héraði sem Mosul til- heyrir. Frá innrásinni árið 2003 hafa íslamistar ráðist á sextíu kirkjur í Írak og orðið um þúsund kristnum Írökum að bana. Til að mynda létu 44 kirkjugestir og tveir prestar lífið í árás á kirkju í Bagdad í október 2010. Tugir þúsunda kristinna á flótta 100 km BAGDADRutba Tal Afar Sinjar Arbil Najaf Rawa Baquba ÍRAK ÍRAN SÁDI- ARABÍA SÝRLAND Fallujah Kirkuk Hawija Suleiman Beg Ajil Basra Tus Khurmatu Khanaquin Mosul Samarra Karbala Hilla Nasriyah Amarah Al Kut Stífla í Mosul Sharqat Abu Kamal Qaim Heimild: ISW Vígasveitir íslamista í sókn í Norður-Írak Á valdi stjórnarhersins í Írak Á valdi kúrdískra skæruliðasamtaka Á valdi liðsmanna Ríkis íslams Samtök íslamista, Ríki íslams, hafa náð bæjum kristinna manna á sitt vald Sjálfstjórnarsvæði Kúrda Stífla í Mosul Mosul Arbil Al-Qosh Duhok Qaraqosh Gwer Tal Kayf Bartella Karamlesh Bæir sem samtökin náðu á sitt vald í gær  Íslamistar ná bæjum kristinna manna í Írak á sitt vald Nær 2.000 ára saga » Flestir kristnu Írakanna eru Kaldear, sem er heiti manna af semískum þjóðflokki upp- runnum í Arabíu, en hann sett- ist að í grennd við borgina Úr í Kaldeu og rann síðar saman við Babýloníumenn. Sumir Kaldear tala aramísku, sem var móðurmál Krists. » Margir kristnir Írakar teljast til Assýríumanna, afkomenda íbúa fornu ríkjanna Assýríu og Babýloníu. Assýríumenn dreifðust um Mið-Austurlönd eftir að stórveldi þeirra hrundu á sjöttu og sjöundu öld fyrir Krist. Þeir tóku kristni á fyrstu öld eftir Krist og kirkja þeirra er álitin sú elsta í Írak. Anders Fogh Rasmussen, framkvæmda- stjóri Atlants- hafsbandalags- ins, hét Úkraínu stuðningi í deil- unni við Rúss- land þegar hann var í heimsókn í Kænugarði í gær. Hann skoraði einnig á stjórnvöld í Kreml að flytja rússneskar hersveitir frá landa- mærunum að Úkraínu og sakaði Rússa um að hafa ýtt undir ófrið í austanverðri Úkraínu. „Sérhvert ríki hefur rétt til að velja eigin utanríkisstefnu án er- lendrar íhlutunar,“ sagði Anders Fogh Rasmussen við fréttamenn eftir fund með ráðamönnum í Kænugarði. „NATO virðir alger- lega þennan rétt en árás hefur nú verið gerð á frelsi og framtíð Úkra- ínu.“ ATLANTSHAFSBANDALAGIÐ „Árás á frelsi og framtíð Úkraínu“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.