Morgunblaðið - 08.08.2014, Side 18

Morgunblaðið - 08.08.2014, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 2014 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Stjórn-málamenn,fjölmiðlar og jafnvel sendimenn í hámusteri kurteis- innar í hverju landi, utanríkisþjónust- unni, hafa hvergi sparað sig þegar þeir tala til Pútíns Rúss- landsforseta eftir afskipti hans af Úkraínu. Skotárásin á far- þegaþotuna dró að sjálfsögðu ekki úr. Heima í Rússlandi er álitið á Pútín allt annað og kannanir sýna að hann hefur ríkulegan stuðning hjá löndum sínum. Bandaríkin og helstu sam- herjar þeirra binda vonir við að stuðningur við forsetann muni dala hratt þegar viðskipta- þvinganirnar fari að bíta. Sagan kann mörg dæmi af því hve snögglega vindátt vinsæld- anna breytist. Winston Churchill var úthrópaður stríðs- æsingamaður af fjölmiðlum og almenningi drjúgan hluta af 4. áratug síðustu aldar og þeir fáu sem nenntu að hlýða á ræður hans þá gerðu það margir til að púa á hann. Algjör kúvending varð í almenningsálitinu eftir að Adolf Hitler tók að sýna á spilin sín. Árið 1964 sneri þetta öfugt við. Þá lét Lyndon Johnson for- seti gera miklar árásir á her- sveitir kommúnista í Víetnam. Milli 70% og 80% Bandaríkja- manna studdu þessar árásir og kannanir sýndu að mikill meiri- hluti þeirra vildi að árásir yrðu enn hertar. Johnson vann kosn- ingar það ár með miklum yf- irburðum. Fjórum árum síðar var ann- að hljóð komið í strokk almennings. Andstaðan við stríðsreksturinn var mikil, ekki síst í flokki forsetans, og Lyndon Johnson nær bugaður maður. Hann ákvað að leita ekki eftir endurkjöri og repúblikaninn Nixon var kjörinn forseti. Stundum er sagt að sagan endurtaki sig, en oftast eru af- brigðin mörg, þótt sumt sé líkt. Vladimír Pútín getur því ekki treyst á að hinn mikli stuðn- ingur Rússa haldist um ókomna tíð. En forsetinn er hvergi smeykur, og tekur áhættu. Nú hefur ríkisstjórn hans bannað innflutning á matvælum frá þeim þjóðum sem beita Rússa refsiaðgerðum. Fréttir herma að ríki ESB íhugi að kæra bann Rússa fyrir Alþjóðlegu við- skiptastofnuninni. Hljóta það þó að teljast langsótt viðbrögð. En ýmsir höfðu óttast að í til- felli Evrópu yrði hönd skamma stund höggi fegin. Ennþá hefur Pútín þó ekki slengt út háspilum sínum í trompi, því ekki hentar að skrúfa fyrir gas fyrr en kóln- ar í veðri. En ekki er víst að hönd Pútíns sjálfs muni lengi gleðjast yfir sínu höggi, því að hætt er við að rússneskir neytendur verði smám saman pirraðir á innflutn- ingsbanni á matvælum frá þvingunarlöndunum. Sá pirr- ingur mun beinast að Kremlar- bændum. Refskák Rússa við vestrið er að mjak- ast út úr alkunnum byrjunum} Austur-úkraínsk vörn? Tveir af for-ystumönnum Rauðu Kmeranna í Kambódíu hafa nú fengið dóm fyrir hluta þeirra glæpa sem þeir frömdu í stjórnartíð þessa öfgafulla af- sprengis kenninga Karls Marx og Maós. Ótrúlegur fjöldi Kambódíumanna, um tvær millj- ónir, lét lífið í ofsóknum Rauðu Kmeranna á áttunda áratug síð- ustu aldar og í viðleitni þeirra til að endurskapa þjóðfélagið. Þessar tvær milljónir manna eru því miður aðeins lítið brot af þeim ógnarfjölda sem féll vegna kommúnismans á liðinni öld. Umbylting þjóðfélagsins sem Stalín, Maó og félagar stóðu fyr- ir í ríkjum sínum varð margfalt fleirum að fjörtjóni og fór að auki illa með líf flestra þeirra sem þó lifðu af. Engar líkur eru á að nokkur muni nokkru sinni fá að gjalda fyrir þær þjáningar og Pol Pot, leiðtogi Rauðu Kmeranna, dó, eins og fyrr- nefndir félagar, án þess að hafa verið sóttur til saka. Eins og gjarnan vill verða hef- ur komið fram gagnrýni á dóm- stólinn sem nú rétt- ar yfir forsprökkum Rauðu Kmeranna. Hann hefur reynst dýr og verið starf- andi í tæpan áratug án þess að mörg mál hafi klárast. Að auki er langt um liðið og þau sjónarmið heyrast að betra væri að gleyma þessum skelfilega tíma en að rifja hann upp og viðhalda minningunni. Þetta er að sumu leyti skiljan- legt viðhorf því að hryllingurinn sem Rauðu Kmerarnir stóðu fyrir er slíkur að flestum liði betur ef þeir vissu ekkert af honum. Það þýðir þó ekki að hægt sé að leyfa sér að horfast ekki í augu við hrylling fortíðar- innar. Nauðsynlegt er að láta þá taka út sína refsingu sem sökina bera og draga af glæpnum lær- dóm. Mannfyrirlitningin og mann- vonskan sem fram kom í hel- stefnum tuttugustu aldarinnar má aldrei gleymast og þess vegna er brýnt að dómstóllinn ljúki verki sínu og dæmi þá sem ábyrgð kunna að bera á skipu- lögðum fjöldamorðunum í Kambódíu. Fólk má aldrei gleyma hættunum af helstefnum tutt- ugustu aldarinnar} Rauðir Kmerar fá loks dóm B ýsna athyglisverð uppreisn, sem ekki sér fyrir endann á, hófst nýverið í Noregi, hjá þeirri ann- ars friðsömu frændþjóð okkar. Upphafið má rekja til úrvinda foreldra ungra barna sem settu inn myndir á Facebook og aðra samskiptamiðla af dag- legu fjölskyldulífi sínu og vildu þannig sýna hvernig hversdagslíf margra barnafjöl- skyldna er í raun og veru. Myndirnar sýna m.a. barnaherbergi þar sem allt er á rúi og stúi, barnsandlit útmökuð í súkkulaðikexi, fjölskyldu sem liggur uppi í rúmi, horfir á sjónvarpið og borðar snakk og barn sem fór glaðbeitt í sundbol og stígvélum í skólann. Myndunum fylgir gjarnan texti þar sem þær eru m.a. sagðar birtar til höfuðs barna- herbergjum sem eru innréttuð af innan- húshönnuðum og prýdd smáútgáfum af helstu hönn- unarperlum húsgagnasögunnar, spínatdrykkjum í skólanesti og foreldrum sem hneykslast á öðrum for- eldrum fyrir að senda börnin sín með djúsfernu og samloku með osti í skólann. „Við erum orðin þreytt á að reyna að vera fullkomnu foreldrarnir, okkur tekst það aldrei. Það er í besta lagi að borða pítsu, sem var keypt frosin í matvörubúðinni, fyrir framan sjónvarpið ef okkur sýnist svo,“ er meðal þess sem kemur fram í athugasemdum við myndirnar. „Nú skulum við slappa af og minnka kröfurnar. Börn þola miklu betur að fá upphitaða skyndirétti af og til en að búa með foreldrum sem eru úttaugaðir af stressi vegna krafna í uppeldis- og foreldra- hlutverkinu sem þeir óttast að geta ekki staðið undir.“ Fleiri en Norðmenn velta vöngum yfir straumum og stefnum í uppeldismálum. Í nýlegri bók bandaríska blaðamannsins Jennifer Senior, All Joy and No Fun, eða Eintóm gleði og engin skemmtun, segir hún marga nútímaforeldra vera að sligast undan því álagi sem fylgi foreldrahlutverkinu. Allt of margir geri himinháar væntingar til sjálfra sín og barnanna sinna og algengt sé að uppeldi og barneignir stjórnist af mis- gáfulegum lífsstílshugmyndum sem eigi ekkert skylt við að ala upp börn. Margir hafi hag af því að telja fólki trú um að upp- eldi sé flókið. „Börn eru talin mesta upp- spretta gleði sem fólk getur upplifað. Hvers vegna eiga þá svona margir í erfiðleikum með að finna sig í foreldrahlutverkinu?“ spyr Senior í bók sinni. Í kjölfar uppreisnarinnar norsku, sem kölluð hefur verið Projekt uperfekt eða Verkefni ófullkomleikans, hafa fylgt bækur, umfjallanir og bloggsíður þar sem þær uppeldisaðferðir og -hugmyndir um foreldra- hlutverkið sem hafa verið einna mest í hávegum hafðar í hinum vestræna heimi undanfarin ár og áratugi eru dregnar í efa. Inntakið í allri þeirri umfjöllun er: Við höfum gengið allt of langt í fullkomnunarviðleitni og virðumst ekki hafa gengið til góðs. Nú er kominn tími til að við hugsum okkar gang. annalilja@mbl.is Anna Lilja Þórisdóttir Pistill Foreldrauppreisnin STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Ingvar Smári Birgisson isb@mbl.is Lækkun eldsneytisverðs áÍslandi að undanförnumá einkum rekja tillækkunar á heimsmark- aðsverði á olíu og styrkingar ís- lensku krónunnar gagnvart banda- ríska dollaranum. Stefán Karl Segatta, eldsneyt- isinnkaupastjóri hjá N1, segir ástandið í Úkraínu og Írak hafa áhrif á eldsneytisverð á Íslandi, en N1 lækkaði verð á 95 oktan bens- íni um 2 krónur í kjölfar lægra innkaupsverðs á eldsneyti. „Slökun er á olíumarkaðnum eftir allt póli- tíska umrótið sem hefur gengið á undanfarna mánuði, þar má t.d. nefna átökin í Úkraínu og Írak sem dæmi. Menn höfðu þá áhyggj- ur af því að ítök ISIS-samtakanna í Írak hefðu áhrif á útflutning það- an á olíu, en nú hefur komið í ljós að átökin hafa ekki áhrif á útflutn- ing olíu, allavega ekki hingað til, en erfitt er að spá hvað framtíðin ber í skauti sér. Þá einnig nefna að íslenska krónan styrktist gagn- vart bandaríska dollaranum.“ Þá bætir Stefán við að aukinn akstur Íslendinga á sumrin hafi ekki teljanleg áhrif á eldsneytis- verð, heldur hafi pólitískt umrót mun meira um það segja. Gagnrýnir fákeppni Runólfur Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Félags íslenskra bif- reiðaeigenda, segir allar lækkanir á olíuverði skipta máli, en hann gagnrýnir fákeppni bensínstöðva og skattlagningu á bensíni. „Allar lækkanir á bensínverði skipta máli. Ekki er óalgengt að venju- legur fjölskyldubíll eyði tvö þús- und lítrum á ári, en miðað við tveggja króna bensínlækkun nem- ur sparnaðurinn 4.000 krónum á ári. Allur sparnaður telur, sér- staklega þar sem bensínútgjöld eru næststærstu útgjöld heim- ilanna.“ Bandaríska verslunarkeðjan Costco hefur sýnt áhuga á að opna bensínstöðvar á Íslandi og Run- ólfur tekur vel í þá hugmynd. „Við teljum mjög jákvætt að fá aukna samkeppni inn á olíumarkaðinn. Það er frekar erfitt að komast inn á markaðinn. Fyrir eru á markaði eldri félög og sum sveitarfélög hafa tekið pólitíska afstöðu um að vilja ekki fjölga bensínstöðvum, t.d. Reykjavík. Þá er aðgengið inn á markaðinn orðið mjög takmark- að, enda kemur ekki bensínstöð nema önnur fari í burtu. Þetta er mjög samkeppnishindrandi um- hverfi en í þessu gegna kjörnir fulltrúar stóru hlutverki.“ Skattur helmingur verðsins Runólfur telur skattlagningu of háa. „Skattlagning er u.þ.b. helmingur af bensínlítraverði í dag. Sérstaða Íslands er að við bú- um á stóru landflæmi og erum ekki nema 300 þúsund. Gildi bíla- samgangna er því meira hér en annars staðar, þá sérstaklega í hinum dreifðari byggðum, þar sem bílasamgöngur eru lykillinn að því að geta búið á ákveðnum svæðum, þar sem ná þarf í grunnþjónustu eftir löngum vegalengdum. Síðan er heldur ekki val um almennings- samgöngur í hinum dreifðari byggðum eins og víða annars stað- ar, þó að einhver breyting hafi orðið á því á síðustu árum.Yfirvöld á hverjum tíma hafa lagt það traust á fólk að það sjái sér fyrir samgöngum sjálft en á sama tíma er það skattlagt mjög mikið. Í raun er eiginlega enginn annar þáttur í daglegu lífi okkar sem er skattlagður jafn mikið og bílanotk- unin,“ segir Runólfur en 121,44 krónur af heildarverði hvers lítra af 95 oktan bensíni eru skattar og önnur gjöld en það er um 48,8% af heild- arverði bensínlítra. Bílanotkun er mest skattlagði þátturinn Yfirlit yfir þróun bensínverðs frá 2007-2014 20072008 Innkaupsverð Skattar/gjöld Álagning 300 250 200 150 100 50 0Kr. 2009 2010 2011 2012 2013 2014 53,36 88,83 72,69 75,12 119,59 30,98 31,44 115,18 102,66 100,22 94,08 88,62 121,44 39,04 120,50 38,92 119,03 31,07 115,27 38,08 104,65 43,60 103,36 35,81 193,00 239,09 226,03 225,70 265,56 259,73 257,25 249,09 Lítill verðmunur er á milli bens- ínstöðva á Íslandi, svo lítill að hann mælist í aurum fremur en krónum. Orkan býður upp á ódýrasta 95 oktan bensínið á Íslandi, en bensínlítrinn kostar þar 245,1 krónu. Lítrinn kostar 245,2 krónur hjá ÓB og Atl- antsolíu, en hann kostar 245,5 krónur hjá Olís og N1. Þá kostar bensínlítrinn 247,6 krónur hjá Shell, en allt bensín sem selt er hjá bensínstöðvum Shell er bætiefnablandað. Ef fjölskyldubíllinn eyðir 2 þúsund lítrum af bensíni á ári, þá sparast 800 krónur á árinu með því að kaupa bensín af Orkunni, fremur en Ol- ís eða N1. Þó bjóða olíufyrirtækin upp á bens- ínlykla, sem hægt er að nota til að fá bensín á lægra verði. Nokkrir aurar sparast LÍTILL VERÐMUNUR Runólfur Ólafsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.