Morgunblaðið - 08.08.2014, Side 20

Morgunblaðið - 08.08.2014, Side 20
20 UMRÆÐANBréf til blaðsins MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 2014 sem gleður Rennibekkir, standborvélar, bandsagir, hjólsagir, bandslípivélar, beygjuvélar, röravalsar, legupressur, fjölklippur, sandblásturstæki og margt fleira. Sýningarvélar á staðnum og rekstrarvörur að auki - fyrir fagfólk í léttum iðnaði og lítil verkstæði IÐNVÉLAR ehf. | Smiðjuvegi 44-46 | 200 Kópavogur | Sími 414 2700 | idnvelar@idnvelar.is | idnvelar.is Fyrir nokkru setti ég fram smá hug- mynd við grein á Facebook um komu erlends skemmtiferðaskips til Grundarfjarðar. Ástæðan var að þetta skip kemur fjórum sinnum til Grundarfjarðar í sumar. Er það eitt þriggja skipa, sem ég veit um, sem hafa fastan stað á Íslandi yfir sumar- mánuðina, fá fólk frá útlöndum með flugi til landsins og fara með það á nokkrar hafnir út um land, ensíðan fara farþegarnir flestir fljúgandi heim og nýir koma í staðinn. Margir telja að þessi skip séu á gráu svæði gagnvart íslenskum tollalögum en um það ætla ég ekki að dæma. En ég vil varpa upp spurningu um af hverju við Íslend- ingar sjáum ekki um þennan þátt í ferðaþjónustunni. Vegna áskorana ákvað ég að skrifa þessa grein og sjá hvort fleiri væru mér sammála. Flestir sem eru komnir yfir miðjan aldur muna eftir því þegar skip Skipaútgerðar ríksins, Esja og Hekla, héldu uppi strandsiglingum í kring um Ísland og tóku marga inn- lenda sem erlenda farþega með í þessar hringferðir. Skipin gátu tekið um 150 farþega hvort. Þetta voru vinsælar ferðir en Skipaútgerðin var lögð niður og samgöngur bæði með farþega og vörur jukust á landi. Hugmynd mín er sú að Íslend- ingar, fyrirtæki og/eða einstaklingar, stofni félag um kaup (kaupleigu) á litlu skemmtiferðaskipi sem færi vikulega, yfir hluta ársins, í hringferð um Ísland með viðkomu á nokkrum stöðum (ca 5–6). Markaðssett og selt yrði í þessar ferðir bæði innanlands og erlendis. Þarna værum við að fara inn á nýja braut í hinni vaxandi ferðaþjónustu, braut sem myndi auka talsvert tekjur sem kæmu með vinnu og skipulagningu íslenskra ferðamálasérfræðinga á skipulagi, markaðssetningu og sölu í þessar ferðir. Ekki síst myndi þetta skapa nokkuð mörg störf því að auðvitað yrðu öll störf um borð í skipinu unnin af Íslendingum. Öll áhöfnin væri að sjálfsögðu Íslendingar, skipstjórnar- menn, veitingafólk, þjónustufólk og skemmtikraftar, og gæti fjöldinn orðið um eða yfir 100 manns eftir stærð skipsins og farþegafjölda. Um borð væri lögð áhersla á íslenskan mat og eftir að skipið væri lagt úr höfn á hinum ýmsu viðkomustöðum færi fram kynning á næsta við- komustað og íslenskir skemmtikraft- ar héldu uppi góðri stemmingu meðal farþeganna í tali og tónum. Ég ætla ekki að fara nánar út í hugmyndir á skipulagningu ferðanna; til þess eig- um við marga og góða fullhuga með góða þekkingu í ferðamálum. Stóra spurningin er hvernig á að fjármagna þetta ævintýri. Ein leiðin er sú að stórir fjárfestar taki höndum saman og fjárfesti í skipinu og fái svo markaðsfyrirtæki og ferðaþjónustu- fyrirtæki til að markaðssetja og selja í ferðirnar. Önnur leið er líka til og þar höfum við góðar fyrirmyndir, sem eru hvernig Eimskip og Loft- leiðir voru stofnuð á sínum tíma og fjármögnuð með mörgum litlum hlut- um úti um allt land. Til dæmis gætu hafnir sem hafa möguleika á að taka á móti skipinu lagt sitt af mörkum, svo og ýmis fyrirtæki á stöðunum auk einstaklinga. Þá er líka mögu- leiki að slá tvær flugur í einu höggi með því að heimahöfn skipsins yrði annaðhvort á Akureyri eða Aust- fjörðum, það er að ferðirnar byrjuðu og enduðu á þessum stöðum, og gæti það þá opnað fyrir gamlan draum heimamanna um að fá beint flug til Akureyrar eða Egilsstaða. Á veturna gæti skipið annaðhvort verið leigt eða verið staðsett erlendis og farið með Íslandinga í ýmsar sigl- ingar, t.d. á Miðjarðarhafinu eða Karíbahafi. Ég varpa þessu fram til allra þeirra sem hafa áhuga á nýjum möguleikum í ferðaþjónustunni. ÓLI JÓN ÓLASON, áhugamaður um ferðamál, Grundarfirði. Til umhugsunar í ferðaþjónustunni Frá Óla Jóni Ólasyni Óli Jón Ólason Aflóga verkfræðingur er ég, einn af þessum tillitslausu „yfir sextugu“ sem ekki hlýða tölfræði sérfræðinga! og þrjóskast við að tóra langt um- fram æskilegt aldursmark. Ég sit oft hér í stól mínum og horfi út á okkar frábæra Faxaflóa, sem reynst hefur þjóðinni mikill fjár- sjóður á öldum fyrr, þótt hann hafi og krafist mikilla mannfórna. Ég hlýði líka á fjölmiðlana, sérlega fréttir, þótt slíkt sé orðin mikil áreynsla fyrir sál- ina, „mikill sálarháski“ eins og Mangi sálarháski sagði áður fyrr. Erfiðast á ég með að sætta mig við þá áráttu yf- irvalda og fjölmiðla að kalla ævinlega til erlendra sérfræðinga þurfi þeir að koma sér úr vandræðum, kannski eru þeir íslensku ekki nógu álits- gerðaþýðir? Áherslan er almennt á allt hið ljóta og hræðilega í þjóðfélag- inu og náttúrunni – og ekki síður að reyna að finna því illa málsbætur. Stundum sit ég líka niðri við sjávarsíðuna; horfi og hlusta á Ránardætur, líka fólk og fugla. Mesta ánægju veitir mér atferli krí- unnar fögru og frábæru, hún minnir mig á hina fornu íslensku þjóð. Ávallt var hún reiðubúin að leysa hvern sinn vanda með þrotlausri vinnu og án þess að mögla. Ættum við ekki að taka kríuna okkur til fyrirmyndar – sleppa þessu sífellda mausi og kröf- um og í stað þess bretta upp erm- arnar, gefa í og sigrast á okkar sjálf- ættaða vanda – láta útlenska dollara og evrur lönd og leið – slíkt myndi krían gera, stolt og frjáls. Stundum er mér þó ofboðið og læt mér þá detta í hug vísubrot. Ekki er ég skáld en bregð slíku fyrir mig á stundum. Læt ég hið nýjasta fylgja með hér; Þjóðin möglar Býsna margt hér betur má breyskum í vorum heimi fara. Betur sér þurfa að beita þá þeir bestu í þingmannaskara eyða ei tímanum í argaþras eða „ekki mér að kenna“ mas. Tíma þingsins mjög tefur þras og tómt eitt karp um þingsköp, að telja upp gömul liðin glöp, gegndarlaust múður og mas. Löngun og vilji að leysa mál, langoftast reynist orðaprjál. Fresta öllu fram á þinglok skal, fá þá afgreiðslu þingmálin ótal. Illa rædd eru frumvörpin flest fá og oft stuttan afgreiðslufrest. Er furða þó landslýður argur sé langlundargeð brostið sem og spé. Hagræðing er hugtak mikið nýtt helst um niðurskurð hjá öldnum, er eyða vilja sínum ævikvöldum öruggu í vari þar umhverfi er þýtt. Þeir eiga að baki ævistörfin góð Íslands er nýttist vaxandi þjóð. Forystumenn þings og þjóðar það bíða ykkar verkin mörg. Takið til höndum, hættið þrasi hefjið lausn, verkin kalla á björg. Auðlindir eigum margar góðar ár, jarðhita, fisk og býsn af grasi. Málræpa er ávallt mikið böl mál og þeirra afgreiðslu tefur öll fara í nefnd er oftast sefur því afgreiðsla er þeim mikil kvöl. Þetta gengur ei lengur, þjóðin þreytist, það gengur á sjóðinn. Hrakspám lítt linnir, illar eru þær fréttaveitan dreifir vítt og breitt, erlenda sérfræðinga ávallt fær að íslenskir viti nokkuð yfirleitt eða gefi álit er telst pólitískt rétt efar mjög vor dáða yfirvaldsstétt. Biðst velvirðingar á þessum leir- austri – kenni um ergi og elli- mörkum. Virðingarfyllst, EINAR TJÖRVI ELÍASSON, aflóga verkfræðingur, Reykjavík. Nú ofbýður Bjarti Frá Einari Tjörva Elíassyni Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að við- komandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569- 1100 frá kl. 8-18.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.