Morgunblaðið - 08.08.2014, Side 21

Morgunblaðið - 08.08.2014, Side 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 2014 ✝ Jóhann ÆvarJakobsson fæddist í Vest- mannaeyjum 22. ágúst 1937. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík 28. júlí 2014 Foreldrar Ævars voru þau Jakob Elí- as Guðmundsson, f. í Færeyjum 19.11. 1901, d. 28.11. 1975 og María Karolína Jóhanns- dóttir, f. í Skjaldbreið, Vest- mannaeyjum, 16.2. 1912, d. 5.7. 1979. Bróðir Ævars var Guð- mundur Trausti Jakobsson, f. 5.2. 1933, d. 3.6. 2011. Eiginkona Trausta er Jessý Friðriksdóttir, f. 12.12. 1954. Börn Trausta og Jessý; Magnea, f. 1954, María, f. 1961 og Trausti Friðrik, f. 1965. Ævar kvæntist, 16.9. 1958 eft- irlifandi eiginkonu sinni, Sól- veigu Pálsdóttur, f. 14.5. 1930, Jóhannsson, læknir, f. 17. 4. 1962, giftur Evu Kristínu Hreinsdóttur, hjúkrunarfræð- ingi. Börn þeirra; Hlynur Örn, f. 1989, Daníel, f. 1991 og Sólveig, f. 1995. 3) Þórir Jóhannsson, tónlistarmaður, f. 12. ágúst 1965, giftur Jónu Ingibjörgu Jónsdóttur, hjúkrunarfræðingi. Sonur Jónu Ingibjargar; Kári Svan Rafnsson, f. 1986. Dóttir Þóris og Jónu; Sólrún Klara, f. 1997. Ævar var lærður mál- arameistari en vann ýmis störf um ævina. Fyrir utan mál- arastörf starfaði hann meðal annars sem lögreglumaður og sem starfsmaður á geðdeild Fjórðungssjúkrahússins á Ak- ureyri. Ævar var skapandi í hugsun og listrænn í eðli sínu og liggja eftir hann mörg málverk, fyrst olíumálverk og síðar vatns- litamálverk. Einnig gaf hann út barnabókina „Afi sjóari“ árið 1986 og verkið „Leikritið um Benna, Gúdda og Manna“ sem Leikfélag Akureyrar setti upp árið 1990. Ævar söng um tíma með karlakórnum Geysi. Útför Ævars fer fram frá Digraneskirkju í dag, 8. ágúst 2014, og hefst athöfnin kl. 13. dóttur hjónanna Páls Einarssonar, f. á Akureyri 30.6. 1893, d. 5.1. 1983 og Þóru Hólmfríðar Steingrímsdóttur, f. á Húsavík 17.10. 1897, d.1.5. 1982. Systkini Sólveigar eru Guðný, f. 18.7. 1924, d. 23.2. 2007, Einar, f. 5.2. 1926, Steingrímur, f. 13.1. 1927, og María, f. 26.5. 1928, d. 21.8. 2011. Synir Ævars og Sólveigar eru 1) Páll, bygg- ingatæknifræðingur, f. 9.3. 1959, giftur Mörtu Maríu Stef- ánsdóttur, dagskrárritstjóra hjá RÚV. Börn þeirra; Stefán Árni, f. 1984 og Sólveig Björg, f. 1987. Sonur Stefáns Árna; Gunnar Ingi, f. 2008. Sambýliskona Stef- áns er Lovísa Eiríksdóttir. Son- ur Lovísu; Eiríkur Nói Eiríks- son, f. 2009. 2) Jakob Ef maður setur nafn pabba í leitarvél Google þá koma fram nokkrar slóðir sem tengjast hon- um. Ein af þeim er af bekkjar- mynd III-bekkjar Gagnfræða- skóla Vestmannaeyja frá árinu 1955. Þá er pabbi 18 ára. Þar tek- ur maður eftir honum sem há- vöxnum, grönnum og brosmild- um manni í aftari röð, annar frá vinstri. Þetta er sú mynd sem ég hef af honum þegar ég var yngri. Stutt í brosið, hár og myndarleg- ur og beinn í baki. Í rauninni hélt hann þessu nánast fram undir það síðasta þar til Alzheimer- sjúkdómnum tókst að lokum að beygja hann. Þannig var ákveð- inn myndarbragur yfir honum sem er góð fyrirmynd fyrir mig og mína bræður. Hann hafði gott skap. Stund- um þurfti hann að byrsta sig á uppeldisárum mínum en á móti kom að hann gaf manni rými til að þroskast á manns eigin for- sendum. Hann beindi manni þannig ekki inn á ákveðna braut í lífinu heldur treysti á manns eig- ið hyggjuvit við val á framtíðar- starfi. Hann var ljúfur, viðmóts- þýður og átti mjög skemmtilegan og fíngerðan húmor sem ég held að hann hafi erft frá afa í Vest- mannaeyjum. Ég var svo heppinn að tvö sumur þegar ég var unglingur vann ég með pabba sem málari en hann var málarameistari fyrir verksmiðjurnar á Akureyri. Þar kynntist ég honum vel. Þar kenndi hann mér að mála hús, glugga og allt mögulegt og síðan þá hef ég átt í erfiðleikum með að hleypa öðrum í það verk þegar kemur að málningarvinnu heima hjá mér. Hann var góður kenn- ari. Síðustu ár og áratugi hefur hann verið til staðar fyrir mig og mína fjölskyldu bæði hér heima og ekki síst árin í Danmörku þegar fjarlægðin var meiri milli okkar. Þá komu reglulega pakk- ar út með ýmsu góðgæti. Heim- sóknir foreldra minna út til okk- ar eru minnisstæðar og voru mikilvægar til að treysta bönd þeirra við afabörnin sem síðan styrktust enn frekar við heim- komu okkar. Hann var listamað- ur í eðli sínu, málaði meðal ann- ars myndir fyrir hvert afabarn sitt sem mun halda minningu um hann á lofti meðal þeirra. Það sem þó ber honum best vitni er hvernig hann hefur að- stoðað mömmu vegna hennar sjúkdóms. Það er honum að þakka að þau gátu búið eins lengi heima og raun ber vitni en þurftu ekki að fara inn á stofnun fyrr en undir það allra síðasta. Ég vil þakka starfsfólki Hrafnistu í Reykjavík, H gangi 1. hæð, fyrir mjög fagleg vinnubrögð. Síðastliðið ár hefur verið erfitt vegna stöðugt versnandi sjúk- dómsástands með síversnandi minnistruflunum og versnandi færni. Það hefur verið okkur öll- um í fjölskyldunni erfitt að fylgj- ast með þessum breytingum. Þessvegna er svo gott að hafa þessar minningar og margar aðr- ar til að ylja sér við. Pabbi var góður faðir. Jakob Jóhannsson. Það stendur upp úr hvað tengdafaðir minn var hógvær, laus við alla tilgerð og jafnframt alúðlegur. Hann var ekki maður margra orða, hjartalagið sagði það sem skipti máli. Hann opnaði faðminn alltaf á móti mér og faðmaði mig þétt að sér. Þetta er allt sem þarf. Ævar hafði líka mikið jafnaðargeð og það skap- gerðareinkenni nýttist vel við störf hans í lögreglunni, ekki síst þegar hann vann í mörg ár sem starfsmaður á geðdeild á FSA. Tilvera okkar Ævars fléttaðist saman fyrir tuttugu árum þegar ég kynntist yngsta syni hans. Foreldrar Þóris tóku mér og ungum syni mínum, Kára Svan, opnum örmum. Ævar og Sólveig dekruðu við Sólrúnu Klöru, dótt- ur okkar Þóris. Þau sóttu hana ótal oft á fótboltaæfingar og skrapp Ævar svo með hana út í búð til að kaupa ýmislegt gúm- melaði sem hún fékk að maula við gott yfirlæti. Konuefni sínu, Sólveigu Páls- dóttur, kynntist Ævar á dans- iballi á Hótel Borg þar sem hann bauð henni upp í dans. Ævar var glæsilegur maður, hávaxinn, dökkhærður og grannur og bar af sér afar góðan þokka. Þau eignuðust þrjá drengi sem þau komu öllum til manns, eins og sagt er. Ævar var traustur mað- ur og umhyggjusamur eiginmað- ur og faðir og frábær afi. Það þurfti ekki að útskýra jafnrétti karla og kvenna fyrir tengdaföð- ur mínum, en hann var langt á undan sinni samtíð í þeim efnum. Fyrir nokkrum árum greindist hann með Alzheimer-sjúkdóm og var þungbært að sjá veikindin ágerast, sérstaklega undir það síðasta. Lengst af átti Ævar góða ævi og er hægt að gleðjast yfir að sú varð raunin. Höfum við hjónakornin verið að fara í gegnum ógrynni af sli- des-myndum sem Ævar tók. Þar eru myndir af tjaldferðalögum með Sólveigu og drengjunum, ferðalögum á æskuslóðir í Vest- mannaeyjum að heilsa upp á Trausta bróður sinn og fjöl- skyldu, Ítalíuferð með karla- kórnum og fleiri utanlandsferð- um. Við erum aðeins komin í gegnum lítinn hluta myndasafns- ins en auðséð er að líf Ævars var fullt af litríkum minningum. Það eru forréttindi að fá að berja augum allar þessar myndir. Myndirnar eru þó aðeins lítið leiftur heillar mannsævi sem ef- laust var mun margbrotnari en eitt myndasafn gefur til kynna. Ævar var skapandi og listhneigð- ur; skrifaði bækur og málaði bæði olíu- og vatnslitamyndir. Mörg verkanna eru til en önnur hafa týnst, þar á meðal eitt gull- fallegt abstrakt málverk, en til er ljósmynd af Ævari að mála það. Á sumum slides-myndanna má sjá ýmis falleg mótíf, svo sem af landslagi, og má vel ímynda sér að Ævar hafi verið á höttunum eftir áhugaverðum myndefnum. Á efri árum nutu þau Sólveig áfram félagsskapar hvors ann- ars, horfðu saman reglulega á gömlu, góðu dönsku Matador- sjónvarpsþættina sem voru í miklu uppáhaldi. Skruppu þess á milli í góða bíltúra og hittu syni og fjölskyldur þeirra. Ég votta Sólveigu tengdamóð- ur minni dýpstu samúð mína og bið guð að styrkja hana í sorg- inni. Að endingu langar mig að þakka Ævari tengdaföður fyrir að hafa auðgað líf mitt og fjöl- skyldu minnar með einlægni sinni og hlýju. Blessuð sé minn- ing hans. Jóna Ingibjörg Jónsdóttir. Alltaf eftir fótboltaæfingar komu afi og amma og sóttu mig og var farið beinustu leið í 11-11 sem var þarna rétt hjá þeim á Skúlagötu og keyptum við kleinuhring, Smámál, Powerade og eitthvert sykrað jukk sem ég át svo á meðan ég horfði á barna- tímann á Stöð 2. Og var það uppáhaldstími dagsins þar sem áttum ekki Stöð 2 heima, þannig að í hvert skipti sem ég var heima hjá afa og ömmu hljóp ég beint inn í stofu, settist í stólinn og kveikti á Stöð 2. Ég á ynd- islegar minningar frá húsinu á Grænumýri 11 á Akureyri, þegar þau bjuggu þar, og mun það ávallt verða minn uppáhaldsstað- ur frá barnæsku minni. Mér þótti, og þykir enn, svo vænt um hann og mun alltaf minnast hans sem þess yndislega afa sem hann var. Sólrún Klara Þórisdóttir. Afi á Akureyri er nú allur. Hlýlegt bros hans mun aldrei framar verma okkur og hnyttnir brandarar hans ekki kitla hlát- urtaugar okkar meir. Einlæg væntumþykjan sem skein af honum þegar við hitt- umst öll er ljóslifandi í minningu okkar og þrátt fyrir að vera ákaf- lega virðulegur maður þá gat hann alltaf komið okkur til að hlæja með sínum einkennandi húmor, húmor sem fylgdi honum raunar allt til enda. Hann náði alltaf að gera okkur agndofa yfir ævintýralegum sögum af fortíð sinni en það var ekki fyrr en við urðum eldri og lífsreyndari að við áttuðum okkur á því hve miklir frumkvöðlar hann og amma raunverulega voru. Hin listræna hlið hans braust fram á ólíklegustu stöðum. Nammiskál- arnar sem hann bar fram voru listaverk og herbergi okkar eru full af málverkum hans af skip- um, höfnum og fuglum. Þegar hann var orðinn mjög veikur kom hann í matarboð til okkar sem síðar varð minnis- stætt fyrir það að vera síðasta máltíð sem við snæddum með honum. Þar tókum við hann inn í herbergi okkar og sýndum hon- um myndirnar sem hann hafði sjálfur málað. Það lifnaði yfir honum og sögurnar flæddu frá honum meðan hann leit af einni mynd yfir á aðra. Þetta var töfrandi sögustund sem hann lauk svo með brandara sem við munum aldrei gleyma. Síðasta brandaranum. Við kveðjum nú okkar elsku- lega afa sem um leið er sterk fyr- irmynd okkar allra en ljúfum minningum okkar um hann mun- um við aldrei gleyma. Hlynur Örn, Daníel og Sólveig. Þau mörgu sumur sem við systkinin dvöldum hjá ömmu og afa sá afi alltaf til þess að við hefðum það sem allra best. Hann fór ávallt fyrsta kvöldið upp í búðina Kaupang á Akureyri og keypti handa okkur gos og ís á meðan að amma gerði fiskibollur í bleikri sósu. Það voru þessar einföldu hefðir sem gerðu það að verkum að okkur leið alltaf ótrú- lega vel hjá þeim og fann hvað maður var velkominn og elskað- ur. Það var ávallt hefð hjá okkur systkinunum að horfa á gamlar breskar sakamálamyndir sem afi hafði safnað árum saman. Við máttum alltaf gera allt heima hjá þeim og leika okkur út um allt hús. Þetta var besta heimili sem til var og afi okkar var sá allra besti maður sem við höfum kynnst. Maður sofnaði alltaf vel inni í stofu í Grænumýrinni þeg- ar maður heyrði í ömmu sinni og afa hrjóta í kór inni í herbergi. Við eigum óteljandi minningar úr Grænumýrinni sem við munum búa að alla ævi. Meðal þeirra er að horfa á slideshow-sýningar, mála, róta í bílskúrnum, spila á orgelið og spila. Sú minning sem er sterkust í huga okkar er minn- ingin um yndislegan mann sem við elskuðum og sú hlýja sem við fundum í hvert skipti sem við vorum hjá ömmu og afa í Grænó. Elsku afi okkar, þú verður alltaf í hjörtum okkar. Stefán Árni Pálsson og Sól- veig Björg Pálsdóttir. Elsku Sólveig, Þórir, Jóna, Jakob, Eva, Palli og Mæja. Við Martin sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur. Ævar var gæddur sérstökum gáfum, athugull og hugsandi, fyrst og fremst vænn og góður vinur. Við munum aldrei gleyma gæsku hans, kímninni, glottinu, hlýjunni og gestrisninni. „Nei, eruð það þið,“ sagði hann ætíð er við birtumst í gættinni, ég langt upp á tá að kyssa hann, og Mart- in og hann í hlýju handabandi. Við horfum inn á við á mynd- irnar fimm er skarta í síðsum- arbirtu yfir sófanum í Skørugøtu, þrjár með færeyskum inn- blæstri, ein af Sólveigu niðri á Eyri og ein af gömlu Fatahreins- uninni, þeirri er heyrir fortíðinni til og hvarf undir bílastæði. Lit- irnir eru mildir og mjúkir, næmir og þögulir og vekja athygli allra er sækja okkur heim. Við hlýjum okkur og hugsum. Vitum að engu er lokið á meðan við munum. Takk til ykkar allra fyrir allar góðar stundir. Þóra Þóroddsdóttir. Jóhann Ævar Jakobsson ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, STEFÁN GUNNARSSON, Vesturbergi 10, Reykjavík, lést á Vífilsstaðaspítala 2. ágúst og verður jarðsunginn frá Fella- og Hólakirkju þriðjudaginn 12. ágúst kl. 13.00. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Vífilsstaðapítala fyrir frábæra umönnun og hlýju. Þeim sem vilja minnast hans er bent á ABC barnahjálp. Lillý Erla Guðjónsdóttir, Yngvi Örn Stefánsson, Ragnheiður Elín Ragnarsdóttir, Hafdís Jóna Stefánsdóttir, Árni Már Ragnarsson, Ingibjörg Þóra Stefánsdóttir, Andrés Freyr Gíslason, Bryndís Rut Stefánsdóttir, Hafsteinn Gautur Einarsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Okkar elskulegi sonur og bróðir, GRÉTAR SVEINN ÞORSTEINSSON, Sjávargrund 12 b, Garðabæ, lést laugardaginn 2. ágúst. Útförin fer fram frá Neskirkju fimmtudaginn 14. ágúst kl. 15.00. Þorsteinn Egilson, Eygló Ólafsdóttir, Bára Þorsteinsdóttir, Brynja Þorsteinsdóttir. ✝ Eiginmaður minn, faðir okkar, afi og langafi, EINAR HALLMUNDSSON húsasmíðameistari, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni í Reykjavík laugardaginn 2. ágúst. Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þeim sem vilja minnast hans er bent á að láta hjúkrunarheimilið í Sóltúni njóta þess. Erla Blandon, Árni Blandon Einarsson, Guðrún Einarsdóttir, Berglind Einarsdóttir Blandon, Hjálmar Árnason barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Okkar ástkæri SKÚLI MAGNÚSSON garðyrkjubóndi, Hveratúni, lést þriðjudaginn 5. ágúst á dvalarheimilinu Lundi. Ásta Skúladóttir, Gústaf Sæland, Sigrún I. Skúladóttir, Ari Bergsteinsson, Páll M. Skúlason, Dröfn Þorvaldsdóttir, Benedikt Skúlason, Kristín Sigurðardóttir, Magnús Skúlason, Sigurlaug Sigurmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRÚN JÓHANNESDÓTTIR sjúkraliði, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð mánudaginn 28. júlí. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, GEIR RUNÓLFSSON bankastarfsmaður, lést á Landakotsspítala laugardaginn 2. ágúst. Útför þeirra fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn 18. ágúst kl. 15.00. Blóm vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja minnast þeirra er beint á líknarstofnanir. F.h. fjölskyldna, Björg J. Snorradóttir, Arndís Snorradóttir, Sævar Þór Geirsson, Gylfi Sigurður Geirsson, Jóhanna Elka Geirsdóttir, Ingibjörg Guðrún Geirsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.