Morgunblaðið - 08.08.2014, Síða 22

Morgunblaðið - 08.08.2014, Síða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 2014 ✝ GunnþórunnGyða Sig- urjónsdóttir fædd- ist 8. júní 1925 í Reykjavík. Hún lést á Land- spítalanum við Hringbraut 26. júlí 2014. Móðir hennar var Magdalena Margrét Ein- arsdóttir frá Grindavík, f. 8.8. 1896, d. 30.12. 1971. Systkini hennar sammæðra eru Hulda Valdi- marsdóttir, f. 10.9. 1922, d. 13.9. 1981, Margrét Jónas- dóttir, f. 7.2. 1927, d. 11.4. 1932, Sigurður Jóhann Svav- grét Ásta, f. 14.6. 1960. Af- komendur hennar eru 70. Gunnþórunn ólst upp í Höfða á Vatnsleysuströnd hjá Þórarni Einarssyni, f. 12.4. 1884, d. 7.4. 1980, og Guðrúnu Þorvalds- dóttur, f. 4.11. 1881, d. 14.5. 1971. Uppeldissystkini hennar voru Sigurður Hilmarsson, Þorvaldur Þórarinsson, Mar- grét Þórarinsdóttir, Anna Þór- arinsdóttir, Unnur Þórarins- dóttir, Ásta Gunnþórunn Þórarinsdóttir, Elísabet Guð- rún Brynjólfsdóttir og Krist- jana Guðmundsdóttir. Gunnþórunn lauk barnaskóla og vann hin ýmsu störf eftir skóla. Byrjaði ung að vinna í Vinnufatagerð Íslands við saumastörf. Einnig vann hún við fiskvinnslustörf en lengst af vann hún hjá Hótel Loftleiðum við hin ýmsu þjónustustörf. Útför Gunnþórunnar fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 8. ágúst 2014, kl. 13. arsson, f. 5.2. 1933. Gunnþórunn giftist Kristjáni Ágústssyni, f. 1.7. 1923, d. 10.4. 2007, og slitu þau sam- vistum, barn þeirra er Gunnar Geir Kristjánsson, f. 3.9. 1944. Þann 29.1. 1950 giftist Gunnþórunn Guð- jóni Guðmundssyni framreiðslumanni, f. 25.12. 1925, d. 19.8. 1998. Börn þeirra eru: Magnús, f. 30.1. 1948, Indiana, f. 27.8. 1950, Þórarinn, f. 5.1. 1955, Að- alheiður, f. 13.9. 1956, Svava Kristjana, f. 11.6. 1959, Mar- Elsku Drottinn, Þakka þér fyrir lífið hennar Þóru. Þakka þér fyrir allt sem hún var og líka fyrir það sem hún ekki var. Þakka þér fyrir lífskraftinn og gleðina sem þú gafst henni til að mæta hverj- um nýjum degi og gleði hennar yfir sköpun þinni og hverju nýju lífi, hvort sem það var lítið barn eða bara lítill frjóangi sem teygði sig móti ljósinu. Þakka þér fyrir stóra barna- hópinn sem var stolt hennar og gleði, öll fæddust þau heilbrigð og falleg og sömuleiðis fyrir öll barnabörnin og langömmubörn- in, þakka þér fyrir að þú gafst henni þetta mikla ríkidæmi sem varð svo líka okkar arfur. Þakka þér fyrir allt sem hún kenndi okkur og öll samskiptin við hana – bæði góð og slæm. Allt er það hluti af lærdómi lífsins. Þakka þér líka fyrir sáttina og friðinn sem þú gafst henni að leiðarlokum og hvernig hún gaf af sér til þeirra sem komu að kveðja. Þakka þér umfram allt, kær- leiksríki ljóssins faðir, að þú umvefur hana nú elsku þinni og leyfir henni að hvíla í faðmi þínum. Blessuð sé minning Þóru og Guðjóns, fyrrum tengdafor- eldra minna, – nú og ævinlega. Hafi þau þökk fyrir allt og allt. Margrét Eggertsdóttir. Nú hefur elskuleg amma mín kvatt þennan heim. Hún var alla tíð góð vinkona mín og ég gat alltaf leitað til hennar sama hvað. Hún var dugleg, fyndin og skemmtileg. Amma Þóra var mikil húsmóðir og passaði alltaf að öllum liði vel. Hún lagði mik- ið upp úr því að hafa hreint og fínt í kringum sig og að barna- börnin fengju nóg að borða þegar þau kæmu í heimsókn. Amma og afi áttu heima við hliðina á grunnskólanum mín- um og þegar ég var barn þótti mér gott að geta rölt til þeirra eftir skóla. Ég eyddi einnig miklum tíma í sumarbústaðnum þeirra í Þrastaskógi þar sem við áttum yndislegar stundir sem ég mun alla tíð varðveita. Amma Þóra tók alltaf á móti manni með skemmtilegum sögum sem voru yfirleitt uppfullar af húmor. Ömmu fannst hún alla tíð eiga helling í mér, kallaði mig alltaf nöbbuna sína þar sem ég var skírð í höfuðið á henni. Hvíldu í friði elsku amma mín, þín verður sárt saknað. Þórunn Sandholt. Elsku amma mín, ég trúi því varla að þú sért búin að kveðja okkur og er í raun enn að með- taka fréttirnar. Morguninn laugardaginn 26. júlí hringdi mamma í mig og sagði mér að þú hefðir kvatt okkur. Sá dagur var mér mjög erfiður og gat ég ekki hætt að hugsa um þig með miklum söknuði. Á sama tíma minntist ég allra þeirra góðu stunda, minninga og samskipta sem við höfum átt síðustu 38 ár. Mér finnst ótrúlega skrýtið til þess að vita að stór persóna í mínu lífi sem hefur fest sig í rótum hjarta manns til eilífðar verði ekki til staðar þar sem eftir er. Þú varst amman sem einhvern veginn var með lausn- ir á hinum ótrúlegustu hlutum og ég gat alltaf fengið álit hjá. T.d. hvernig maður losnar mað- ur við sár á fætinum eftir að nagli stakkst upp í hann, hvernig maður eykur hraðann sinn í fótboltanum og alltaf komu einföld svör og ráð sem virkuðu. Bjarta hliðin við fráfall þitt er að afi mun taka vel á móti þér og saman myndið þið lið sem passar alla stórfjölskyld- una að eilífu því ég veit að afi hefur beðið eftir þér allan þennan tíma og hann á skilið að fá þig aftur. Minningar úr bústaðnum í æsku minni standa mér mjög nær, að tína rifsberin af trján- um og djúpar umræður um allt milli himins og jarðar. Við áttum alltaf auðvelt með að grínast með kolsvörtum húmor án þess að þú tækir því illa, allt fram á síðustu stundu. Mundu svo loforðið sem þú gafst mér, að láta vita af þér að handan reglulega, leiða mig leiðirnar sem eru hinar réttu. Mér eru óendanlega mikils virði tengsl þín við Aþenu, dótt- ur mína, þar sem þið náðuð verulega vel saman. Hún sakn- ar þín mjög mikið og finnst ótrúlegt að ekki sé hægt að heimsækja þig 3-4 sinnum í viku lengur og með allan vinkvennahópinn sinn. Ég mun alltaf líta á mig sem heppinn einstakling að þú hafir eytt þínu síðasta gamlárskvöldi heima hjá mér og endurspeglar það kannski vináttu okkar og við getum litið á það sem okkar kveðjupartí. Amma mín, ég sakna þín óendanlega mikið og megi guð geyma þig. Þinn vinur og barnabarn, Páll Heiðar Pálsson (Palli). Gunnþórunn Gyða Sigurjónsdóttir✝ Herdís Árna-dóttir fæddist 14. febrúar 1933 á Miðfelli í Hruna- mannahreppi. Hún lést þann 30. júlí sl. á Heilbrigð- isstofnun Suður- lands á Selfossi. Foreldrar hennar voru Árni Ög- mundsson f. 18. apr- íl 1899, d. 29. ágúst 1985, og Guðrún Guðmunds- dóttir f. 15. nóvember 1906, d. 8. mars 1991. Herdís eignaðist fjög- ur systkini: Áslaugu, f. 1930, Margréti, f. 1935, d. 2004, Svav- ar, f. 1938, og Hjalta, f. 1944. Herdís giftist hinn 13. maí 1956 eftirlifandi eiginmanni sínum, Hannesi Bjarnasyni bifvéla- virkja, f. 20. september 1930, og bjuggu þau alla sína hjúskap- artíð á Flúðum. Börn Herdísar og Hannesar eru: 1) Þórey, f. 1958, maki: Halldór Hestnes, f. 1946, og 2) Árni Magnús, f. 1962, maki: Azeb Kahssay Gebre, f. 1982. Fósturbörn Herdísar og Hann- esar eru: a) Erla Björk Bergsdóttir, f. 1972, maki: Hjalti Skaale Glúmsson, f. 1973, og b) Jóhann Trausti Bergsson, f. 1972. Herdís fluttist ung með for- eldrum sínum að Galtafelli í Hrunamannahreppi þar sem hún ólst upp. Hún ólst þar upp við venjubundin sveitastörf og hlaut hefðbundna barnakennslu eins og hún tíðkaðist á þeim tíma. Seinna stundaði Herdís nám í Húsmæðraskólanum að Varma- landi í Borgarfirði. Útför Herdísar fer fram frá Hrunakirkju í dag, 8. ágúst 2014, kl. 13. Elsku mamma mín. Takk fyrir allt. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlauztu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja, og gott er allt, sem Guði er frá. Nú héðan lík skal hefja, ei hér má lengur tefja í dauðans dimmum val. Úr inni harms og hryggða til helgra ljóssins byggða far vel í Guðs þíns gleðisal. (Vald. Briem) Þín dóttir, Þórey. Þegar blóm í garðinum fölnar og deyr verður garðurinn ekki samur aftur. Herdís Árnadóttir, tengdamóð- ir mín, er látin. Herdís lést 81 árs á Sjúkrahúsinu á Selfossi eftir u.þ.b. þriggja mánaða snarpa sjúkra- húslegu en hún var búin að glíma við vanheilsu um nokkurra ára bil og dvaldi þann tíma á Dvalarheim- ili aldraðra, Blesastöðum, Skeiða- hreppi, við frábæra umönnun. Herdís var fádæma hraust kona þar til hún veiktist árið 2009. Alveg frá barnæsku varð Herdísi nánast aldrei misdægurt. Þegar hún var u.þ.b. tíu ára fór móðir hennar með hana til læknis í Reykjavík til að spyrjast fyrir um hvort það væri eðlilegt að barnið yrði aldrei lasið eða veikt. Um svör læknisins veit ég ekki en eitt er víst, að þau fimmtíu og þrjú ár sem Herdís rak heimili þeirra hjóna að Varmalandi á Flúðum missti hún ekki einn dag úr vegna vanheilsu. Ég gæti trúað að gott heilsufar Herdísar hafi verið fátítt eða jafnvel einsdæmi. Herdís unni öllu handverki og féll henni nánast aldrei verk úr hendi. Herdís giftist eftirlifandi manni sínum, Hannesi Bjarnasyni, árið 1956. Á heimili Herdísar og Hannes- ar var alla tíð mjög gestkvæmt og komu gestir og gangandi ekki að tómum kofanum varðandi gest- risni. Herdís og Hannes eignuðust tvö börn, Þóreyju og Árna Magn- ús. Guð blessi minningu Herdísar Árnadóttur. Halldór St. Hestnes. Árið 1997 þegar ég kom tíl Ís- lands var ég svo lánsöm að fá vinnu á Flúðum og fékk leigt her- bergi hjá henni Dísu. Hún talaði enga ensku og ég enga íslensku, alltaf var hún brosandi og talaði mikið við mig en ég skildi ekki neitt. Svo einn morgun þegar ég vaknaði var Dísa búin að líma miða út um allt, merkja glös, diska, hnífaför ofl… Ofl… og þannig lærði ég íslensku á þremur mánuðum en í eitt ár bjó ég hjá henni. Og höfum við ætíð haldið góðu sambandi síðan og stelpurn- ar mínar kölluðu hana ömmu. Kveð ég hana með miklum söknuði. Kveðja, Azra (Ninna). Herdís Árnadóttir ✝ Snorri Stef-ánsson fæddist 4. október 1958. Hann lést 15. júní 2014 Foreldrar hans eru Jytte Eiberg og Stefán Þor- valdsson (látinn). Alsystkini eru Þor- valdur og Sigrún. Hálfsystir sam- feðra er Særún, hálfsystkini sammæðra eru Guðný og Gísli. Kona Snorra er Valgerður Gests- dóttir og eiga þau þrjár dætur; Höllu Sif, Tinnu Ösp og Telmu Ýr. Höllu börn eru Jóhann Hafþór og Vigdís Soffía, unnusti Tinnu Aspar er Ragnar Jón og þeirra barn er Ótt- arr Logi. Útför Snorra fór fram frá Digraneskirkju 6. ágúst 2014. Það kemur að endalokum hjá öllum og hjá sumum fyrr en öðrum. Þín endalok komu of fljótt og það er ekkert sem ég get gert. Mér finnst ég leita að einhverju sem er ekki lengur og veit ekki hvern ég á að hringja í núna sem segir „Halla mín, við finnum út úr þessu, pabbi reynir að redda því.“ Minningarorð, sem lýsa föð- ur mínum eins og hann var og því sem hann var fyrir mig og mín börn, gætu fyllt heila bók. Án efa er sorg hans nánustu jafn stór hjá öllum þrátt fyrir að sorgarferlið er mismunandi hjá hverjum og einum. Síðan hann dó hef ég farið yfir allar minningar. Þegar ég hitti hann fyrst, sá hann síðast og talaði við hann síðast og það eina sem kemst að í huga mínum er: hvort sagði ég „guð geymi þig“ í enda samtalsins eða sagði ég „ég elska þig, pabbi“. Ég man það ekki. Ég veit að ég á að skrifa um það hversu góður maður hann var, skemmtilegur og kannski á ég að skrifa um einhvern tíma sem ég minnist vel. Í tæp þrjá- tíu og eitt ár hefur pabbi minn verið mér trúfastur faðir og staðið með mér, sama hvernig vindurinn blés og finnst mér vindurinn hafa tekið hann án þess að láta mig vita. Ég átti afmæli í gær, þann 7. ágúst og í fyrsta skipti hringdi hann ekki í mig til að óska mér til ham- ingju með daginn. Ég hugsaði um daginn, hvað ég myndi segja ef hann gæti hringt, það var einfalt… ég myndi segja „Pabbi, fyrirgefðu að ég veitti þér ekki meiri stuðning þegar þú varst veikur, mér þykir leitt að ég náði ekki að breyta eft- irnafninu meðan þú lifðir, og ég sé svo eftir því að hafa ekki verið viðstödd brennsluna í Noregi og ég skal lofa, ég skal vera dugleg, jákvæð og sterk og standa mig vel og það mik- ilvægasta, bara brosa í gegnum lífið.“ Auk þess tek ég hann til fyr- irmyndar á lífsleið minni hér eftir og mun taka allt það góða sem ég get lært af honum og endalok tára eru komin, allt tekur enda en söknuðurinn fer seint. Þessi fátæklegu orð eru einungis partur af persónunni sem faðir minn hafði að geyma og veit ég að bæði Hafþór, Ótt- arr Logi og Vigdís Soffía munu fá að minnast hans á sama hátt í framtíðinni og verður hann aldrei gleymdur. Hvorki hjá konu hans, dætrum né barna- börnum. Þangað til við hittumst næst. Þín dóttir, Halla. Elsku pabbi, við söknum þín á hverjum degi. Jákvæðni og brosmildi eru tvö æðisleg orð sem einkenna þig. Sama hversu erfitt lífið var þá sagðir þú alltaf við mig: „Tinna mín, vertu jákvæð, brostu og þá verður allt miklu auðveldara.“ Ég er svo glöð að Óttarr Logi hafi fengið að kynnast þér. Ég horfi á drenginn minn sem er svo hrikalega líkur þér hvað varðar skapgerð, hann vaknar alla daga brosandi og fer að sofa með bros á vör. Ég mun hafa þín gildi í fyr- irrúmi þegar ég el mín börn upp og mun sjá til þess að þau fái að kynnast þér í gegnum allar þær fallegu minningar sem við eigum saman. Love you. Þín dóttir, Tinna Ösp. Ég ætla að skrifa nokkur orð um Snorra mág minn sem lést þann 15. júní. Snorri var kátur og skemmtilegur maður. Fyrsta skiptið sem ég sá hann var hann skælbrosandi í rauðri peysu. Ég kallaði hann í hug- anum brosandi strákinn í rauðu peysunni. Allir sem kynntust honum tóku eftir því hvað hann var alltaf brosmildur. Fyrir nokkrum árum fluttu hann og systir mín til Noregs og ég held að það sé óhætt að segja að hann hafi blómstrað þar. Var hann í vinnu sem honum þótti skemmtileg og eignaðist bát sem hann gat farið í stuttar ferðir og fiskað í leiðinni. Veiði- skapur var eitt af hans aðal- áhugamálum. Barnabörnin voru þrjú og hann var þeim góður afi. Í sumar ætluðu Hafþór og Vigdís Soffía að fara til Noregs og fara með afa í siglingu á bátnum hans sem heitir Hafþór eins og barnabarnið. Hann var búinn að kaupa björgunarvesti og hlakkaði mikið til að fá þau til sín. Margt fer öðruvísi en við búumst við og enginn veit hvenær hans tími er kominn. Snorra tími kom alltof snemma. Ég votta systur minni, dætrum og barnabörnum mínar dýpstu samúðarkveðjur. Drottinn blessi minningu góðs manns sem verður sárt saknað. Soffía mágkona. Snorri var einn sá lífsgla- ðasti maður sem ég hef kynnst. Hann hafði þann sjaldséða eig- ineika að geta brosað, hlegið og tekið lífinu með gleði í hjarta enda man ég ekki eftir honum öðruvísi en hlæjandi. Gleði og jákvæðni einkenndi hann og var hann mikill friðelskandi og sáttasemjari. Snorri var ein- staklega góður við börn og ég gleymi því aldrei þegar ég var barn og hann kallaði mig alltaf Emmu klemmu þegar hann var að fíflast í okkur stelpunum. Ég þóttist láta þetta fara í taugarnar á mér en þótti vænt um það og er hann eini mað- urinn sem hefur fengið að kalla mig Emmu. Hann var tekinn frá okkur alltof snemma og hans verður sárt saknað. Emilía Snorri Stefánsson ✝ Elskuleg eiginkona og móðir, DAGNÝ KARLSDÓTTIR frá Múla í Álftafirði, Írabakka 24, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi fimmtudaginn 31. júlí. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 11. ágúst klukkan 15.00. Guðmundur Björnsson, Gerður Guðmundsdóttir. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ALDA HALLDÓRA HALLGRÍMSDÓTTIR, Dvergagili 10, Akureyri, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 12. ágúst kl. 13.30. Rafn Halldór Gíslason, Gísli Rúnar Rafnsson, Gunnar Helgi Rafnsson, Erna Björg Guðjónsdóttir, Vigdís Lovísa Rafnsdóttir, Guðmundur Ingi Geirsson, Anna Sigrún Rafnsdóttir, Kristján Hreinsson, barnabörn og barnabarnabarn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.