Morgunblaðið - 08.08.2014, Page 31

Morgunblaðið - 08.08.2014, Page 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 2014 AF MÁLMI Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Ég var tólf ára þegar ég upp-götvaði söguna af Íkarosi,hinum tápmikla ofurhuga sem flaug of nálægt sólinni á vængjum úr fiðri og vaxi, sem faðir hans, meistarasmiðurinn Dædalos, hafði smíðað handa honum. Afleið- ingarnar urðu að vonum skelfileg- ar; vaxið bráðnaði og Íkaros hrap- aði til bana. Heillandi heimur, gríska goðafræðin. Ég las ekki um þetta í bók, sá þetta ekki í sjónvarpinu og gúggl- aði það sannarlega ekki – enda höfðu menn ekki fundið upp netið á þeim tíma. Þvert á móti hlustaði ég á breska málmbandið Iron Maiden syngja um þessi grimmilegu örlög á plötunni Piece of Mind. Árið var 1983 og lagið hét einfaldlega Flight of Icarus. Þeir hafa alltaf verið með af- brigðum sögulega þenkjandi, höfð- ingjarnir í Maiden. Beindu á sinni tíð athygli ungmenna um heim all- an að ýmsum merkum köppum, svo sem Alexander mikla og breska skáldinu og heimspekingnum Samuel Taylor Coleridge. Það er þó ekki tilefni þessa pistils. Nú, rúmum þremur áratugum síðar, er Íkaros nefnilega aftur kominn á kreik í málmheimum. Að þessu sinni er það glænýtt, stjörn- um prýtt band, Killer Be Killed, sem yrkir um ofurhugann. Lagið heitir Wings of Feather and Wax og er opnunarlagið á fyrstu breið- skífu sveitarinnar, sem ber nafn hennar. Þar segir meðal annars: Wings above, danger’s near, they’re coming down, flying close to the sun, you will only hit the ground, the silence is so deafening, the end is just the beginning, inside the void, I hear you scream. I never stopped to notice the fire in your hand, a burning so consuming, but now I understand, Sabbatískur skapadómur Stjörnuband Killer Be Killed er Troy Sanders, Greg Puciato, Max Cavalera og Dave Elitch. and now I’m falling, like Icarus to land, too late to kill the flame that I fanned.    Killer Be Killed er stór-merkilegt málmband, en það samanstendur af fjórum mönnum sem gert hafa garðinn heldur betur frægan með öðrum sveitum: Max Cavalera (Soulfly, áður Sepultura), Troy Sanders (Mastodon), Greg Puciato (The Dillinger Escape Plan) og Dave Elitch (The Mars Volta). Hinir þrír fyrrnefndu starfa áfram með sínum böndum, Killer Be Killed er bara hliðarverkefni. En þvílíkt hliðarverkefni! Killer Be Killed er afsprengi vináttu Cavaleras og Puciatos sem stendur á gömlum merg. Puciato söng með Cavalera í einu lagi á Soulfly-plötunni Omen, sem kom út 2010, og við það vaknaði gagn- kvæmur áhugi á frekara samstarfi. Að því kom að þeir fundu tíma til að loka sig af saman og linntu ekki látum fyrr en drög að fimmtán lög- um lágu fyrir. The Dillinger Escape Plan túrar reglulega með Mastodon og í einni slíkri ferð upplýsti Puciato Sanders um verkefnið. Hann stökk um borð. Þegar Sanders og Cava- lera hittust skömmu síðar í fyrsta sinn á tónleikahátíð í Suður- Ameríku kynnti sá fyrrnefndi sig víst með þessum hætti: „Hæ, ég heiti Troy og mér skilst að við séum saman í hljómsveit.“ Loks var Elitch limaður inn. Á síðasta ári hittust fjórmenn- ingarnir síðan til að semja efni og hljóðrita með útgáfu í huga. Allir lögðu í púkkið og Cavalera, Puciato og Sanders skipta söngnum bróð- urlega á milli sín. Þrjár gjörólíkar raddir. Platan kom í verslanir í vor. „Þetta er sabbatískur skapa- dómur í bland við þrass, harð- kjarna og pönk,“ segir Puciato á vef sveitarinnar, beðinn að lýsa tónlistinni. Black Sabbath er sem kunnugt er móðir allra málm- banda. Soulfly, Mastodon, The Dill- inger Escape Plan og The Mars Volta eru ákaflega ólík bönd og Puciato segir Killer Be Killed ekki líkjast neinu þeirra enda hefði þá verkefnið engan tilgang. „Þetta er mjög sérstakt verk- efni. Eiginlega einstakt – og býður upp á mikla möguleika. Platan er blanda af þungu, hröðu og melód- ísku efni,“ bætir Cavalera við. „Eftir að hafa kynnst þessum mönnum, skapað og tekið upp með þeim heila plötu get ég sagt að þessi reynsla hefur farið langt fram úr mínum væntingum,“ segir Sanders. „Sameiginleg orka og gagnkvæm virðing manna í millum gerði ferlið allt mjög auðvelt og var í raun þerapísk reynsla fyrir mig.“ Það á ugglaust við um fleiri. »Hæ, ég heiti Troyog mér skilst að við séum saman í hljóm- sveit. Ofurhugi Frægt málverk eftir Jacob Peter Gowy, Flug Íkarosar. Bandaríski organleikarinn Jonathan Dimmock heldur tónleika á Noack- orgel Langholtskirkju í kvöld, föstu- dag, og hefjast þeir klukkan 20. Dimmock er góðvinur orgelsmiðsins Frits Noack og hefur lengi látið sig dreyma um að halda hér tónleika. Tækifærið kom nú, eftir rúmlega mánaðar tónleikaferð orgelleik- arans, að koma hér við og láta drauminn rætast. Dimmock hefur komið víða við á gifturíkum ferli. Hann hefur verið organisti við Westminster Abbey í London, Divine dómkirkjuna í New York, St. Mark’s dómkirkjuna í Min- neapolis og Grace dómkirkjuna í San Francisco. Nú starfar hann sem org- anisti Sinfóníuhljómsveitarinnar í San Francisco og organisti og kór- stjóri Sherit Israel-safnaðarins í sömu borg. Hann hlaut Grammy verðlaun fyrir vinnu sína með San Francisco sinfóníuhljómsveitinni. Dimmock hefur leikið inn á yfir 40 geislaplötur og haldið tónleika í fimm heimsálfum.Á tónleikunum á föstudag mun hann eingöngu leika verk úr Clavierübung eftir J. S. Bach. Organleikarinn Jonathan Dimmock er virtur og vinsæll og leikur verk úr Clavierübung eftir J. S. Bach. á tónleikunum í Langholtskirkju. Dimmock leikur í Langholtskirkju Þjóðlagasveitin Spottarnir heldur sína árlegu sumartónleika á Café Rosenberg við Klapparstíg í kvöld, föstudag, og hefjast þeir klukkan 22. Spottana skipa þeir Eggert Jó- hannson söngvari og gítarleikari, Einar Sigurðsson bassaleikari, Magnús R. Einarsson gítarleikari og Ragnar Sigurjónsson trommu- leikari. Það liggja margir þræðir að Spottunum sem sækja sér efnivið í sænskar, amerískar og íslenskar vísur og texta með viðeigandi tón- smíðum. Þeir hafa komið fram víða á liðnum misserum, meðal annars á þjóðlagahátíð í Svíþjóð. Spottarnir Þeir koma fram í kvöld. Sumar hjá Spottum María Ösp Ómarsdóttir flautuleik- ari og Sólborg Valdimarsdóttir pí- anóleikari halda tónleikana Hug- hrif tónanna í Salnum í Kópavogi í kvöld kl. 20 . Tónleikarnir eru hluti af hliðarhátíð Tónlistarhátíðar unga fólksins. Á efnisskrá tón- leikanna eru verk samin eftir 1950, en þau eru eftir Finn Karlsson, Báru Gísladóttur, Þorkel Sig- urbjörnsson, Þóru Marteinsdóttur, O. Messiaen, A. Piazzolla og Arvo Pärt. Þess má geta að verkin eftir Báru og Finn voru samin sér- staklega fyrir þessa tónleika. Dúó María Ösp Ómarsdóttir og Sólborg Valdimarsdóttir. Frumflytja tvö ný verk Vandaðir og vottaðir ofnar Ofnlokasett í úrvali NJÓTTU ÞESS AÐ GERA BAÐHERBERGIÐ AÐ VERULEIKA FINGERS 70x120 cm • Ryðfrítt stál JAVA 50x120 cm • Ryðfrítt stál COMB 50x120 cm • Ryðfrítt stál Handklæðaofnar í miklu úrvali þar sem gæði ráða ríkjum á góðu verði. Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - 577 5177 - www.ofnasmidja.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.