Morgunblaðið - 08.08.2014, Page 36

Morgunblaðið - 08.08.2014, Page 36
FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 220. DAGUR ÁRSINS 2014 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Fundu níu börn í íbúð 2. Stjarnan komst í 4. umferð … 3. Ekki lengur bara eiginkona … 4. Ólafur Darri berst við Vin Diesel »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Skipuleggjendur 60. Eurovision- keppninnar hafa ákveðið að keppnin fari fram í Vín á næsta ári, en Con- chita Wurst söng til sigurs fyrir Austurríki í vor sem leið. Fyrra undanúrslitakvöldið verður 19. maí og það seinna 21. maí, en sjálf aðal- keppnin laugardaginn 23. maí 2015. Eurovision-keppnin í Vín 23. maí 2015  Atriði Páls Ósk- ars í Gleðigöng- unni í ár vísar í ævintýrið um litla ljóta andarung- ann eftir H.C. Andersen. Sagan fjallar um álftar- unga sem klekst út í stokkand- arhreiðri og má þola útskúfun sökum þess að hann er öðruvísi. Þegar hann loks hittir svani gerir hann sér grein fyrir að hann til- heyrir þeim. „Fyrir mér er þetta fal- legasta hinsegin saga sem skrifuð hefur verið,“ skrifar Páll Óskar á Fés- bókarsíðu sinni og bendir á að H.C. Andersen hafi sjálfur verið samkyn- hneigður. Litli ljóti andarung- inn hinsegin saga  Gerður Kristný skáldkona þreytir frumraun sína sem þýðandi þegar út kemur hjá Forlaginu í haust þýðing hennar á barnabók um sprelligos- ann Tom Gates sem á ís- lensku nefnist Tommi Teits. Sögurnar af Tomma eftir Liz Pichon eru byggðar upp sem dagbækur sem titil- persónan mynd- skreytir sjálfur. Þýðir sína fyrstu bók Á laugardag Norðaustlæg átt, 3-10 m/s og skúrir eða dálítil rign- ing, en bjart með köflum V-lands. Hiti 10 til 17 stig, hlýjast SV-til. Á sunnudag Norðan 8-13 m/s og rigning á A-verðu landinu, en annars úrkomulítið. Hiti 7 til 15 stig að deginum. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Lægir heldur og rofar til fyrir sunnan. Hiti 10 til 16 stig að deginum. VEÐUR FH-ingar eru úr leik í for- keppni Evrópudeildarinnar þrátt fyrir 2:1-sigur á sænska liðinu Elfsborg í Kaplakrika í gær. Þetta var síðari leikur liðanna, en þriggja marka tap FH ytra varð liðinu að falli. Hafnfirðingar spiluðu vel í gær og hefðu með smá heppni get- að komist áfram, en varð ekki að ósk sinni. »2-3 Sigurinn dugði ekki til fyrir FH Körfuknattleiksmað- urinn Jón Arnór Stef- ánsson verður ekki með ís- lenska landsliðinu í leikjunum við Breta og Bosníumenn í undan- keppni EM í mán- uðinum. Hann er samningslaus og trygginga- mál koma í veg fyrir að hann geti tekið þátt í leikj- unum. »1 Stjörnukonur treystu stöðu sína í toppsætinu í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu í gærkvöld með 3:1-sigri á Fylki í 12. umferð deildarinnar. Stjarnan hefur nú 33 stig í 1. sæti en Breiðablik, sem á þó reyndar leik til góða, er í 2. sæti með 22 stig. Valur sigraði ÍA, 3:1, í deildinni í gærkvöld og ÍBV burstaði Þór/KA, 5:0, í Vest- mannaeyjum. »4 Stjarnan treysti stöðu sína í toppsætinu ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is „Ég viðurkenni það að ég var nærri því að fella tár,“ segir Sauðkræking- urinn Jóhann Björn Sigurbjörnsson, Íslandsmethafi í 100 og 200 metra hlaupi 18-19 ára, sem komst við er hann frétti af vali sínu sem íþrótta- maður Skagafjarðar árið 2013. Hann á sæti í landsliði fullorðinna í frjáls- um íþróttum og keppir um helgina í Bikarkeppni FRÍ í 1. deild. Afrek Jóhanns þykir enn merki- legra fyrir þær sakir að hinn 19 ára gamli hlaupari þurfti 14 ára gamall að læra að ganga upp á nýtt eftir heiftarlega veirusýkingu sem lagðist á heila hans. Var honum haldið sof- andi í 13 daga og var vart hugað líf á þeim tíma. Með viljastyrk og elju vann Jóhann meistaramót í 60 metra hlaupi 16 ára, einungis rúmum tveimur árum eftir að hann hafði legið milli heims og helju. Svæfingin bjargaði lífi Jóhanns „Ég fór að sofa með kvef á fimmtu- dagskvöldi í lok skólaárs. Pabbi ákvað að líta inn til mín áður en hann fór að sofa og sá mig liggjandi í floga- kasti. Ég var búinn að bíta í tunguna á mér, blóðið fossaði um allt og pabbi náði engu sambandi við mig,“ segir Jóhann Björn. Í sjúkrabílnum héldu flogaköstin áfram þar til ákveðið var að svæfa hann. Að sögn Jóhanns er það mál manna að sú ráðstöfun hafi bjargað lífi hans. Þegar komið var á Akureyri var ákveðið að senda Jó- hann með sjúkraflugi til Reykjavík- ur. Þar var honum haldið sofandi í 13 daga. „Þeir reyndu að vekja mig eftir fimm daga, en þá fór allt aftur af stað og flogin byrjuðu að nýju. Því var ég svæfður aftur og þeir gerðu aðra til- raun eftir tíu daga. Eftir það tók það mig þrjá daga að vakna,“ segir Jó- hann. Hann man ekki eftir sér á gjör- gæslunni þrátt fyrir að hafa dvalið þar í 2-3 daga eftir að hann vaknaði. „Ég man bara eftir mér þegar ég var að fara af gjörgæslunni. Þá var kona yfir mér að ýta mér í hjólastól á ganginum yfir á Barnaspítala Hringsins. Þrátt fyrir að muna ekki neitt vissi ég samt alveg hvað hafði gerst. Það er af því að mamma og pabbi voru alltaf að tala við mig. Ég þurfti ekkert að spyrja af hverju ég væri þarna.“ Jóhann gat ekki gengið fyrstu dag- ana og hafði einungis orku í 20 mín- útur í senn áður en hann þurfti að sofa meira. Í ljós kom að hann hafði fengið sjaldgæfa Adeino-veirusýk- ingu í heilann. Jóhann segir að hann hafi verið ákveðinn í að keppa á ung- lingalandsmóti tveimur mánðum eft- ir að veikindin komu upp. „Lækn- irinn sagði ekki neitt en ég áttaði mig á því þegar að mótinu kom að það myndi ekki gerast þar sem ég gat rétt gengið.“ segir Jóhann. Var haldið sofandi í 13 daga  Íslandsmethafi þurfti að læra að ganga upp á nýtt Morgunblaðið/Eva Björk Sigurvegari Jóhann Björn (nr. 181) hefur marga hildi háð utan vallar sem innan. Hann á bæði Íslandsmet í 100 og 200 metra hlaupi 18-19 ára. Þegar hann var 14 ára veiktist hann alvarlega og þurfti að læra að ganga upp á nýtt. Slöngur um allt Jóhanni var haldið sofandi á gjörgæsludeild Landspítalans í 13 daga og var vart hugað líf, en síðan hefur hann staðið sig vel. Jón Arnór ekki með landsliðinu um helgina

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.