Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.08.2014, Síða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.08.2014, Síða 2
Í fókus 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.8. 2014 Ég ætla bara að vera hérna í bænum með stelpurnar mínar. Svanhildur Snæbjörnsdóttir, 34 ára. Bara hafa það kósí. Við förum kannski eitt- hvað út fyrir bæjarmörkin. Jenný Bára Sigurðardóttir, 31 árs og Gunnar Einarsson, 46 ára. Ég flýg aftur heim til Noregs um helgina. Ann Guri Tiller, 56 ára. Útgefandi Óskar Magnússon Ritstjórar Davíð Oddsson, Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Ég og konan mín ætlum að eyða tíma með fjölskyldu hennar. Við erum í heimsókn á Íslandi. Brynjar Guttorm Röine, 69 ára. Morgunblaðið/Þórður Arnar Þórðarson SPURNING DAGSINS HVAÐ ÆTLAR ÞÚ AÐ GERA UM VERSLUNARMANNAHELGINA? Sigrún Kristjánsdóttir sjónvarpskona býr í björtu og fallegu einbýlishúsi á Akranesi sem hún hefur innréttað einstaklega vel fyrir sig og fjölskyldu sína. Innlit 26 Í BLAÐINU Karlar eru í miklum minnihluta í stétt kennara og fer fækkandi Heimild: Hagstofa Íslands 4.500 4.000 3.500 3.000 2.500 2.000 1.500 1.000 500 0 1998 2001 Konur Karlar 2004 2007 2010 2013 Morgunblaðið/Þórður BIRTA LÍF KRISTINSDÓTTIR SITUR FYRIR SVÖRUM Elskar að vera í París Forsíðumyndina tók Reebok fitness Ekki er nauðsynlegt að fara út á lífið að skemmta sér til þess að eiga góða dansstund . Edda Lúvísa, hjá Salsa Iceland, segist ekki í neinum vafa um heilsusamleg áhrif dansins á líkama og sál. Ekki skemmir tónlistin fyrir sem fylgir senunni. Heilsa 22 Parið Helga og Helgi ákváðu í fyrra að segja leigusamningi sínum lausum og fara af landi brott á vit ævintýra. Þau end- uðu norðarlega í Noregi og tóku sér selveiðar fyrir hendur. Viðtal 42 Ný bók er komin út eftir Nönnu Rögnvaldardóttur en bókin er á ensku og nefnist Icelandic Food and Cookery. Þar má meðal annars finna ýmsar sögur úr eldhúsinu hjá fjölskyldu Nönnu og segir hún bókina því afar persónulega. Bækur 50 Birta Líf Kristinsdóttir er bæði flugmaður og veðurfræð- ingur en þau áhugamál hennar fara mjög vel saman. Hún vakti þó ekki athygli landsmanna fyrr en hún fór að segja fréttir af veðrinu í sjónvarpi en hún hefur staðið sig með mikilli prýði í því starfi. Hver er Birta Líf Kristinsdóttir og hvað gerirðu í lífinu? „Ég vinn sem veðurfræðingur hjá Veðurstofunni og RÚV. Svo er ég líka að kenna veðurfræði á veturna hjá Flugskóla Íslands.“ Það er stór helgi framundan og margir liggja yfir veðurkortunum, hafa veðurfræðingarnir fundið sólina? „Já, við finnum hana annað slagið, en svo týnist hún alltaf jafn- harðan aftur.“ Er meiri pressa að spá fyrir um veðrið yfir verslunarmannahelgi en aðrar helgar? „Veit ekki með pressu en það er a.m.k. mikill áhugi á spánum. Mesta pressan er auðvitað þegar veðrið er mjög slæmt enda get- ur vitlaus spá í þeim aðstæðum haft slæmar afleiðingar.“ Ertu búin að ferðast eitthvað í sumar? „Ég hef aðallega farið upp í sumarbústað til afa og svo flogið yfir landið, en ekki mikið meira en það innanlands. Í vor fór ég til Parísar og fer svo aftur þangað í haust, enda alveg stórkostleg borg.“ Áttu þér önnur áhugamál en veðrið? „Já, ég hef líka mikinn áhuga á flugi en það passar afskaplega vel við veðuráhugann.“ Þekkir fólk þig úti á götu eftir að þú fórst að segja landsmönnum fréttir af veðrinu? „Já, það hafa einstaka manneskjur þekkt mig. Það hefur ekki verið neitt stórvægilegt, fólk er rosalega almenni- legt og yndislegt. Sumir hafa gert athugasemd við að ég nota skúr í karlkyni en það er eitt af fáum orðum sem er rétt í báðum kynjum,“ segir Birta sem þakkar svo fyrir að fá að koma því á framfæri. Klassísk spurning í lokin, Rolling Stones eða Bítlarnir? „Bítlarnir.“

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.