Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.08.2014, Qupperneq 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.08.2014, Qupperneq 8
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.8. 2014 Á sjöunda áratug síðustu aldar og alltfram á þann níunda bundu ýmsir mikl-ar vonir við Sovétríkin í efnahagslegu tilliti. Virtir hagfræðingar spáðu því að Sov- étríkin myndu innan fárra ára standa jafnfætis Bandaríkjunum um efnahagslega hagsæld. Kennslubækur í hagfræði tóku mið af slíkum spádómum árum saman. Þetta var rifjað upp á fundi sem Rannsóknarsetur um nýsköpun og hagvöxt hélt í síðustu viku þar sem fjallað var um efnahagslegt frelsi í heiminum og mæl- ingar Fraser stofnunarinnar á slíku frelsi í um 150 ríkjum. Með efnahagslegu frelsi er átt við frelsi manna, og lögaðila, til þess að geta átt í frjálsum viðskiptum með eigur sínar sem þeir hafa eignast án hvers konar valdbeitingar. Viðskiptafrelsi. Í þeim mælingum sem gerðar hafa verið á efnahagslegu frelsi ríkja und- anfarna áratugi er litið til þátta eins og um- fangs ríkisvaldsins, með hvaða hætti eign- arrétturinn er varinn og hversu mikið traust menn bera til gjaldmiðilsins. Sem dæmi um aðferðarfræðina má nefna að ein leið til að meta hið síðasttalda er að skoða hversu mikið frelsi þegnarnir hafa til þess að eiga aðra gjaldmiðla og bankareikninga erlendis. Með þessum mælingum er ríkjunum svo raðað niður, frá því frjálsasta (Hong Kong og Singapúr) til þess heftasta (Myanmar og Venesúela). Þegar svo þessi frelsislisti er bor- inn saman við rannsóknir á lífskjörum í þess- um sömu ríkjum kemur í ljós að það er sam- hengi á milli efnahagsfrelsisins og lífskjara í löndunum. Tekjur landsmanna sem hlutfall af landsframleiðslu eru margfalt hærri meðal þjóða þar sem mest efnahagslegt frelsi ríkir. Og það á ekki bara við um meðaltal lands- manna. Þau 10% landsmanna sem lægstar hafa tekjurnar í frjálsustu ríkjunum hafa margfalt hærri tekjur en 10% fátækustu í ófrjálsustu löndum. Þeir hafa jafnvel hærri tekjur en allir landsmenn ófrjálsustu ríkjanna. Lífslíkur manna eru líka mun meiri í frjáls- ustu ríkjunum. Það vekur hins vegar athygli að efnahagslegu frelsi fylgir ekki alltaf annars konar frelsi. Þannig skortir nokkuð upp á póli- tískt frelsi í sumum þeirra landa sem frjálsust eru efnahagslega. Engin leið er að segja til um áhrif þessa. Í dag dytti engum í hug að spá Rússlandi á pall með Bandaríkjunum næstu áratugina í keppni um lífskjör. Menn hafa hins vegar um nokkurt skeið séð Kína fyrir sér sem efna- hagsveldi. Ef marka má niðurstöður frels- isvísitölunnar ættu menn að fá sér sæti á með- an beðið er eftir að Kína komist í mark, að minnsta kosti á meðan einkaaðilum er ekki heimilt að reka bankana þar í landi. Frelsi til æðis * Efnahagslegt frelsier ekki allt en skiptirmiklu máli. Frjáls við- skipti eru grundvöllur að góðum lífskjörum. ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM Sigríður Ásthildur Andersen sigga@sigridurandersen.is Baggalúturinn Bragi Valdimar Skúlason hefur greinilega beðið spenntur eftir sólinni í allt sumar til þess eins að tuða yfir hitanum. „Jæja, þá er loksins hægt að byrja að tuða yfir því að manni sé of heitt, “ skrifaði hann í vikunni. Fjölmiðlamaðurinn og faðirinn Logi Bergmann velti því fyrir sér í vikunni hvort hann ætti ef til vill of mörg börn þar sem hann kippti sér lítið upp við að dætur hans lentu í átökum. Svona hljóðaði stöðuuppfærsla Loga sem fékk heil 216 „like“: „Stundum gætu viðbrögð mín bent til þess að ég eigi of mörg börn: Brynhildur: Pabbi! Hrafnhildur henti töng í fótinn á mér. Logi: Já fínt. Ég var einmitt að leita að henni.“ Ívar Guðmundsson er greini- lega listunnandi og hrifinn af texta- smíð Árna John- sen. „Árni Johnsen hefur samið marg- an dægurlagatextann og þetta er einmitt brot úr einum þeirra „Á djúpbláum himninum dillar sér ský uns dagar enn á ný“ Þetta er ekkert slor,“ skrifaði Ívar sem mun eflaust grípa í gít- arinn um verslunarmannahelgina. Fyrrverandi Ungfrú heim, Lindu Pétursdóttur, verður ekki að finna á skemmtanalífinu næstu helgar ef marka má stöðuupp- færslu sem hún birti í vikunni. „Klukkan að ganga tíu og ég enn í vinnunni á laugardagskvöldi enda að nógu að huga fyrir haustið í heilsubransanum. Nota tímann vel meðan dóttir mín er fyrir norðan hjá afa og ömmu. En nú fer ég alveg að fara heim… það er bara svo gaman í vinnunni!“ AF NETINU Aðalsteinn Vestmann opnar málverkasýningu í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri í dag, laug- ardag, klukkan 14. Á sýningunni sýnir Aðalsteinn akrýlmálverk sem hann hefur nýlega málað og auk þeirra verður hann með eina eldri teikningu og eitt ol- íumálverk frá námsárunum sínum í Mynd- og hand- íðaskóla Íslands. Olíumálverkið er módelmynd sem Aðalsteinn hefur aldrei sýnt áður og sýnir myndin samnemendur hans og kennara, Björn Th. Björnsson, listfræðing og skáld. Aðrir á myndinni eru Sverrir Haraldsson, Hringur Jóhannesson og Ásta Sigurð- ardóttir rithöfundur. Aðalsteinn Vestmann er fæddur á Akureyri 1932. Hann lauk námi við teiknikenn- aradeild Mynd- og handíðaskóla Íslands árið 1951 og starfaði sem teiknikennari við Barnaskólann á Ak- ureyri í nær 40 ár. Aðalsteinn hefur tekið þátt í mörg- um samsýningum og auk þess haldið einkasýningar bæði á Akureyri og í Reykjavík. Málverkasýning Aðalsteins Vestmanns stendur til 10. ágúst og eru allir velkomnir. Aðalsteinn sýnir Retro á Hattinum Hljómsveitin Retro Stefson er meðal vinsælustu tónleikasveita Íslands. Morgunblaðið/Kristinn Það verður lífleg dagskrá á Græna hattinum á Akureyri um helgina. Hljóm- sveitin vinsæla Retro Stefson kemur fram á tónleikum þar í dag, laugardag. Tónleikarnir hefjast klukkan 22.00. Á morgun er það svo rokkhljómsveitin Ka- leo sem sér um að trylla lýðinn. Tónleikar sveitarinnar hefjast klukkan 23,00. Vettvangur

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.