Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.08.2014, Page 9

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.08.2014, Page 9
3.8. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9 Þ etta er mikil viðurkenning fyrir mig og vísbending um það að ég sé að gera eitthvað rétt,“ segir Jóhannes Frank Jó- hannesson um árangurinn í Frakklandi. Ekki er um pen- ingaverðlaun að ræða en Jóhannes Frank segir það ekki skipta nokkru máli, athyglin og kynningin séu mun meira virði en peningar í þessu sambandi. Líkt og þegar hann fékk nýverið birtar eftir sig myndir í hinu virta tímariti LensWork í Bandaríkjunum. Reglur PX3-keppninnar eru þannig að ljós- myndarar senda inn drög að óútgefnum bók- um. Jóhannes Frank sendi Hross inn snemma á þessu ári en bókin kom út hér heima í byrjun júlí, 96 blaðsíður. Formála ritar forseti Íslands, Ólafur Ragnar Gríms- son. Svo sem nafnið gefur til kynna eru ein- göngu hestamyndir í bókinni, úrval frá síð- ustu árum. Allt í svarthvítu. „Ég tek mynd- irnar í lit en breyti þeim í svarthvítar. Það kemur betur út. Alla vega fyrir minn smekk. Þegar ég var yngri teiknaði ég mikið með blýanti, mögulega hefur það áhrif.“ Myndirnar eru teknar vítt og breitt um landið, ekki síst á Vestfjörðum – en rætur Jóhannesar Franks eru á Þingeyri – og í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. „Það þarf ekki alltaf að fara langt til að finna hesta,“ segir Jóhannes Frank sem býr í Hafnarfirði ásamt konu sinni, Mayyu Pigida. Skipti á byssu og myndavél Jóhannes Frank er sjálfmenntaður ljósmyndari og byrjaði að mynda fyrir um áratug. „Fram að því skaut ég bara af skotvopnum, keppti meira að segja í því sporti. Það er mun hljóðlátara að skjóta af myndavél,“ segir hann hlæjandi. Spurður um áhrifavalda nefnir Jóhannes Frank strax Ragnar Ax- elsson, ljósmyndara á Morgunblaðinu. „Ég er pínulítið smitaður af RAX. Hann hefur haft mikil áhrif á mig.“ Hross er önnur ljósmyndabók Jóhannesar Franks. Moments from Iceland kom út 2010 en er nú uppseld. Hún hefur að geyma svart- hvítar landslagsmyndir. „Viðtökur hafa verið mjög góðar. Moments from Iceland seldist vel og Hross hefur selst ágætlega síðan hún kom í bókabúðir. Ég er mjög þakklátur fyrir það.“ FÉKK GULL OG SILFUR Í LJÓSMYNDAKEPPNI Í FRAKKLANDI Athyglin meira virði en peningar JÓHANNES FRANK JÓHANNESSON ÁHUGALJÓS- MYNDARI HLAUT Á DÖGUNUM ÖNNUR VERÐLAUN FYRIR BÓK SÍNA HROSS Í EINNI STÆRSTU LJÓS- MYNDAKEPPNI EVRÓPU, PX3 Í FRAKKLANDI. KÁPA BÓKARINNAR VANN TIL FYRSTU VERÐLAUNA Í SÖMU KEPPNI. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Ljósmyndir úr bók Jóhannesar Franks, Hross, sem kom út fyrir um mánuði. Kápa nýju bókarinnar, Hross, sem fékk fyrstu verðlaun í keppninni í Frakklandi. Jóhannes Frank Jóhannesson Upp með orkuna! FOCUS Á góðu verði á næsta sölustað: Hagkaup, Fjarðarkaup, Melabúðin og apótek um land allt Svalandi, kraftmikill og bragðgóður drykkur – frábær þegar þig vantar aukna orku og einbeitingu 15 freyðitöflur í stauk ... skellt út í vatn þegar þér hentar ! 4Inniheldur koffín, guarana og ginseng 4Enginn sykur - engin fita 450 mg Magnesium og aðeins 2 hitaeiningar og 0.5g kolvetni í 100 ml.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.