Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.08.2014, Side 11
3.8. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11
Aðalsteinn Vestmann, listmálari og
fyrrverandi myndmenntakennari á
Akureyri, er enn með pensilinn á
lofti. Alli, sem verður 82 ára eftir
nokkra daga, opnar sýningu í Mjólk-
urbúðinni í Listagilinu í dag, laug-
ardag.
Listmálarinn leikur sér með liti og
form sem fyrr. Á sýningunni verða
nokkur andlit sem margir þekkja en
mest litríkar hugrenningar lista-
mannsins á striga.
Alli kenndi myndmennt í fjóra
áratugi við Barnaskóla Akureyrar
og margs er að minnast. „Á sínum
tíma sendum við myndir eftir krakk-
ana, sem þau fengu oft viðurkenn-
ingar fyrir og verðlaun. Toppurinn
var þegar fimm myndir fóru á al-
heimssýningu árið 1988, á sama tíma
og Ólympíuleikarnir voru í Seoul í
Suður-Kóreu. Þá lenti gullið til Ís-
lands. Drengur í 5. bekk Barnaskóla
Akureyrar fékk fyrstu verðlaun og
með öðru var honum boðið til Bessa-
staða í viðurkenningarskyni. Þegar
hann kom þaðan með mömmu sinni
og var spurður hvernig honum hefði
svo litist á forsetann, á hann að hafa
sagt: „Forsetinn, hún er bara venju-
leg kona.““
Sýning Aðalsteins Vestmanns
verður opin að minnsta kosti þessa
helgi og næstu, hugsanlega lengur.
AKUREYRI
Aðalsteinn Vestmann, listmálari á Akureyri, opnar sýningu í Mjólkurbúðinni.
Morgunblaðið/Skapti
Litríkar hugrenningar
Fjölbreytt fjölskyldudagskrá verður
nú um verslunarmannahelgina á
Úlfljótsvatni. Allir eru eins og alltaf
velkomnir á tjaldsvæðið, skátar
jafnt sem aðrir. Bogfimi, bátasigl-
ingar, príl upp í klifurturn, vatna-
safarí, leikur í hoppukastölum, varð-
eldar og smiðjur eru meðal þess sem
er í boði.
Hægt er að kaupa sérstök dag-
skrárarmbönd sem gilda alla
helgina. Þau kosta 2.000 kr. fyrir alla
helgina en einnig er hægt að kaupa í
einstaka dagskrárliði.
Þá verður sérstakur bananaleikur
í gangi fyrir yngstu krakkana á
tjaldsvæðinu alla helgina en þar eru
krakkarnir hvattir til að leysa hin
ýmsu verkefni eins og t.d. að teikna
mynd af Úlfljótsvatni, búa til blóm-
vönd og fleira. „Tjaldsvæðið er
hugsað fyrir fjölskyldufólk og hér er
kyrrð á svæðinu frá miðnætti,“ segir
Guðmundur. Hann undirstrikar að
ölvun sé ekki leyfileg á svæðinu þó
að fólki sé velkomið að fá sér vínglas
með matnum – og segja skál!
ÚLFLJÓTSVATN
Bogfimi og bátar
Róið á kanóbátum á Úlfljótsvatni, í
paradís skátanna þar eystra.
Morgunblaðið/Golli
Alls 533 bændur tóku á síðasta ári
þátt í verkefni Landgræðslunnar,
Bændur græða landið. Notuð voru
987 tonn af áburði og um 9 tonn af
grasfræi. Forsendur hvers og eins
bónda fyrir þátttöku geta verið mis-
jafnar, en þar sem jarðvegsrof og
gróðureyðing er áberandi vandamál
er þátttakan einna mest.
Reglan í þessu verkefni er sú að
Landgræðslan, sem er með höfuð-
stöðvar sínar í Gunnarsholti á Rang-
árvöllum, greiðir bændum 85%
áburðarkostnaðar og lætur í té
grasfræ þar sem þarf. Þátttökuskil-
yrði eru að landið sem græða á upp
sé í upphafi lítt gróið og beit í hófi.
Árið 2013 nam styrkur Land-
græðslunnar til áburðarkaupa í
þessu verkefni 66.500 kr. á tonnið.
Árið 2007 var styrkurinn 22.500 kr. á
tonn og er hækkunin á þessum árum
því nærri 200 %.
GUNNARSHOLT
533 græða landið
Bændur eru góðir vörslumenn lands-
ins og huga víða að gróðri jarðar.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Útsýnið af þessum stað erævintýralegt enda ertalsvert um að fólk leggi
leið sína þangað upp sem er vel
þessi virði,“ segir Jónas Guð-
mundsson, sýslumaður í Bolung-
arvík og formaður Samgöngufé-
lagsins. Um síðustu helgi var
skilti sem sett var upp að til-
hlutan félagsins á Bolafjalli ofan
við Víkina afhjúpað, en þar er
að finna upplýsingar um helstu
kennileiti og fjöll sem sést til af
fjallinu sem er 625 metra hátt.
Kjarnorkustöð
Þegar farið er á Bolafjall er ek-
ið upp úr Bolungarvík í átt til
Skálavíkur. Beygt er út af þeim
vegi til hægri þegar komið er í
brekkurnar ofan við bæinn. Er
svo ekið upp sneiðinga á hið
háa fjall. Vegurinn upp á fjallið,
sem telst einkavegur, er opinn
almennri umferð í júlí og ágúst
en þann tíma er hann í umsjá
og á ábyrgð Vegagerðarinnar.
Um aldarfjórðungur er síðan á
Bolafjalli var reist ratsjárstöð á
vegum NATO, þar sem fylgst er
með flugi við og umhverfis land-
ið. Stöðvar þessar eru fjórar,
hver á sínu horni landsins, og
lesið er úr þeim upplýsingum
sem þær skila hjá Landhelgis-
gæslunni og flugstjórnarmiðstöð
í Reykjavík. Stöðin er reist á
tímum kalda stríðsins og á sín-
um tíma var til þess tekið að
stjórnbygging hennar var úr svo
traustri steypu að þola átti kjar-
orkuárás
Til Snæfjallastrandar og
Jökulfjarða
„Af Bolafjalli er fallegt útsýni í
átt að Snæfjallaströnd og Jökul-
fjörðum, en litlar upplýsingar
hefur verið að hafa um þau
svæði sem sést til. Er skiltinu
ætlað að bæta úr því,“ segir
Jónas.
Skiltið sem er 2,0 x 0,5 fm
var hannað af Ómari Smára
Kristinssyni og Nínu Ivanovu,
en Guðmundur Ragnarsson lagði
til ljósmyndir og annaðist um-
gjörð og frágang ásamt Ragnari
Högna Guðmundssyni. Textinn á
skiltinu er bæði á íslensku og
ensku.
Steinninn undir skiltið fannst
á Óshlíðarvegi fyrr í sumar þar
sem hann hafði hrunið úr Ós-
hyrnu. Þótti hann passa mjög
vel sem undirstaða fyrir skiltið
og fyrst hann gaf sig fram með
þeim hætti sem raunin var þótti,
að sögn Jónasar, rétt að færa
hann upp á fjall á ný.
BOLAFJALL
Ævintýri og útsýni
RATSJÁRSTÖÐ Á HÁU FJALLI.
BRATTUR VEGUR OG NÚ
SKILTI UM ÞAÐ SEM FYRIR
AUGU BER, ÞEGAR HORFT
ER YFIR DJÚP.
Fagurt er á fjöllum er stundum sagt. Af Bolafjalli, sem er 625 metra hátt,
er frábært útsýni og ferðamönnum kærkomið að fá upplýsingaskiltið góða.
Inndjúpsdagurinn er í dag, laugardag. Þetta er sam-
starfsverkefni fornleifafræðinga og fólks í ferðaþjón-
ustu. Í Vatnsfjarðarkirkju er messa og leiksýning í Hey-
dal þar sem sýnt verður stykki um Fjalla-Eyvind.
Inndjúp
Bæjarhátíðin Sumar á Selfossi er um næstu helgi. Á laug-
ardagsmorgni verður fólki boðið í morgunverð þar sem
fyrirtæki í bænum leggja til afurðir. Bærinn verður skreytt-
ur hátt og lágt en hverfum á Selfossi er skipt eftir litum.
Sumargleði á Selfossi