Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.08.2014, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.08.2014, Blaðsíða 11
3.8. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11 Aðalsteinn Vestmann, listmálari og fyrrverandi myndmenntakennari á Akureyri, er enn með pensilinn á lofti. Alli, sem verður 82 ára eftir nokkra daga, opnar sýningu í Mjólk- urbúðinni í Listagilinu í dag, laug- ardag. Listmálarinn leikur sér með liti og form sem fyrr. Á sýningunni verða nokkur andlit sem margir þekkja en mest litríkar hugrenningar lista- mannsins á striga. Alli kenndi myndmennt í fjóra áratugi við Barnaskóla Akureyrar og margs er að minnast. „Á sínum tíma sendum við myndir eftir krakk- ana, sem þau fengu oft viðurkenn- ingar fyrir og verðlaun. Toppurinn var þegar fimm myndir fóru á al- heimssýningu árið 1988, á sama tíma og Ólympíuleikarnir voru í Seoul í Suður-Kóreu. Þá lenti gullið til Ís- lands. Drengur í 5. bekk Barnaskóla Akureyrar fékk fyrstu verðlaun og með öðru var honum boðið til Bessa- staða í viðurkenningarskyni. Þegar hann kom þaðan með mömmu sinni og var spurður hvernig honum hefði svo litist á forsetann, á hann að hafa sagt: „Forsetinn, hún er bara venju- leg kona.““ Sýning Aðalsteins Vestmanns verður opin að minnsta kosti þessa helgi og næstu, hugsanlega lengur. AKUREYRI Aðalsteinn Vestmann, listmálari á Akureyri, opnar sýningu í Mjólkurbúðinni. Morgunblaðið/Skapti Litríkar hugrenningar Fjölbreytt fjölskyldudagskrá verður nú um verslunarmannahelgina á Úlfljótsvatni. Allir eru eins og alltaf velkomnir á tjaldsvæðið, skátar jafnt sem aðrir. Bogfimi, bátasigl- ingar, príl upp í klifurturn, vatna- safarí, leikur í hoppukastölum, varð- eldar og smiðjur eru meðal þess sem er í boði. Hægt er að kaupa sérstök dag- skrárarmbönd sem gilda alla helgina. Þau kosta 2.000 kr. fyrir alla helgina en einnig er hægt að kaupa í einstaka dagskrárliði. Þá verður sérstakur bananaleikur í gangi fyrir yngstu krakkana á tjaldsvæðinu alla helgina en þar eru krakkarnir hvattir til að leysa hin ýmsu verkefni eins og t.d. að teikna mynd af Úlfljótsvatni, búa til blóm- vönd og fleira. „Tjaldsvæðið er hugsað fyrir fjölskyldufólk og hér er kyrrð á svæðinu frá miðnætti,“ segir Guðmundur. Hann undirstrikar að ölvun sé ekki leyfileg á svæðinu þó að fólki sé velkomið að fá sér vínglas með matnum – og segja skál! ÚLFLJÓTSVATN Bogfimi og bátar Róið á kanóbátum á Úlfljótsvatni, í paradís skátanna þar eystra. Morgunblaðið/Golli Alls 533 bændur tóku á síðasta ári þátt í verkefni Landgræðslunnar, Bændur græða landið. Notuð voru 987 tonn af áburði og um 9 tonn af grasfræi. Forsendur hvers og eins bónda fyrir þátttöku geta verið mis- jafnar, en þar sem jarðvegsrof og gróðureyðing er áberandi vandamál er þátttakan einna mest. Reglan í þessu verkefni er sú að Landgræðslan, sem er með höfuð- stöðvar sínar í Gunnarsholti á Rang- árvöllum, greiðir bændum 85% áburðarkostnaðar og lætur í té grasfræ þar sem þarf. Þátttökuskil- yrði eru að landið sem græða á upp sé í upphafi lítt gróið og beit í hófi. Árið 2013 nam styrkur Land- græðslunnar til áburðarkaupa í þessu verkefni 66.500 kr. á tonnið. Árið 2007 var styrkurinn 22.500 kr. á tonn og er hækkunin á þessum árum því nærri 200 %. GUNNARSHOLT 533 græða landið Bændur eru góðir vörslumenn lands- ins og huga víða að gróðri jarðar. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Útsýnið af þessum stað erævintýralegt enda ertalsvert um að fólk leggi leið sína þangað upp sem er vel þessi virði,“ segir Jónas Guð- mundsson, sýslumaður í Bolung- arvík og formaður Samgöngufé- lagsins. Um síðustu helgi var skilti sem sett var upp að til- hlutan félagsins á Bolafjalli ofan við Víkina afhjúpað, en þar er að finna upplýsingar um helstu kennileiti og fjöll sem sést til af fjallinu sem er 625 metra hátt. Kjarnorkustöð Þegar farið er á Bolafjall er ek- ið upp úr Bolungarvík í átt til Skálavíkur. Beygt er út af þeim vegi til hægri þegar komið er í brekkurnar ofan við bæinn. Er svo ekið upp sneiðinga á hið háa fjall. Vegurinn upp á fjallið, sem telst einkavegur, er opinn almennri umferð í júlí og ágúst en þann tíma er hann í umsjá og á ábyrgð Vegagerðarinnar. Um aldarfjórðungur er síðan á Bolafjalli var reist ratsjárstöð á vegum NATO, þar sem fylgst er með flugi við og umhverfis land- ið. Stöðvar þessar eru fjórar, hver á sínu horni landsins, og lesið er úr þeim upplýsingum sem þær skila hjá Landhelgis- gæslunni og flugstjórnarmiðstöð í Reykjavík. Stöðin er reist á tímum kalda stríðsins og á sín- um tíma var til þess tekið að stjórnbygging hennar var úr svo traustri steypu að þola átti kjar- orkuárás Til Snæfjallastrandar og Jökulfjarða „Af Bolafjalli er fallegt útsýni í átt að Snæfjallaströnd og Jökul- fjörðum, en litlar upplýsingar hefur verið að hafa um þau svæði sem sést til. Er skiltinu ætlað að bæta úr því,“ segir Jónas. Skiltið sem er 2,0 x 0,5 fm var hannað af Ómari Smára Kristinssyni og Nínu Ivanovu, en Guðmundur Ragnarsson lagði til ljósmyndir og annaðist um- gjörð og frágang ásamt Ragnari Högna Guðmundssyni. Textinn á skiltinu er bæði á íslensku og ensku. Steinninn undir skiltið fannst á Óshlíðarvegi fyrr í sumar þar sem hann hafði hrunið úr Ós- hyrnu. Þótti hann passa mjög vel sem undirstaða fyrir skiltið og fyrst hann gaf sig fram með þeim hætti sem raunin var þótti, að sögn Jónasar, rétt að færa hann upp á fjall á ný. BOLAFJALL Ævintýri og útsýni RATSJÁRSTÖÐ Á HÁU FJALLI. BRATTUR VEGUR OG NÚ SKILTI UM ÞAÐ SEM FYRIR AUGU BER, ÞEGAR HORFT ER YFIR DJÚP. Fagurt er á fjöllum er stundum sagt. Af Bolafjalli, sem er 625 metra hátt, er frábært útsýni og ferðamönnum kærkomið að fá upplýsingaskiltið góða. Inndjúpsdagurinn er í dag, laugardag. Þetta er sam- starfsverkefni fornleifafræðinga og fólks í ferðaþjón- ustu. Í Vatnsfjarðarkirkju er messa og leiksýning í Hey- dal þar sem sýnt verður stykki um Fjalla-Eyvind. Inndjúp Bæjarhátíðin Sumar á Selfossi er um næstu helgi. Á laug- ardagsmorgni verður fólki boðið í morgunverð þar sem fyrirtæki í bænum leggja til afurðir. Bærinn verður skreytt- ur hátt og lágt en hverfum á Selfossi er skipt eftir litum. Sumargleði á Selfossi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.