Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.08.2014, Side 12
E
va Hauksdóttir hefur
vakið mikla athygli og
umtal fyrir skelegg
greinaskrif sín, sér-
staklega gagnrýnin
skrif um femínisma. Eva, sem er
íslensku- og bókmenntafræðingur
að mennt, býr nú í Glasgow, en
hyggur á nám í lögfræði við Há-
skóla Íslands í haust.
Spurð hvort hún sé andstæð-
ingur femínisma segir Eva stutt
og laggott: „Já,“ og bætir við:
„Femínismi er kynhyggja þar
sem krafist er forréttinda fyrir
annað kynið og hinu kyninu
kennt nánast um allt sem miður
fer í tilverunni. Mér finnst kven-
hyggja ekkert skárri en karl-
hyggja. Þetta eru stefnur sem
ganga út frá þeirri hugmynd að
stríð ríki á milli kynjanna og
eru ekki líklegar til að auka
skilning og samhygð.“
Hvaða viðhorf finnst þér að
konur hafi til skoðana þinna á
femínisma?
„Fyrst þegar ég byrjaði að
skrifa um femínisma var ég að-
allega að gagnrýna meðferð á
gögnum þar sem gölluð tölfræði
var notuð eða vísað var í rann-
sóknir sem sýna alls ekki það
sem viðkomandi segir að þær
sýni. Ég hélt um tíma að við-
horf mín til femínisma væru
mjög óvinsæl en í dag held ég
að sá dólgafemínismi sem hefur
vaðið uppi á síðustu árum og
áratugum sé alls ekki eins vin-
sæll og halda mætti af umfjöll-
unum. Femínistarnir hafa afar
gott aðgengi að fjölmiðlum og
töluvert mikil opinber völd, en
almenningur er ekki eins hrifinn
af þeim og ég hélt.
Þegar ég byrjaði að skrifa um
femínisma voru margir, sér-
staklega konur, sem höfðu sam-
band við mig og sögðust vera
sammála mér en ekki þora að
segja það opinberlega. Þetta hef-
ur breyst. Nú er fólk farið að
taka hraustlega undir með mér
og konur farnar að skrifa um
svipaða hluti og ég hef gert.
Mér sýnist umræðan hafa opn-
ast.“
Hef ekki fengið
marktæka gagnrýni
frá femínistum
Hvernig tekurðu gagnrýninni
sem þú færð á þig frá fem-
ínistum?
„Ég hef ekki fengið neina
Kvenhyggja
ekkert skárri
en karlhyggja
EVA HAUKSDÓTTIR HEFUR ALLTAF VERIÐ ÓHRÆDD VIÐ AÐ SEGJA SKOÐANIR SÍNAR. Í
VIÐTALI RÆÐIR HÚN UM FEMÍNISMA, FORRÆÐISHYGGJU OG PÓLITÍSKAN RÉTTTRÚNAÐ
OG LEGGUR ÁHERSLU Á MIKILVÆGI ÞESS AÐ FÓLK ÞORI AÐ SEGJA SKOÐUN SÍNA.
Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.8. 2014
Svipmynd