Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.08.2014, Side 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.08.2014, Side 24
Amma Mús handavinnuhús býður upp á ýmsan handavinnuvarning og íslenskar vörur, meðal annars frá Móakoti og Guðrúnu Bjarnadóttur. Morgunblaðið/Þórður Amma Mús handavinnuhús flytur höfuðstöðvar sínar um set og opnar nýja glæsilega verslun við Grensásveg 46 þann 6. ágúst á fjórða afmælisdegi verslunarinnar. Hildur Guðnadótt- ir, eigandi verslunarinnar, mun kynna hið nýja Einrum-band við opnunina. „Þetta verður svona kórónan í opnuninni. Við eigum gott hráefni í íslensku ullinni og um að gera að gera eitthvað nýtt og spennandi og það finnst mér Kristínu Brynju, hönnuði bandsins, hafa tekist með því að bæta silki við.“ Einnig verður áfram boðið upp á skemmtilega viðburði reglulega í versluninni. Við brydduðum upp á nýjung núna í apríl og maí og próf- uðum að hafa saumakaffi fyrsta miðvikudag í mánuði og það mæltist mjög vel fyrir. Þar skapaðist skemmtileg stemning og konur komu með gamla handavinnu sem þær vantaði farveg til þess að klára, svo að það komu ýmsir gullmolar í ljós,“ seg- ir Hildur en verslunin hefur haldið svokölluð prjónakaffi ann- an hvern laugardag yfir vetrartímann frá því að verslunin var opnuð og hefst það á nýjan leik 30. ágúst. „Þar eru allir velkomnir á milli kl. tíu og tólf. Svo höfum við verið með prjónakaffi fyrir Önfirðinga og vini þeirra fyrsta þriðjudag í mánuði það er alltaf eins og ættarmót og skemmtileg stemning. Heimilisleg, vinaleg og notaleg. Svo verður kannski bryddað upp á einhverju skemmtilegu í vetur.“ Hildur segir að með nýrri staðsetningu verslunar- innar verði ennþá betra aðgengi bæði fyrir þá sem eru orðnir fótfúnir og þá sem eru í hjólastól. Verslunin býður upp á ýmsan handavinnuvarning og ís- lenskar vörur, meðal annars frá Móakoti, Guðrúnu Bjarna- dóttur, allskyns útsaum og fleira. BETRA AÐGENGI FYRIR HJÓLASTÓLA Hildur Guðnadóttir, eigandi verslunar- innar Amma Mús. Gæði umfram magn Heimili og hönnun Ítölsk hönnun úr gæðaefni Ítalska merkið Discipline fæst í Epal. *Nú geta íslenskir fagurkerar loksins nálgastgæðavörur frá ítalska hönnunarmerkinuDiscipline hér á landi. Merkið er tiltöluleganýtt af nálinni en hefur náð þó nokkrum vin-sældum á erlendri grundu. Discipline sérhæf-ir sig í hönnun á fallegum og fjölbreyttumvörum fyrir heimilið og er lögð mikil áhersla á náttúruleg efni. Þá er leður, korkur og við- ur áberandi í vörulínu þessa ítalska merkis. É g hef lengi verið að velta því fyrir mér hvernig hægt væri að mýkja ull. Þetta hefur lengi verið í hug- skotinu enda hef ég alltaf verið að prjóna. Ullin hefur mikið einangrunargildi en hinsvegar stingur hún. Mig langaði til þess að gera hana léttari og mýkri,“ segir Kristín Brynja Gunn- arsdóttir arkitekt, en hún hefur þróað nýtt íslenskt band, Einrum, úr íslenskri ull og taílensku silki. Kristín, sem hefur verið prjónandi frá barnæsku, fór að hefja til- raunir með ullina fyrir tveimur og hálfu ári þegar vinkona hennar, sem starfar sem gullsmiður í Danmörku en er með verk- stæði í Taílandi kom með silki, lagði á borðið og sagði: „Kristín, það hlýtur að vera hægt að gera eitthvað við þetta.“ Kristín hóf þá að prjóna saman þræðina, einn og einn silkiþráð við ullarþræðina. „Ég var búin að gera dágóða stúdíu í því þegar ég valdi úr hvaða blöndu mér þótti skemmtilegast að vinna með. Til að byrja með er silkiþráðurinn brúnleitur, nánast koparlitaður, og það er svolítið skemmtilegt að sjá hversu mikil áhrif litur á þessum mjóa silkiþræði hefur þegar hann blandast saman við ullina.“ Kristín valdi að notast eingöngu við grunnliti til þess að byrja með, gráan, svartan og hvítan. „Seinna meir hef ég hugsað mér að bæta rólega fleiri litum við. Þá koma vel valdir, fallegir litatónar þegar fram í sækir.“ Þá verða einnig fáanlegar uppskriftir sem styðja við garnið. „Fólk getur náttúrlega að sjálfsögðu prjónað eitt- hvað sem það skapar sjálft en svo verða líka uppskriftir sem eru sérstaklega gerðar fyrir þetta garn. Það verður spennandi að sjá hver viðbrögðin verða, mér finnst band- ið allavega rosalega fallegt, gaman að prjóna úr því og gott að vera í fötum úr því.“ Kristín, sem er búsett í Danmörku, segir Ísland aldrei vera langt undan varðandi innblástur. „Alveg sama hvar maður er eða hvað maður hugsar. Það er óhjákvæmilegt. Þetta er íslensk afurð þó að hún sé blönd- uð taílensku silki.“ Kristín segir hugmyndavinnu og tilraunir við þróun bandsins hafa tekið sinn tíma. „Við erum búin að prufukeyra þrjár prufur í vélunum hjá Ístex,“ segir Kristín og bætir við að Ístex hafi aðstoðað við þróunina og tekið vel í þessa nýsköpun og staðið vel að sínu verki. Einrum verður fáanlegt í versl- uninni Ömmu Mús 6. ágúst. Peysa úr Einrum-bandi. Uppskriftir sem styðja við bandið verða einnig fáanlegar. Þegar silki er tvinnað saman við einband verður bandið mýkra og loftkenndara. Einrum verður fáanlegt í grunnlitunum, hvítum, svörtum og gráum. Kristín Brynja segir gaman að prjóna úr Einr- um-bandinu og gott að vera í fötum úr því. Áferðin er ákaflega skemmtileg og koparlitur silkisins af- ar áberandi í ullinni. NÝTT BAND ÚR ÍSLENSKRI ULL OG TAÍLENSKU SILKI Prjónar úr íslenskri ull og taílensku silki EINRUM ER NÝTT ÍSLENSKT BAND UNNIÐ ÚR ULL OG TAÍLENSKU SILKI. KRISTÍN BRYNJA GUNNARSDÓTTIR ARKITEKT Á HEIÐURINN AF BANDINU SEM ER MUN MÝKRA OG LÉTTARA EN ULLIN EIN OG SÉR. Sigurborg Slema Karlsdóttir sigurborg@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.