Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.08.2014, Qupperneq 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.08.2014, Qupperneq 32
Græjur og tækni Geimseglið prófað AFP *Áformað er að skjóta á loft geimfari seminniheldur geimsegl eftir tæp tvö ár. Það erThe Planetary Society sem stendur fyrirgeimskotinu og hugmyndinni að nota geim-segl til að knýja geimfarið áfram. Ekki ergeimfarið þó stórt í sniðum en það erómannað og um 30 cm á lengd. Heppnist til- raunin gætu geimför framtíðarinnar verið knúin áfram með seglum. G óðar samgöngur eru lyk- illinn að skilvirku sam- félagi. Til að koma koma vörum á markað, fólki til og frá vinnu og auðvitað í verslanir og aftur heim skiptir máli að samgöngukerfið sé í lagi. Róm- arveldi byggði vegi sem standa enn í dag þó að þeir uppfylli ekki nú- tímastaðla vegakerfisins. Breska heimsveldið byggði járnbrautir um allan heim og Þjóðverjar eru þekktir fyrir þjóðbrautirnar sínar. Mannkynið hefur fundið sér ýmsar leiðir til að komast milli staða, hvort sem það er á hestbaki, í fljótabótum eða bílum. Tæknin leysir eðlilega eldri hugmyndir af hólmi en tilgangurinn er alltaf sá sami, þ.e. að koma fólki og vörum á milli staða með sem minnstum tilkostnaði og á sem skilvirkastan hátt. Bíllinn bestur í borginni Í borgarsamfélaginu hefur einka- bíllinn verið allsráðandi í áratugi og virðist fátt geta slegið honum við. Frelsið að komast á milli staða, hratt og örugglega, á eigin farartæki heillar almenning á með- an almenningssamgöngur eru tíma- frekar og binda notendur þess við fyrir fram ákveðnar leiðir. Hjól- reiðar henta alls ekki öllum og það getur tekið of langan tíma að ætla sér að ganga allt. Samgöngukerfi borgar er engu að síður samblanda af þessu öllu saman og fólk nýtir sér þann hluta samgöngukerfisins sem hentar því best hverju sinni. Margir hafa lagt höfuðið í bleyti til að hugsa upp aðferðir til að draga úr nærri því algjörum yfirburðum einkabílsins. Sums staðar er reynt að þrengja að einkabílnum meðan aðrir reyna að finna betri lausn en einkabílinn og útlit er fyrir að hún sé þegar komin að einhverju leyti. Nýir tímar í samgöngum Frá árinu 2011 hefur floti tveggja sæta smartbíla flutt farþega milli flugstöðvarbygginga á Heathrow, alþjóðaflugvellinum í London, sem gefur að skilja er gífurlega stór. Bílarnir eru til staðar fyrir utan flugstöðvarbyggingarnar og flytja fólk á milli bygginga í stað þess að farnar séu fastar vagnferðir. Með þessu hefur tekist að spara 50 þús- und vagnferðir. Talsmenn þessara bíla telja að þeir eigi eftir að leysa einkabílinn af hólmi í stór- borgum að miklu leyti. Kosturinn við þá er augljós, not- endur munu geta pantað þá með snjall- símanum sín- um og þurfa ekki að huga að viðhaldi eða koma að rekstri þeirra sjálfir. Frelsið sem fólk upp- lifir með einkabílnum í dag verður enn til staðar í þessum samfélags- bílum. Plássið er vissulega ekki mikið í bílunum en stærð þeirra engu að síður kostur því þeir taka minna pláss en hefðbundnir bílar og því fer minna fyrir þeim. Bílarnir eru rafmagnsbílar og menga því ekkert í líkingu við bensínbíla sem ráða för á götum stórborga í dag. Sjálfstýrðir framtíðarbílar Í dag þurfa neytendur að keyra bílana sjálfir og eru þeir því aðal- ega notaðir til að koma fólki milli ákveðinna staða t.d. frá flugvelli á hótel eða öfugt. Í framtíðinni von- ast menn þó til þess bílarnir keyri sig sjálfir og þá þarf lítið annað að gera en að panta bíl með snjall- símanum sínum, stíga upp í hann og stimpla inn áfangastað. Bíllinn sér svo um rest og farþegar geta lesið bækur eða sinnt öðrum hugð- arefnum meðan bíllinn ekur um götur borgarinnar sjálfur. Ekki er víst að smartbílarnir taki alfarið við af einkabílnum en þeir eiga eftir að veita honum öfl- uga samkeppni þar sem þeir munu eflaust höfða frekar til þeirra sem kjósa einkabílinn í dag en nokkurn tímann strætó eða hjólið gerir. Ferðamátar framtíðarinnar SMARTBÍLLINN SEM KEYRIR FÓLK SJÁLFUR MILLI ÁFANGA- STAÐA GÆTI ORÐIÐ NÆSTA STÓRA STÖKKIÐ Í SAM- GÖNGUMÁLUM STÓRBORGA. UMHVERFISVÆNN, ÞÆGI- LEGUR Í NOTKUN OG REKSTUR OG VIÐHALD EKKI Í HÖNDUM NOTANDANS. Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Framtíðin sem marga dreymir um er handan við hornið. Rafmagnsbílar eru að verða betri og algengari og væntingar um litla borgarbíla sem keyra sig sjálfir verður vonandi að veruleika áður en um langt líður. AFP Smartbílar verða ekki stórir og taka því ekki mikið rými. Boris Johnson, borgarstjórinn í London, þykir nokkuð sérstakur og eru vinsældir hans ekki síst því að þakka hvað hann er einstakur per- sónuleiki og hugsar út fyrir boxið. Nú hefur hann lofað því að London bjóði upp á G5 farsímakerfi fyrir notendur snjallsíma og annarrar tölvutækni. Nú er ekki langt síðan G4-tæknin var tekin í notkun og kann einhverjum að finnast það sér- kennilegt að strax sé farið að tala um G5 tækni. Boris Johnson er hins vegar enginn venjulegur maður og segir fjarskiptatæknina verða komna upp fyrir 2020. „London hef- ur verið að festa sig í sess sem tækni-stórborg evrópu og þess vegna þurfum við að tryggja að íbú- ar og gestir borgarinnar njóti bestu mögulegu tengingar við netið,“ sagði Boris þegar hann var spurður út í loforð sín til borgarbúa. G5-fjarskiptatæknin mun gera notendum hennar kleift að sækja sér kvikmyndir og annað stórt efni á nokkrum sekúndum. Það verður for- vitnilegt að sjá hvort Boris Johnson geti staðið við loforð sitt. Tækniborg Evrópu Boris Johnson, borgarstjórinn skrautlegi og vinsæli í London, kallar ekki allt ömm sína og lofar íbúum í London G5 fjarskiptatækni fyrir árið 2020. UNDIRBÝR LONDON FYRIR G5 Ímyndunarafl barna getur verið æv- intýralegt og við fullorðna fólkið komumst ekki með tærnar þar sem börnin hafa hælana í þeim efnum. Því vaknar sú spurning hvort full- orðið fólk sé best til þess fallið að hanna leikvelli fyrir börnin. Höfum við ímyndunaraflið sem þarf til að búa til ævintýraheim fyrir börnin? Arkitektinn David Rockwell telur svo ekki vera og vill að börn hanni sína eigi leikvelli. „Sjáið fyrir ykkur leikvöll sem börnin geta hannað sjálf. Opið svæði þar sem börnin fá byggingarefnið til að búa til eigið ævintýraland,“ segir Rockwell, sem á auðvitað ekki við að börn fái stór- virkar vinnuvélar upp í hendurnar heldur verði framleiddar einingar úr plasti eða við til að setja saman og hanna eigin leikvöll úr. Fyrsti leikvöllurinn sem byggði á þessum hugmyndum var tekinn í notkun árið 2008 í Brooklyn og í lok þessa árs er búist við því að þeir verði 2.675 um allan heim. TÆKNI OG HÖNNUN Leikvöllur sem börnin hanna sjálf Hvaða barn dreymir ekki um að hanna sinn eigin leikvöll?

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.