Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.08.2014, Síða 56

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.08.2014, Síða 56
SUNNUDAGUR 3. ÁGÚST 2014 Hjónin Erna Tómasdóttir og Guðjón Stefánsson láta sig ekki vanta á Þjóðhátíð enda bæði fædd og uppalin í Vestmannaeyjum. „Við höfum farið á Þjóðhátíð frá því við munum eftir okk- ur svo þær eru orðnar nokkuð margar sem við höfum sótt enda bæði tæplega áttræð,“ segir Erna, sem missti þó af Þjóðhátíðinni 1973. „Ég fór ekki á Þjóðhátíðina þegar gosið var í Eyjum en það var samt sem áður haldin hátíð og hún er sú eina sem ég hef ekki sótt.“ Vestmannaeyingar halda fast í hefð- ina þessa helgi og tjalda veglegum hvít- um tjöldum sínum í Herjólfsdalnum og verður engin undantekning á því í ár hjá Ernu og Guðjóni. „Við tjöldum á sama stað og pabbi tjaldaði fyrir 70 ár- um og fjölskyldan hittist í tjaldinu strax eftir setningu Þjóðhátíðarinnar og gæðir sér á rjómatertu og brauð- meti.“ Að sjálfsögðu verða Erna og Guðjón í dalnum yfir helgina þó þau gisti ekki í tjaldinu. Það verður þó mik- ið um að vera fyrir þau enda barna- börnin orðin 15 og barnabarnbörnin 6 talsins og allir mæta að sjálfsögðu á Þjóðhátíðina sem fagnar 140 ára afmæli sínu. ÞJÓÐHÁTÍÐ Í VESTMANNAEYJUM FAGNAR 140 ÁRA AFMÆLI Mæta alltaf á Þjóðhátíð „Við tjöldum á sama stað og pabbi tjaldaði fyrir 70 árum og fjölskyldan hittist í tjaldinu strax eftir setningu Þjóðhátíðarinnar,“ segir Erna. Gíraffi dó af völdum höfuðáverka í Pretoria í Suður-Afríku á fimmtudag þegar hann rak höf- uðið í brú á mislægum gatna- mótum. Gíraffinn var staddur ásamt félaga sínum í kerru aftan í flutningabíl og svo virðist sem ökumaðurinn hafi ekki gert sér grein fyrir hæð dýranna þegar hann ók undir brúna. Vitni lýstu þeirri sérkennilegu sýn að sjá tvö gíraffahöfuð gægjast upp úr kerrunni á fleygiferð eftir hrað- braut. Ökumenn í kring fylgdust skelfingu lostnir með því þegar annar gíraffinn skall utan í brúna. Fréttamiðillinn EyeWitness News hefur eftir Rick Allan, starfsmanni dýravernd- arsamtaka í Suður-Afríku, að rannsóknir dýralæknis hafi leitt í ljós að gíraffinn hafi drepist vegna „alvarlegra höfuðáverka“. Hinn gíraffinn var fluttur í öruggt skjól. „Við höldum rannsókn málsins áfram með hugsanlega saksókn fyrir augum á hendur þeim sem ábyrgð bera á þessu ömurlega atviki,“ sagði Allan. Pabi Moloi var á ferð í bíl með frænku sinni á sömu slóðum og sagðist hafa séð tvo gíraffa gnæfa upp úr kerru aftan í flutningabíl. „Ég fálmaði eftir símanum mínum til að taka myndir enda ekki á hverjum degi sem maður sér gíraffapar á hraðbraut inni í borg. Á meðan ég tók myndirnar fór bíllinn undir brú og annar gíraffinn rak höfuðið utan í steinsteypuna. Skellurinn var svo harkalegur að frænka mín sem sat við stýrið spurði mig hvort einhver hefði verið að hleypa af skotvopni, hún taldi sig hafa heyrt skothvell!“ GLAPRÆÐI ÖKUMANNS Í SUÐUR-AFRÍKU Ók gír- affa á brú Gíraffarnir tveir sjást hér stuttu áður en atvikið hræðilega átti sér stað. Pabi Moloi ÞRÍFARAR VIKUNNAR Lukku láki.Luke Perry, leikari.Ingó, úr Veðurguðunum. www.forlagid.is – alvöru bókabúð á netinu „Sagnagáfa Ejersbo er ótvíræð og persónu- sköpun með því betra sem gerist ... Sögurnar grípa þéttingsfast ...“ Anna Lilja Þórisdóttir / Morgunblaðið Meistaraleg flétta með sárum undirtón, saga af styrk mannsandans andspænis kúgun. BYLTINGAR- ANDI!

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.