Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.10.2014, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.10.2014, Blaðsíða 17
Inga María Leifsdóttir, kynningar- og markaðsstjóri Ís- lensku óperunnar, gaf sér tíma til að svara spurningum um eftirlæti fjölskyldunnar þrátt fyrir annir en Ís- lenska óperan frumsýnir Don Carlo laugardaginn 18. október. Eiginmaður hennar er Kristbjörn Helgason, verkfræðingur hjá Plain Vanilla. Þau eiga þrjú börn, Júlíu Helgu, ellefu ára, Jakob Leif, sjö ára, og Jóel Benedikt, eins árs. Þátturinn sem allir geta horft á? Hrekkjavöku- þátturinn í Andrési önd er algjört uppáhald hjá öllum, alls konar vísindaþættir á RÚV og Kúskó. Duttum líka inn í Minute to Win It um daginn sem var mjög skemmtilegt. Maturinn sem er í uppáhaldi hjá öllum? Buff stroganoff. Skemmtilegast að gera saman? Hjá okkur er til svolítið sem heitir „plan mömmu“, sem er að fara í sund og fá sér svo að borða á veit- ingastað. Það er mjög skemmtilegt plan. En svo finnst okkur líka gaman í keilu og að fara í sumarbústað. Og fara í bíltúr með eða án íss. Og drekka kaffi hjá ömmu Siggu og ömmu og afa. Borðið þið morgunmat saman? Já, alltaf. Sumir fá sér egg en aðrir morgunkorn og stundum er skellt í hafragraut handa öllum. Hvað gerið þið saman heima ykkur til dægrastyttingar? Spilum fótbolta í holinu, bökum og skoðum gamlar myndir. EFTIRLÆTI FJÖLSKYLDUNNAR Fótbolti, bakstur og gamlar myndir Inga María Leifsdóttir 19.10. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17 Vetrarfrí er í grunnskólum Reykjavíkur til 21. október. Margt er í boði fyrir fjölskylduna þessa frídaga í frístundamið- stöðvum, bókasöfnum og menningarstofnunum. Frítt verð- ur fyrir fullorðna í fylgd með börnum inn í söfn borgarinnar. Fjölskyldusamvera í vetrarfríinu*Hver einasta kona sem segirsannleikann um sjálfa sig erfemínisti. Alice Munro Getty Images/Ingram Publishing NÝJAR VÖRUR Í HVERRI VIKU Verið velkomin í Aurum. Við fáum nýjar vörur í hverri viku og þar er alltaf eitthvað spennandi að finna. Getnaðarvarnanotkun á Íslandi er lítið rannsökuð og bæklingurinn frá Landlækni hefur ekki verið upp- færður frá árinu 2008. Þar kemur fram að engin tegund hettu fáist hérlendis en það er ekki rétt. Hettan Caya er til sölu í vefverslun Litla ljóssins, litlaljosid.is, sem Elena Teuffer rekur. Elena segir að hingað til hafi þurft að fara til kven- sjúkdómalæknis til að fá að vita réttu stærðina. „Þetta var vesen en svo gat maður farið í apótek og fengið hettuna,“ segir Elena sem rak sig á það fyrir all- mörgum árum að hettan var ekki lengur til þegar hún ætlaði að fara að endurnýja sína. Henni var sagt að konur væru of latar til að taka þetta og vildu frekar gleypa pilluna. Einnig var henni sagt að það væri vandamál að það þyrfti að vera til svo stór lager af því að hettan kemur í svo mörgum stærðum. Núna er hinsvegar búið að þróa hettu sem kemur í einni stærð sem hentar flest- um konum. Caya-hettan kom á markað í apríl 2013 í ellefu Evrópulöndum og Kanada. Við- tökurnar hafa verið góðar enda virðist vera vaxandi eftirspurn eftir horm- ónalausum getnaðarvörnum. Í mars á þessu ári var síðan gefið leyfi til að selja hettuna í Bandaríkjunum. Elena hefur haft hettuna til sölu í vefverslun sinni í um ár en hefur ekkert farið í það að auglýsa hana enda aðeins um litla vefverslun að ræða. Hún segir að mjög góðar upplýsingar um notkun hettunnar fylgi með á diski. Hún selur ennfremur sæð- isdrepandi gel en nauðsynlegt er að nota það með hett- unni. Í bæklingi Landlæknis stendur almennt um hett- unotkun að hún sé getnaðarvörn sem sé sett hátt upp í leggöngin til að þekja leghálsinn. Mesta öryggi sé um 94% ef hún er rétt notuð. „Þetta er mjög gott tæki fyrir konur sem fylgjast vel með hvar þær séu staddar í tíðahringnum, fyrir meðvit- aðar konur sem vilja taka ábyrgð á sinni frjósemi og vilja ekki nota horm- ónalyf,“ segir hún. Fyrir þær sem vilja skoða hettuna með eigin augum þá verður Elena á barnavörumark- aði sem haldinn verður í Sala- skóla fyrstu helgina í nóvember en þess má geta að markaður- inn er haldinn til styrktar FMB-teymi Landspítalans, sem sér um mæður og ófrískar konur með geðræn vandamál. Nánari upplýsingar er að finna á fésbókarsíðunni Stóri barna- vörumarkaðurinn. HETTAN FÁANLEG Á ÍSLANDI Á NÝ Hettan er sporöskjulaga en ekki hringlaga eins og gömlu hetturnar. Hormónalaus getnaðarvörn Caya-hettan kom á markað í apríl 2013 í ellefu Evrópulöndum og Kanada.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.