Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.10.2014, Síða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.10.2014, Síða 22
Heilsa og hreyfing Lið vikunnar hjá UEFA Morgunblaðið/Golli Morgunblaðið/Ómar *Íslenska landsliðið í knattspyrnu var valið liðvikunnar hjá Evrópska knattspyrnusamband-inu UEFA eftir glæsilega sigra á Lettum ogHollendingum í forkeppni Evrópumótsins íknattspyrnu. Þá er Gylfi Sigurðsson á miðj-unni hjá vefsíðunni goal.com sem valdi liðvikunnar og er hann þar með Portúgalanum Ronaldo, Marik Hamsik frá Slóvakíu og Tékk- anum Borek Doèkal. É g var vanur að fara á flesta landsleiki þegar ég var yngri. Síðan er maður allt í einu farinn að spila í bláu treyj- unni og ef ég ætti að reyna að setja upplifunina, hvernig það er að vera inni á vellinum, í orð þá er þetta adrenalínsprauta allar 90 mínúturnar – sérstaklega núna gegn Hollendingum. Stuðningurinn og hvatningin úr stúkunni var svo geggjuð,“ segir Jón Daði Böðvarsson, framherji landsliðsins í knatt- spyrnu. Jón Daði hefur fengið mikið lof fyrir sína frammistöðu en gegn Hollandi spilaði hann sinn sjötta landsleik. Sparkspekingum fannst hann hafa spilað tíu sinnum fleiri landsleiki. Jón Daði hefur þegar skorað fyrir íslenska landsliðið en hann opnaði markareikning sinn gegn Tyrklandi í fyrsta leik forkeppni Evrópumeistaramótsins. Jón Daði er fæddur í Reykjavík, flutti um skamma stund til Húsavíkur en þegar hann var sjö ára flutti fjölskyldan til Selfoss þar sem hann ólst upp. Snemma varð ljóst að þarna færi góður knattspyrnumaður en með honum í yngri flokkum voru meðal annars þeir Viðar Örn Kjartansson, sem nú er markahæstur í Noregi, og Guðmundur Þór- arinsson, leikmaður Sarpsborg í Noregi. Jón Daði hélt í atvinnumennsku árið 2012 og samdi við Viking í Noregi. Þá hafði hann verið valinn efnilegasti leikmaður Pepsi- deildarinnar. Hann hefur alltaf hugsað vel um sig og hefur engan áhuga á að smakka áfengi. „Ég hef vanist því að hugsa vel um líkamann. Ég hef engan tíma til að fara á pöbbinn, hef reyndar engan áhuga á því. Ég veit ekki hvort aðrir gera það en ég hef aldrei verið þannig. Mér finnst betra að fara snemma að sofa og taka því rólega. Ég vakna yfirleitt átta hérna úti og á að vera mættur níu í morgunmat hjá Viking. Síðan byrjar æfing tíu og er til tólf. Þá er hádegismatur og yfirleitt einhverjir fundir til tvö og þá er maður bara búinn. Ég er aldrei að flýta mér og er yfirleitt með þeim síðustu út. Finnst það fínt.“ Jón Daði hefur fengið mikið hrós fyrir sinn leik með íslenska landsliðinu. Morgunblaðið/Ómar LANDSLIÐSKAPPINN JÓN DAÐI BÖÐVARSSON Gæðablóð sem er síðastur út JÓN DAÐI BÖÐVARSSON HEFUR SKOTIST UPP Á STJÖRNUHIMININN EFTIR FRAMMISTÖÐU SÍNA MEÐ ÍSLENSKA LANDSLIÐINU Í KNATTSPYRNU. ÞESSI 22 ÁRA GAMLI LEIKMAÐUR VINNUR AÐ ÞVÍ AÐ SETJA Á LAGGIRNAR STYRKTARSJÓÐ SEM Á AÐ AÐSTOÐA FORELDRA AÐ FJÁRMAGNA KNATT- SPYRNUIÐKUN BARNA SINNA. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Frá lokahófi KSÍ árið 2012 þar sem Jón var val- inn efnilegasti leikmaðurinn. „Viking er svolítið líkt Liverpool á Englandi. Það eru gerðar alveg rosalega miklar væntingar til fé- lagsins en svo verður lítið úr þeim. Það eru oft mikil vonbrigði eftir tímabilin. Þetta er lið sem stefnir á toppinn en það hefur ekki gengið und- anfarin ár. Þetta er stór klúbbur og mikil pressa á leikmönnum liðsins.“ Þegar þetta er skrifað er Viking búið að spila 24 leiki og er í tíunda sæti. Það stefnir því í enn eitt vonbrigðaárið hjá Viking. „Við byrjuðum vel, eiginlega alveg fáránlega vel. Svo skyndilega hvarf meðbyrinn og við erum búnir að tapa fimm leikjum í röð – sem er mjög dapurt. Það þarf að setjast niður eftir tímabilið og fara yfir hvað við þurfum að gera.“ Jón Daði hefur skorað fimm mörk í ár í deild- inni og eitt í bikarnum. Hann veit hinsvegar að frammistaða hans í landsleikjunum vakti áhuga annarra liða. „Ég hef ekkert heyrt. Ég er með umboðsmann og það er yfirleitt sest niður eftir tímabilið. Ég nenni ekki að pæla í næstu skrefum fyrr en tímabilið er búið, en ég er bjartsýnn á að það sé einhver áhugi.“ FÉLAG JÓNS DAÐA VIKING STAVANGER Svolítið eins og Liverpool „Ég þekki það alveg að það getur verið erf- itt fyrir fjölskyldur að kaupa takkaskó og borga keppnisferðir fyrir krakka. Þegar ég var gutti voru fjármál fjölskyldunnar ekkert brjálæðislega góð. Það var stundum vesen að borga fyrir keppnisferðir, takkaskór eru dýrir og allt þetta aukalega er mjög dýrt. Mig langaði að geta hjálpað krökkum sem eru í þannig að- stæðum. Þetta er ekkert til að skammast sín fyrir. Sjóðurinn er ekki alveg kominn á kopp- inn en uppleggið er þannig að fólk mætir og sækir um styrk, svo er það metið og fólkinu rétt hjálparhönd. Kannski vantar þessa litlu hluti sem geta samt verið svo stórir fyrir fólk sem er ekki með mikið á milli handanna. Þetta er dýr íþrótt og mikið tilstand á bak við hvert mót. Æfingar, gallar, takka- skór, nesti, þjálfarar, gisting og fleira. Þetta safnast saman og er ekkert endilega á allra færi.“ STYRKTARSJÓÐUR JÓNS DAÐA KNATTSPYRNA FYRIR ALLA Fátækt er ekkert til að skammast sín fyrir A landslið: Leikir 6 Mörk 1 Yngri landslið: Leikir 19 Mörk 3 Selfoss: Leikir 80 Mörk 18 Tölur Jóns Daða Nýbúinn að fara illa með Nigel de Jong leikmann Hollands.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.