Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.10.2014, Síða 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.10.2014, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.10. 2014 Heilsa og hreyfing … að rósakál vex á stilkum? Rósakál er ekta vetrargrænmeti og er afar hollt, stútfullt af stein- efnum, vítamínum og andoxunarefnum. Kálið kemur úr sama flokki og grænkál, brokkolí og hvítkál og þrífst best í kulda, nánast við frostmark. Það er skemmtilegt að borða þetta bragð- góða grænmeti sem líkist kálhaus, því það er einstaklega krúttlegt. Vissir þú … 2. Morgunmatur er mikilvægur Senn verður svartamyrkur hér alla morgna er líða fer að jólum og fram eftir næsta ári. Það getur verið ansi freistandi að sofa bara örlítið lengur áður en haldið er út í daginn, sem þýðir ef til vill að morgun- matnum þarf að fórna. Það er hins vegar ekki sniðugt því morgunmaturinn er mikilvægasta máltíð dagsins. Drífum okk- ur á fætur og fáum okkur hafragraut en förum fyrr að sofa í staðinn. 5. Hreyfing Það getur verið erfitt að rífa sig af stað út í frostið til þess að fara í ræktina. Hreyfing er holl og gefur líkamanum meiri orku í myrkrinu. Þrátt fyrir kólnandi veður þýðir ekkert að hætta að hreyfa sig. Það er hlýtt inni á líkamsrækt- arstöðvunum og notalegt að fara í heita sturtu eftir æfingu. Tökum okkur þó aðeins lengri tíma í upp- hitun, liðamótin geta verið stirðari yfir veturinn. Fyrir þá sem þykir útiveran betri er um að gera að klæða sig í föðurlandið og skella sér í hressilegan göngutúr. Sálin nærist í fallegu umhverfi og lík- aminn fær mikið súrefni. Morgunblaðið/Kristinn 1. D-vítamín Það er sannað að Íslendingar fá ekki nógu mikið D-vítamín í kroppinn. Sólin er kröftugur D-vítamín- gjafi en því miður skín hún ekki eins oft og ákjósan- legt væri hér á landi. Það er því nauðsynlegt fyrir þá sem hér búa að taka D-vítamín, í töfluformi eða fá það úr fæðunni með því t.d. að borða feitan fisk. 3. Ekki gleyma vatninu Með kólnandi veðri finnur líkaminn ekki eins mikla þörf fyrir að svala þorst- anum og á sólríkum sumardegi. Það er hins vegar mikilvægt að drekka vatn og eru tveir lítrar á dag gott viðmið. Fyrir þá sem eiga erfitt með að drekka svo mikið magn af vatni er snjallt að fá sér gott te, helst með kryddjurtum. 4. Árstíðabundið grænmeti Grænmeti, krydd og ávextir eru árstíðabundin. Sumt græn- meti er hægt að kalla vetrar- grænmeti sem þykir best yfir vetrartím- ann og má þar nefna rauðrófur, næpur, sell- erí, rófur og fleira. Dásamlegt í grænmetisréttinn og þarf alls ekki að vera flókið. KALDARA LOFTSLAG HEFUR EINKENNT LITLU EYJUNA UNDAN- FARNA DAGA. HVÍTT Í FJÖLLUM, FALLANDI LAUFBLÖÐ OG MARGIR HAFA ÞURFT AÐ SKAFA BÍLINN Á MORGNANA. ÞAÐ ER GOTT AÐ UNDIRBÚA LÍKAMANN VEL FYRIR FROSTIÐ OG KULDANN ENDA BREYTAST KRÖFUR LÍKAMANS MEÐ KÓLNANDI VEÐRI OG STUTT Í AÐ VETUR KONUNGUR KOMI TIL BYGGÐA. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is heilsusamleg ráð fyrir veturinn 7. Höldum húðinni rakri Kalt loft og vindur getur þurrkað upp hvaða húðtegund sem er og því er mikilvægt að halda henni rakri með góðu rakakremi og varasalva fyrir þurrar varir. 6. Sofum nóg Svefn er mikilvægur all- an ársins hring. Það verð- ur þó að segjast að þreytan herjar frekar á líkamann yfir vetrartímann og leikur skamm- degið þar stórt hlutverk. Gott er að miða við átta klukkustunda svefn því góð- ur svefn er allra meina bót. 7

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.