Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.10.2014, Qupperneq 25
Khaw nefndi sem dæmi að svo virtist sem hand-
fylli af olíubornum hnetum nokkrum sinnum í viku
minnki líkur á hjartasjúkdómum, jafnvel þótt þær
innihaldi bæði mettaða og ómettaða fitu.
Hún segir vísbendingar um áhrif feitra mjólk-
urvara ekki eins sterkar, en kveðst þó sjálf með
glöðu geði borða smjör og drekka venjulega mjólk.
Jafnframt segist hún borða rautt kjöt, en finnst þó
skipta máli hvaðan það kemur. „Augljóst er að fitu-
sýrur í nautgripum sem beitt er í haga eru mjög
frábrugðnar fitusýrum í kjöti af skepnum sem aldar
eru á korni,“ segir Khaw og telur því mjög líklegt,
þegar hugað er að næringargildi og heilbrigði neyt-
andans, að verulegu máli skipti á hverju dýrin eru
alin. „Það gæti skýrt mismunandi niðurstöður rann-
sókna, vegna þess hve miklu máli skiptur
hvaðan maturinn er.“
Nautgripir í Bandaríkjunum
nærast aðallega á korni og
þar í landi benda rann-
sóknir sterklega til
þess að mikil neysla
kjöts auki hættuna á
hjartasjúkdómum. Í
Evrópu þar grip-
irnir éta alla jafna
gras og hey, eru nið-
urstöðurnar ekki
þær sömu.
Þá er það hinn
flötur málsins:
Þótt ekki sé jafn hættu-
legt að borða ákveðnar teg-
undir fitu og áður var talið, hlýtur það að
minnsta kosti að auka líkurnar á að fólk þyngist um
of?
Nei, svo er nefnilega ekki.
Nýleg rannsókn sem birtist í Scandinavian Journal
of Primary Health Care virðist að minnsta kosti
sýna fram á þetta. Fylgst var með 1.589 sænskum
karlmönnum í 12 ár og niðurstaðan var þessi: Meiri
líkur voru á að þeir sem notuðu ekki smjör, drukku
léttmjólk og slepptu því að borða rjóma, gildnuðu
um miðjuna en hinir sem gengu óhræddir í smjör-
dallinn, drukku venjulega mjólk og nutu þess að fá
sér þeyttan rjóma. Vitað er að fitan er afar mettandi
og hugsanleg skýring sú að þeir sem sleppa henni
skelli í sig alls kyns annarri næringu til að seðja
hungrið, til dæmis kolvetnaríkum mat eins og hvítu
brauði og pasta í staðinn.
M
ögulega er heilsusamlegt að borða fitu í
meira mæli en venjulega er talið ráðlegt.
Þetta kemur fram í grein breska sjón-
varpsmannsins, Michaels Mosley, sem
lengi hefur verið með þætti á BBC og fjallar að-
allega um líffræði og læknisfræði.
„Eftir að hafa verið sagt í mörg ár, og sjálfur ráð-
lagt öðrum, að mettuð fita stífli slagæðarnar og fólk
fitni, eru nú blikur á lofti; svo virðist sem neysla
mettaðrar fitu í einhverjum mæli geti haft þau áhrif
að fólk eigi auðveldara með að létta sig og geti verið
hjartanu hollt!“ sagði Mosley í vikunni, eftir að hafa
kynnt sér rannsóknir og rætt við vísindamenn.
Fyrr á árinu vakti mikla athygli, þegar vís-
indamenn við háskólana í Oxford, Cambridge og
Harvard, báru saman fjölda rannsókna um
tengsl á milli neyslu mettaðrar fitu
og hjartasjúkdóma. Þrátt fyrir
að bornar væru saman
nærri 80 rannsóknir þar
sem liðlega hálf milljón
manna kom við sögu
fundust engar sannfær-
andi vísbendingar um
að líkur á hjarta-
sjúkdómum væri
meiri hjá þeim
sem borðuðu mett-
uðu fituna en hinum sem
sneiddu hjá henni.
Þvert á móti kom í ljós, þegar
blóðsýni voru skoðuð, að því hærra
hlutfall ákveðinna tegunda mettaðrar fitu
sem þar var að finna, því minni líkur voru á að við-
komandi væri með hjartasjúkdóm. Þar var aðallega
um að ræða mettaða fitu úr mjólkurvörum.
Gagnrýnisraddir heyrðust, eins og við mátti búast,
en bresk heilbrigðisyfirvöld brugðust við með því að
segja niðurstöðurnar mjög áhugaverðar og að þær
kölluðu á frekari rannsóknir.
Einn rannsakenda, Kay-Tee Khaw, prófessor í
Cambridge, lagði áherslu á það, í samtali við Mosley
hjá BBC, að niðurstöðurnar mætti ekki túlka sem
yfirlýsingu um að fólki væri nú óhætt að belgja sig
út af ruslfæði, þótt vissulega mætti segja að heild-
armyndin varðandi mataræði virtist heldur flóknari
en almennt er talið. „Ekki síst vegna þess að ákveð-
inn matur sem inniheldur mikið af mettaðri fitu virt-
ist í mjög mörgum tilfellum minnka líkur á hjarta-
sjúkdómum.“
HOLLUR MATUR EÐA ÓHOLLUR
Morgunblaðið/Þorkell
Er gamla, góða
smjörið hollara en
margur hyggur?
HEILDARMYNDIN UM MATARÆÐI FLÓKNARI EN ALMENNT ER TALIÐ. „EKKI SÍST VEGNA
ÞESS AÐ ÁKVEÐINN MATUR SEM INNIHELDUR MIKIÐ AF METTAÐRI FITU VIRTIST Í MJÖG
MÖRGUM TILFELLUM MINNKA LÍKUR Á HJARTASJÚKDÓMUM,“ SEGIR BRESKUR PRÓFESSOR.
Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is
Gott að borða meiri fitu?
Getty Images
Skíðaíþróttin reynir mikið á fótleggina og því skiptir máli að styrkja þá í heild
sinni til að undirbúa sig fyrir skíðaveturinn.
Skíðafólk er farið að undirbúa sig
fyrir veturinn, enda styttist í að
hægt verði að renna sér niður
snævi þaktar hlíðar. Undanfarin ár
hefur t.d. Hlíðarfjall á Akureyri ver-
ið opnað í kringum mánaðamótin
nóvember/desember. Það er því
ekki seinna vænna að huga að því
hvort líkaminn er klár í áreynsluna
sem fylgir skíðaiðkun. Læri, kálfar
og ökklar eru undir miklu álagi þeg-
ar skíðað er á svigskíðum og því
þarf að huga sérstaklega að neðri
hluta líkamans þegar æft er fyrir
skíðin.
Skíðaiðkun byggist mikið á hlið-
arhreyfingum. Klassísk æfing til að
undirbúa sig fyrir fjallið er því að
gera hliðarhopp. Þá er hoppað jafn-
fætis til hliðar, gjarnan yfir línu eða
pall. Einföld leið til að framkvæma
hliðarhopp í stofunni heima er að
líma einfaldlega málningarlímband á
gólfið og hoppa jafnfætis til hliðar
yfir línuna. Einnig má setja tvær lín-
ur með nokkru bili á milli og reyna
að hafa hoppin lengra til hliðar. Ef
notaður er pallur þá er hægt að
gera æfinguna öðruvísi með því að
hoppa upp á hann inn á milli og svo
niður aftur hinum megin.
Æfingin reynir talsvert á ökklana
og því er ráðlegt að fara varlega til
að byrja með. Gott er að liðka
ökklana áður en hafist er handa við
hoppin.
Til að styrkja lærin fyrir skíðin er
gamla góða æfingin að setja bakið
upp við vegg og láta afturendann
síga niður þar til hnén mynda 90
gráðu horn alltaf klassísk. Gott er
að halda í eina mínútu, eða eins
lengi og hver treystir sér til, og
endurtaka þrisvar sinnum.
Hliðarhopp
fyrir skíðafólk
19.10. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25
Náttúrulækningafélag Íslands stendur fyrir málþingi um hvítt hveiti á
þriðjudag, 21. október kl. 19.30, á Icelandair hótel Reykjavík Natura
(Loftleiðum). Meðal fyrirlesara eru Björn Rúnar Lúðvíksson, yfir-
læknir á ónæmisfræðideild LSH, og Sigurjón Vilbergsson lyflæknir.
Hvítt hveiti – skaðvaldur og næringarlaus orkugjafi?* Ef allt væri fullkomiðmyndum við aldreilæra og aldrei vaxa.
Beyoncé Knowles
Orkhúsinu / Suðurlandsbraut 34 / 517 3900
Ertu með
verki í
hnjám eða
ökkla?
Flexor býður mikið úrval af
stuðningshlífum fyrir flest
stoðkerfisvandamál.