Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.10.2014, Qupperneq 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.10.2014, Qupperneq 29
H úsið sem er byggt í kringum 1950 er á tveimur hæðum. „Hér er- um við með dökk viðargólf og dökk viðarhúsgögn í bland við ljós og létt húsgögn sem taka ekki mikið pláss. Það getur verið nokkur kúnst að búa í litlu húsnæði,“ segja hjónin en þau eru að gera upp húsnæði norður í landi „Við grínumst stundum með það að við eig- um hús úti á landi, en sumarbústað í Reykjavík. Það er ekki svo fjarri sann- leikanum.“ Hjónin hafa mikla ástríðu fyrir matargerð en þau eru höfundar mat- reiðslubókanna, Góður matur – gott líf í takt við árstíðirnar, Eldað og bakað í ofninum heima og Into the North. Einnig er ný bók, Sveitasæla, væntanleg en þar matreiða hjónin mikið af góðum mat úr hráefnum úr héraði. Við hús- ið er stór og fallegur garður sem Inga og Gísli nýta allan ársins hring. „Á undanförnum árum hefur garðurinn tekið miklum breytingum frá því að vera venjulegur garður í grónu hverfi yfir í það að vera fjölbreyttur ætigarð- ur með stóru matjurtabeði, litlum gróðurskála þar sem við ræktum mikið af kryddjurtum. Einnig erum við með allskonar ávaxtatré og berjarunna. Við fyllum síðan blómakerin okkar af fögrum ætiblómum sem við nýtum í salöt og sultugerð,“ útskýrir Inga. Inga Elsa og Gísli segjast dálítið veik fyrir gömlum hlutum með sögu og hafa þau mikla ánægju af að þræða markaði erlendis. „Þar má oft sjá fallega muni sem gefa okkur ýmsar hugmyndir, þó svo að við kaupum ekkert nema í mesta lagi fallegt steikarhnífasett. Síðan er gaman að fletta í gegnum hí- býlablöð en þar má oft finna áhugavert efni sem gefur okkur innblástur, t.d. í myndatökum og til að krydda heimilið lítillega án mikils tilkostnaðar.“ Spurð hvað sé mikilvægast að hafa í huga við innréttingu heimilisins segja hjónin að það sé þrennt „Ákveðin praktík, hafa heimilið persónulegt, jafnvel þótt því fylgi ákveðin óreiða, og að þar sé notalegt að vera.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Hjónin halda mikið upp á verslunina Tekk Company en þar hafa þau keypt ýmislegt fal- legt í gegnum tíðina. Heimagerð- ur og bragðgóður birkisnafs. Praktískt og persónulegt heimili Í NOTALEGU HÚSI Í KLEPPSHOLTINU HAFA HJÓNIN INGA ELSA BERGÞÓRSDÓTTIR, GRAFÍSKUR HÖNNUÐUR, OG GÍSLI EGILL HRAFNSSON LJÓSMYNDARI ÚTBÚIÐ SÉR OG FJÖLSKYLDU SINNI EINSTAKT HEIMILI. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is FALLEGT HEIMILI OG FJÖLBREYTTUR ÆTIGARÐUR Fjölbreytti ætigarðurinn er í miklu eftirlæti hjá hjónunum. Hjónin Gísli Egill Hrafnsson og Inga Elsa Bergþórsdóttir gefa út sína fjórðu matreiðslubók í vetur. Heimilið í Kleppsholtinu er afskaplega notalegt og fal- lega innréttað. 19.10. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 Faxafeni 5, Reykjavik, S: 588 8477 | Skeiði 1, Ísafirði, S: 456 4566 | Dalsbraut 1, Akureyri • S: 558 1100 • www.betrabak.is TIMEOUT STÓLLINN Hannaður með fagurfræði og þægindi að leiðarljósi. Hönnuður: Jahn Aamodt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.