Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.10.2014, Side 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.10.2014, Side 30
L jósmyndarinn og matarbloggarinn Katrín Björk, sem heldur úti blogginu Modern Wifestyle, modernwifest- yle.com, kynntist graskerskaffi þegar hún var í fram- haldsnámi í ljósmyndun í New York. Það var á Star- bucks, sem fann upp á graskerskaffinu (e. Pumpkin Spice Latte) árið 2003, og síðan hafa viðskiptavinir drukkið um 200 milljónir bolla. Katrín á danskan eigin- mann og hefur alið manninn í Kaupmannahöfn síðustu 12 ár fyrir utan dvölina vestra. Hún heldur sig vestanmegin en núna er hún búsett í Ves- terbro, en Upper West Side var heimili hennar í Stóra eplinu. Graskerskaffið er ekta haust- og vetrardrykkur og getur vel komið í staðinn fyrir heitt súkkulaði á svöl- um dögum. Þetta kaffi fæst ekki í Kaupmannahöfn svo Katrín greip til sinna ráða og bjó til uppskrift svo hún gæti sjálf notið ilmandi bolla og deilt með öðrum. „Á námsárunum í Banda- ríkjunum 2009 og 2010 kynntist ég graskeri yfirhöf- uð og því að blanda graskeri við þessi hlýju krydd eins og kanil og negul. Eftir nokkrar til- raunir þá bjó ég til þessa uppskrift,“ segir hún en á blogginu hennar er ennfremur að finna fleiri graskersuppskriftir fyrir áhugasama og líka uppskrift að ristuðum graskersfræjum, svo allt hráefnið sé vel nýtt. Hún segir að það sé auðveldara að búa til graskerskaffið en maður heldur og þannig sé líka hægt að stjórna magninu af sykri og fitu og auðvitað tryggja gott hráefni. Graskerskryddin eru kanill, negull, engifer og múskat blandað saman. Nafnið kemur frá graskersbökunni sem er svo oft borin fram á þakkargjörðarhátíðinni í Bandaríkjunum en í henni er graskersmauki blandað saman við þessi ákveðnu krydd. Modern Wifestyle fagnaði þriggja ára afmæli síðastliðinn föstudag. Þetta byrjaði ekki sem matarblogg heldur var um- fjöllunarefnið víðara. Bloggið hefur vaxið gríðarlega á þessum tíma og umhverfið breyst. Þetta er vaxandi iðnaður og matar- bloggari er nú viðurkennt starfsheiti. Katrín hefur fengið mörg verkefni í gegnum bloggið enda talar það sínu máli, myndirnar eru sérstaklega fallegar og margar skemmtilegar uppskriftir þar að finna. Hún segist til- heyra stóru neti matarbloggara í Kaupmannahöfn, sama fólk- inu sé gjarnan boðið á allskonar viðburði, bæði kynningar og matarveislur. „Það er skemmtilegt að kynnast fólkinu í kring- um þetta,“ segir hún en framundan er jólahlaðborð matar- bloggara. „Það verður allavega góður matur,“ segir hún en þetta verður ekta „julefrokost“ að dönskum hætti. Katrín segir að það hafi verið brjálað að gera hjá sér á blogginu og sem ljósmyndara en hún tekur matarmyndir fyrir blöð og tímarit. Hún er einnig komin á þann stað að hún er farin að skrifa gestablogg á öðrum bloggum. „Ég fæ marga tölvupósta á dag þar sem er verið að biðja mig að taka þátt í alls konar verkefnum og skrifa fyrir aðrar síður og tímarit. Þetta tók langan tíma, það eru þrjú ár síðan ég byrjaði. Lyk- illinn að góðu bloggi er að gefast aldrei upp.“ MATARBLOGGARI VIÐURKENNT STARFSHEITI Ilmandi haust LYKILLINN AÐ GÓÐU BLOGGI ER AÐ GEFAST ALDREI UPP, SEGIR KATRÍN BJÖRK, LJÓSMYNDARI OG MATARBLOGGARI Á MODERN WIFESTYLE. HÚN GEFUR HÉR UPPSKRIFT AÐ KRYDDUÐU GRASKERSKAFFI. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Katrín Björk hefur haldið úti matarblogginu Modern Wife- style í þrjú ár. Matur og drykkir *Þaranúðlur eru nýjasta viðbótin viðmatarflóruna. Þær eru mjög næring-arríkar og hægt er að borða þær hráar.Þær henta fyrir þá sem eru á lágkol-vetnamataræði, sem er svo vinsælt umþessar mundir. Þeir sem sakna þess aðborða pasta eða venjulegar hrísgrjóna- núðlur geta því gripið til þessa kosts. Næringarríkar þaranúðlur GRASKERSMAUK 1. Skerðu graskerið í tvennt og fjarlægðu fræin. 2. Skerðu graskerið í hæfilega bita og settu þá með hýðið upp á bökunarplötu. 3. Bakaðu í 200°C heitum ofni í um 30 mínútur þar til hýðið er dökkt og aldin- kjötið mjúkt. 4. Þegar það er nógu kalt til að með- höndla ætti að vera auðvelt að flysja graskerið eða skafa kjötið úr skelinni. 5. Hentu hýðinu. 6. Maukaðu graskerið í matvinnsluvél eða blandara, settu það svo í gegnum fíngatað sigti. 7. Núna ættirðu að vera með silki- mjúkt graskersmauk sem hægt er að frysta og nota síðar í graskersböku eða annað góðgæti. KAFFIÐ 2 msk graskersmauk ¼ tsk kanill ¼ tsk engiferkrydd 1⁄8 tsk múskat 1 msk maltsíróp eða púðursykur ¼ tsk vanilludropar 2 dl mjólk 2 skot espresso þeyttur rjómi (ef vill) Hitaðu graskersmauk, krydd og sykur í potti þar til þykkt og klístrað. Hrærðu mjólk og vanilludropa saman við. Gættu þess að mjólkin sjóði ekki. Ef þú vilt hafa mjólkina freyðandi er hægt að setja hana örstutt í blandara eða þeyta með handþeytara. Lagaðu kaffið, helltu graskersmjólk út í og toppaðu með þeyttum rjóma. Uppskriftin er fyrir tvo. Graskerskaffi

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.