Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.10.2014, Page 36
Pieps hóf starfsemi 1972 og þá sem framleið-
andi á snjóflóðaýlum, en svo nefnist apparat
sem er sendi- og móttökutæki ætlað til að
finna fólk sem grefst í snjóflóði.
Ýlirinn sendir stöðugt frá sér merki og ef
einhver lendir í snjóflóði stilla félagar hans sína
ýla þannig að þeir nema merki þess sem í flóð-
inu lenti og eru fljótari að finna hann fyrir vikið,
geta miðað hann út eftir styrk merkisins og líka
nýtt snjóflóðastöng með nema til að flýta enn fyrir
leitinni.
Pieps var fyrsta fyrirtækið til að kynna snjóflóðaýli
með þremur loftnetum á sínum tíma og þykir í
fremstu röð á þessu sviði. Slík tæki kosta þó sitt, Pieps
DSP PRO kostar 84.995 kr., en það er líka til ódýrari
græja, Pieps Freeride, með einu loftneti, sem kostar
24.995 kr.
Pieps Freeride er minni en þriggja
loftneta ýlarnir og léttari, notar eina
AA-rafhlöðu. Hann dregur eðlilega
minna en þriggja loftneta tækin og er
ekki eins góður þegar verið er að
leita að einhverjum sem grafinn er í
fönn, en dugar vel fyrir þann sem leitað
er að.
Sendingin nær 40 metra og Freeride-ýlirinn
styður líka tækni sem kallast iProde, en þá getur leit-
armaður ákveðið að útiloka það merki og snúa sér að næsta
merki ef þörf krefur.
Ef margir lenda í flóði greinir tækið á milli merkja eftir styrkleika og sýn-
ir aðeins það sterkasta þó það nemi þau öll.
Eins og áður er getið notar tækið eina AA-rafhlöðu sem dugir í 200 tíma sendingu
og tækið þolir frá 20 gráðu frosti til 45 stiga hita.
Það er ekki nema 110 g að þyngd með rafhlöðu og 110 x 58 x 24 mm að stærð.
Ýlir í vasann
LYKILL Í SNJÓFLÓÐABJÖRGUN
Græjur
og tækni
Þrívíddarprentað súkkulaði
AFP
AFP
*Þrívíddarprentarasýningin 3D Printshow exhibitionhófst í vikunni í París. Þar má sjá allt það nýjasta úr þrí-víddarprentun. Meðal þess sem var sýnt var þrívídd-arprentað súkkulaði sem gestir smökkuðu með bestulyst. Má sjá nokkra góða súkkulaðibita á myndunumhér til hliðar. Vinsældir þrívíddarprentunar hafa aukistjafnt og þétt síðustu ár og telur Allistair Heath, rit-
stjóri City AM, viðskiptablaðs á Bretlandi, að þrívídd-
arprentun muni leiða af sér nýja iðnbyltingu.
Á síðustu áratugum hefur fjallaferðalöngumfjölgað til muna og gildir einu hvort það sésumar eða vetur. Aukinn áhugi á útivist
ræður eðlilega mestu hvað þetta varðar, en einnig
það að menn eru betur búnir en forðum, hafa að-
gang að vélknúnum farartækjum sem komast hvert
á land sem er og eiga betri hlífðarbúnað og tól ým-
iskonar.
Samhliða því sem menn fara víðar en áður og geta
þraukað við verri skilyrði lenda þeir eðlilega oftar í
hættum en ella. Fyrir tveimur
árum lentu vélsleðamenn í
snjóflóði í suðurhlíðum Kerlingar
í Glerárdal. Hópur manna var á
ferð á vélsleðum og tveir öftustu í
hópnum lentu í flekaflóði sem fór
af stað í kjölfar þeirra sem á und-
an voru. Annar maðurinn grófst í
flóðið en komst upp úr því af
sjálfsdáðum, aðallega vegna þess
að hann var með bakpoka með út-
blásanlegum loftpúðum sem hjálpaði til að halda honum efst í
flóðinu.
Það getur verið mikill kraftur í snjóflóði og getur það þeytt
með sér þyngri hlutum en einum mannslíkama. Ef viðkomandi
er á flekanum sem fer af stað getur hann borist ofarlega í
flóðinu talsverða leið, en um leið og snjóflóðið hægir á sér
sekkur mannslíkami hratt ofan í snjóinn. Hægt er að beita
ýmiskonar tækni til að reyna að halda sér á floti og jafnvel ná
að mjaka sér út í jaðar flóðsins og fá þannig fast land undir
fæturna, en það getur skipt gríðarlegu máli að vera með sér-
staka bakpoka sem blása út og auka ummál þess sem lendir í
flóðinu og þannig líkurnar á því að hann nái að fljóta upp í
flóðinu, en sökkvi ekki. Alla jafna er talið að til þess að ná að
fljóta á púðursnjó þurfi aukarúmmál sem nemi 1,5 sinnum
þyngd þess sem í snjóflóði lendir og 100 kílóa maður ætti þá
að þurfa 1,5 sinnum þyngdina, eða 150 lítra.
Allt er þetta tínt til hér þar sem miklu skiptir að bakpoki
með loftpúðum sé með nógu stóra loftpúða til að henta fyrir
hvern og einn og nýr bakpoki frá austurríska skíðavörufyrir-
tækinu Pieps státar af
því að vera með 200 lítra loftpúða.
Nú veltir þú því kannski fyrir þér
hvers vegna ég sé að velta vöng-
um yfir bakpoka í tækniumfjöllun,
en því er til að svara að það er
fleira tæknilegt en farsímar og
tölvur, og í mörgum tilfellum
skiptir tækni svo hversdagslegt
fyrirbæri sem bakpoka meira máli
en það hvort síminn sé með skjá
sem er með 534 díla á tommu
eða með 401.
Fyrir tveimur árum keypti
bandaríska fyrirtækið Black Diamond
Equipment Pieps og í dag framleiðir Pieps
ýla sem forðum, en líka öryggisbakpokana, sem sagt er frá
hér fyrir ofan, venjulega bakpoka, snjóflóðastangir, skóflur og
ýmislegan annan öryggisbúnað – rafeindaþekkingin
kemur frá Pieps, en Black Diamond Equipment kanna
að búa til bakpoka og annan viðlegubúnað.
Öryggisbakpokarnir frá Pieps státa ekki bara af 200
lítra loftpúða, heldur eru þeir frábrugðnir áþekkum bak-
pokum flestra annarra framleiðenda í því að þeir eru ekki
með sérstakan loftkút, heldur sér sérstök loftdæla um að blása
púðann upp þegar þörf krefur og nær að fylla hann á hálfri
fjórðu sekúndu, en eftir að búið er að fylla hann blæs hann
reglulega í púðann til að tryggja að ekki leki úr honum ef
hann hefur rifnað, lent utan í ísöxi, mann-
broddum, vélsleðanum, oddhvössu
grjóti eða einhverju öðru, en hann
er annars mjög sterklegur. Púð-
inn fellur svo saman af sjálfu sér
þremur mínútum eftir að hann er
blásinn upp, sama dælan dælir
loftinu úr honum á þremur sek-
úndum, og skilur þá eftir sig loft-
rými í snjónum ef viðkomandi
hefur grafist í snjóflóðið.
24 lítra Pieps-poki kostar
189.000 kr. í Fjallakofanum, en
34 lítra poki 199.000 kr. á sama
stað. Í pokunum er líka létt snjó-
skófla og snjóflóðastöng úr kolt-
refjum í sérstöku hraðhólfi fram-
an á pokanum.
Nú stendur ráðstefnan Björgun 2014 í
Hörpu og sýning tengd henni framan við ráðstefnusali þar
sem ég komst í tæri við Pieps-pokann. Ráðstefnan stendur
fram á sunnudag.
SNJALLIR BAKPOKAR
HÁTÆKNI KEMUR VÍÐAR VIÐ SÖGU EN Í
SNJALLTÆKJUM OG TÖLVUM SEM SANN-
AST EINKAR VEL Á TÆKNI SEM SKIPT
GETUR SKÖPUM FYRIR ÞÁ SEM LENDA Í
SNJÓFLÓÐI Á FJÖLLUM. ÞAR VAKTI
BÚNAÐUR FRÁ AUSTURRÍSK-BANDA-
RÍSKA FYRIRTÆKINU ATHYGLI MÍNA Á
BJÖRGUNARSÝNINGU Í HÖRPU SEM
HÓFST Á FÖSTUDAG.
* Gaumljós á dælunni sýna stöðu á kerfinu svo einfalter að kanna það áður en lagt er upp í ferðalag, en kerfið
kannar stöðuna sjálfkrafa í hvert sinn sem kveikt er á
því. Handfanginu sem togað er í til að blása pokann upp
er þannig fyrir komið að hægt er að nota hvora hendina
sem er til að blása pokann upp.
* Loftpúðinn er úr samskonar efni og notað er í loft-púða í bifreiðum og því sérstaklega sterkur. Það er líka
auðvelt að pakka honum saman aftur eftir notkun – ég
sá það gert á innan við mínútu, en það þarf ekki að
pakka honum inn strax, til að mynda ef menn vilja
hafa varann á sér – það er strax hægt að blása hann
upp aftur.
* Líþíumrafhlaðan í loftdælunni er sérstaklega kul-davarin og missir því ekki orku á ögurstundu, keyrir
blásturinn í að minnsta kosti tvær fyllingar í 30 gráða
frosti. Hún dugir til þess að blása púðann upp að
minnsta kosti fjórum sinnum við venjuleg skilyrði og í
raun oftar.
Græjan
ÁRNI
MATTHÍASSON