Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.10.2014, Side 38
38 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.10. 2014
Græjur og tækni
Hollendingar voru með fimm myndavélar til að leik-
greina leik Íslands og Hollands og tvo starfsmenn sem
leikgreindu leikinn í tveimur tölvum í rauntíma. Þannig
gátu þeir farið með upplýsingar leiksins inn í klefa í
hálfleik. Íslenska landsliðið hefur einn starfsmann til að
taka upp leikinn, eina myndavél en enga tölvu.
Tæknin skipti ekki máli
Þ
essi ráðstefna fjallar sér-
staklega um stafræna
miðlun í menningu og
listum en líka stafræna
sköpun í listum,“ segir Auður
Rán Þorgeirsdóttir, verkefnastýra
norrænu ráðstefnunnar Arts &
Audiences, sem haldin verður í
byrjun næstu viku.
Stafræna byltingin hefur nú
þegar haft þau áhrif að áhorf-
endur eru æ oftar í hlutverki
meðhöfunda að listaverkum. Í ár
verður sjónum meðal annars
beint að því hvernig norrænar
lista- og menningarstofnanir hafa
tekist á við þessa áskorun.
Virkni og þátttaka áhorfenda er
yfirskrift ráðstefnunnar í ár.
„Íslenskur vélbúnaður er mjög
góður en íslenskur hugbúnaður
ekki eins góður. Hér á Íslandi
erum við mjög góð á Facebook
að miðla efni og lista- og menn-
ingarstofnanir hafa nýtt sér það
mjög vel. Við höfum hins vegar
ekki áttað okkur á og nýtt okk-
ur aðrar stafrænar boðleiðir og
áherslur eins og nágrannar okk-
ar.“
Bræðingur listar og tækni
Ráðstefnan hefur áður farið fram
í Bergen, Helsinki og Stokkhólmi
og er hluti af formennskuáætlun
Íslands í norrænu ráðherranefnd-
inni. Þar munu raddir heyrast
frá sérfræðingum sem hafa
reynslu af því að búa til bræð-
ing listarinnar og miðlunar út á
við. Þarna munu einnig heyrast
gagnrýnar raddir en ekki eru
allir sáttir við að listinn skuli yf-
irleitt enda á Facebook. „Flest
endar á Facebook á einn eða
annan hátt. Sumum þykir Face-
book gefa áhorfandanum tæki-
færi til ákveðinnar þátttöku í
ferlinu með því að geta lækað
og tjáð sig um verkið, en svo
mætti líka spyrja sig hvort það
sé ákveðin blekking. Erum við í
raun þátttakendur í einhverju
bara með því að læka? Í menn-
ingarpólitísku samhengi er þetta
þörf umræða, sérstaklega þegar
við skoðum áhorfendur og gesti
sem einhvers konar meðhöfunda
að listaverkum eins og hefur
verið með þátttökuleikhús til
dæmis. Sú umræða hefur átt sér
stað í kringum okkur mjög lengi
en hér á landi erum við ekki al-
mennilega byrjuð að ræða þessa
hluti. Það verður því áhugavert
fyrir okkur að hlusta á þessa
sérfræðinga og láta þá benda
okkur á hvernig gott er að gera
hlutina.“
Töluleikjaframleiðendur
fremstir í að búa til sam-
band við þátttakendur
Auður og félagar leituðu meðal
annars til tölvuleikjaframleiðand-
ans CCP sem mun halda erindi
ásamt Coney-listahópnum frá
Bretlandi. Ástæðu þess að tölvu-
leikjaframleiðandi kemur inn í
svona ráðstefnu segir Auður aug-
ljósa. Tölvuleikjaframleiðendur
eru þeir bestu að mynda sam-
band við sína þátttakendur.
„Coney-listahópurinn hefur unnið
með aðferðir tölvuleikja til að
skapa leikrit og Pétur Örn Þór-
arinsson frá CCP kemur til að
ræða málin ásamt þeim enda
stendur leikjaiðnaðurinn mjög
framarlega í því að mynda sam-
band við þáttakendur.“
Og fyrst þetta er ráðstefna
um tækni og list er hægt að
taka þátt í ráðstefnunni jafnvel
þótt maður komist ekki í Hörpu
þessa tvo daga. „Við ætlum að
streyma ráðstefnunni með fyr-
irtæki frá Bretlandi og þau sjá
um að skapa það sem er kallað
„online audience experience“ eða
upplifun áhorfenda. Þetta fyr-
irtæki mun gera tilraun með það
að skapa tvo vettvanga í einu.
Annar vettvangurinn er á staðn-
um og hinn á netinu og við
spyrjum hvort við getum náð
stafrænu reynslunni í þær hæðir
að það sé jafngott að vera fram-
an við tölvuna og að vera á
staðnum. Það er svolítið spenn-
andi.“
Heldur betur.
Meira hægt
að gera en
bara stofna
viðburð
ÁHORFENDUR ERU Í SÍVAXANDI MÆLI BEINIR ÞÁTTTAK-
ENDUR AÐ SKÖPUN LISTAVERKA. Á NORRÆNU RÁÐ-
STEFNUNNI ARTS & AUDIENCES Í HÖRPU 20. OG 21.
OKTÓBER KEMUR FÓLK ÚR MENNINGAR- OG LISTAHEIM-
INUM SAMAN OG SEGIR FRÁ ÞEIM AÐFERÐUM SEM ÞAÐ
NOTAR TIL AÐ EIGA Í SAMSKIPTUM VIÐ ÞÁ ÁHORFENDUR
SEM FYRIR ERU OG HVERNIG Á AÐ LOKKA NÝJA AÐ.
Benedikt Bóas benedikt@mbl.is
Auður Rán Þorgeirsdóttir, verk-
efnastýra norrænu ráðstefnunnar
Arts & Audiences, sem haldin
verður í byrjun næstu viku.
Morgunblaðið/Þórður
Ráðstefnan er hluti af formennskuáætlun Íslands í norrænu ráðherranefndinni.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Í vikunni byrjaði tæknisýningin Gitex í
Dubai. Þar voru afhjúpaðir þrír nýir
sjúkrabílar í sjúkrabílaflota furstadæm-
isins. Slíkt er kannski ekkert tiltökumál,
það er jú nóg af peningum til í Dubai,
nema hver og einn sjúkrabíll sem afhjúp-
aður var er með hámarkshraða upp á 300
kílómetra á klukkustund.
Þetta eru tveir sérhannaðir Ford Must-
ang og einn Lotus Evora-ofursportbíll.
Með þessu má minnka viðbragðstíma
sjúkraflutningamanna úr átta mínútum í
fjórar. Segja má að þetta séu viðbragðs-
bílar því ekki er hægt að flytja sjúklinga í
þeim.
Sjúkraflutningamenn í Dubai munu
hljóta sérstaka þjálfun í akstri þessara
tryllitækja en í þeim verða 60% af öllum
þeim nauðsynjum sem eru í venjulegum
sjúkrabílum á vegum Dubai.
Sjúkrabíll sem kemst upp í 300
TIL AÐ MINNKA VIÐBRAGÐSTÍMA SJÚKRABÍLA Í DUBAI ÁKVÁÐU YFIRVÖLD AÐ FÁ SÉR EITTHVAÐ
ANNAÐ EN VENJULEGAN SJÚKRABÍL. TVEIR FORD MUSTANG-SPORTBÍLAR OG EINN LOTUS
EVORA HAFA MINNKAÐ TÍMANN ÚR ÁTTA MÍNÚTUM Í FJÓRAR
Gestir á Gitex-tæknisýningunni virða fyrir sér Lotus Evora-sjúkrabílinn.
AFP
ÓDÝRT, MIÐLUNGS, DÝRT
Ódýrt: A.G.-hraðsuðuketill.
Verð: 1.695 krónur.
Fæst í: Rúmfatalagernum.
Aðeins um: 1,7 lítra hraðsuðuketill.
Slekkur á sér sjálfkrafa við suðu.
Miðlungs: Bosch.
Hraðsuðukanna.
Verð: 7.900 krónur.
Fæst í: Bosch-búðinni.
Aðeins um: 2.000-2.400 vatta hrað-
suðuketil með botni úr ryðfríu stáli.
Einungis hægt að ræsa þegar lok er
á. Slekkur sjálfkrafa á sér við suðu.
Snúruhalda undir sökkli.
Dýrt: DeLonghi Icona.
Verð: 19.900 krónur.
Fæst í: Heimilistækjum.
Aðeins um: Flottur hraðsuðuketill
úr Icona-línunni. Tekur 1,7 lítra og
er 2.200 vött. Innbyggður filter,
kvarði fyrir vatnsmagn og ljós í rofa.
Hraðsuðuketill