Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.10.2014, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.10.2014, Blaðsíða 45
19.10. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45 Tryggir fullkomna mælingu á margskiptu gleri Skjár sem sýnir þér nýju gleraugun frá öllum hliðum Fljótlegt og einfalt ferli Skilar þér fullkomnu gleri fyrir þína sjón BYLTINGARKENND NÝJUNG í mælingum á margskiptum glerjum HAMRABORG 10, KÓPAVOGI – SÍMI: 554 3200 OPIÐ: VIRKA DAGA 9:30-18 LAUGARDAGA 11:00- 14:00 TRAUS T OG GÓ Ð ÞJÓNU STA Í 18 ÁR Við kaup á nýjum Essilor glerjum* færðu önnur frítt með. *Á við um öll venjuleg og margskipt gler. Gildir til 20. desember. Ragnhildur Dóra Þórhallsdóttir, söng- kona með meiru, verður í hátíðar- skapi um helgina. Á sunnudag kl. 16.00 heldur hún tónleika í Salnum í Kópavogi með Einari Clausen tenór og hljómsveit. Ragnhildur syngur þar lög sem móðir hennar Adda Örnólfs gerði fræg á sínum tíma en Adda á einmitt 60 ára söngafmæli um þessar mundir. Hvað eruð þið mörg á heimilinu? Við erum fimm manna fjölskylda en elsta dóttirin flutti að heiman og hélt til Berlínar á vita ævintýranna í haust. Svo er það tíkin okkar Bella (símamær) sem er eins árs og elsk- uð og dekruð af öllum. Hvað áttu alltaf til í ísskápnum? Þetta sígilda: ost og smjör og skinku, þ.e. allt sem þarf til að búa til brauð í samlokugrilli eins og börnin bentu á. Mjólk og ab-mjólk verður líka að vera til í morgun- matinn. Svo er það auðvitað efsta hillan í ísskápnum sem er full af sósum og sultum sem einhvern- veginn dagar þar uppi og eru þess vegna alltaf til. Hvað kosta innkaupin fyrir vikuna? Þetta er spurning sem ég reyni yfirleitt að forðast að spyrja mig til að halda sönsum, en ég held að það hljóti að vera a.m.k 50.000 krónur að jafnaði. Er sem sagt bjáluð eyðslukló miðað við neysluvið- miðið sem er í umræðunni í dag. Hvar kaupirðu í matinn? Ég versla nær eingöngu í hverfis- búðunum og þá helst í Krónunni á Fiskislóð sem er frábær verslun. Nóatún og Víðir eru í göngufæri og ég fer í þær verslanir þegar mig vantar eitthvað tilfallandi. Hvað freistar mest úti í búð? Það freistar margt í búðinni og ég er fræg fyrir það að koma heim sliguð af pokum þegar ég skrepp út eftir mjólk og brauði. Hvernig spararðu í heimilsrekstrinum? Ég ætla að nota þetta svar til að hrósa manninum mínum sem er snillingur og getur gert við allt sem bilar og smíðað það sem þarf. Svo þarf hann ekki að fara í klippingu. Mikill sparnaður í því. Hvað vantar mest á heimilið? Ég keypti gufusuðupottinn sem mig vantaði sárlega í síðasta mánuði og núna er ekkert sérstakt á listanum. Það má frekar orða það þannig að eftir rúmlega 20 ára búskap sé komin þörf á að endurnýja ýmislegt frekar en að það vanti. Eyðir þú í sparnað? Ég er ekki í reglubundinni áskrift að sparnaði en reyni samt að eiga varasjóð og að eiga fyrir því sem ég kaupi. Skothelt sparnaðarráð? Mér dettur margt í hug eins og að halda nákvæmt heimilisbókhald, borða ekki á milli mála og hugsa út í bensínkostnað þegar brunað er út um allan bæ. Ég held að almenn hófsemi og skynsemi skili mestum sparnaði þegar upp er staðið. NEYTANDI VIKUNNAR RAGNHILDUR DÓRA ÞÓRHALLSDÓTTIR SÖNGKONA Með sósusafn í ísskápnum Ragnhildur segir fátt vanta eftir 20 ára hjúskap en sumt megi fara að endurnýja. Morgunblaðið/Þórður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.