Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.10.2014, Side 54

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.10.2014, Side 54
54 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.10. 2014 Menning B ækurnar Karitas: án titils og Óreiða á striga eftir Kristínu Marju Baldursdóttur eiga sér stóran sess í hjörtum margra en þær eru bæði verðlaunaðar og vinsælar. Núna lifnar Karitas, aðalsöguhetja bók- anna, við á sviðinu en samnefnt leikrit í leikstjórn Hörpu Arn- ardóttur var frumsýnt í Þjóðleik- húsinu á föstudagskvöldið. Það stóð ekki á Hörpu að taka leikstjórnarstarfið að sér. „Ég las bókina og hún hafði töluverð áhrif á mig og mér finnst Ólafi Egils- syni hafa tekist vel upp með leik- gerðina. Hann nýtir sér endurlit til þess að koma sögunni til skila en leikgerðin er upp úr fyrri bók- inni. Karitas hefur dvalið í þrett- án ár í Öræfasveitinni og fréttir af því að systir hennar sé barns- hafandi hreyfa við minningum sem hún hefur forðast að rifja upp. Þetta er saga af konu sem kemst yfir trámatíska reynslu og velur að standa með köllun sinni,“ segir hún en titilhlutverkið er í höndum Brynhildar Guðjónsdóttur. Hópurinn hittist síðastliðið vor og fór yfir leikgerðina. Á þessum tíma var Harpa nýbúin að lesa Veröld sem var eftir Stefan Zweig og segir hana haft mikil áhrif á sig. „Þetta er stórkostleg bók sem lýsir miklum umbrotatímum. Gamli tíminn er að deyja og nýr tími að fæðast. Listastefnur eins og dada og súrrealisminn komu fram á sjónarsviðið. Hugtakið yf- irraunsæi varð til sem leggur drauminn og veruleikann að jöfnu. Ég hef alltaf heillast af súrreal- ismanum. Það var dásamlega hressandi að lesa stefnuyfirlýs- ingar tuttugustu aldarinnar og gott að setja sig aðeins inn í tíð- arandann.“ Hún segir þau hafa tekið snemma þá afstöðu að sýna ekki list Karitasar beint á sviðinu held- ur rannsaka frekar hennar hugar- heim. „Hún hringsnýst inni í þrá- hyggjukenndri hugsun en reynir að ná tökum á lífi sínu. Til þess að geta haldið áfram þarf hún að sættast við það sem liðið er, segja skilið við fortíðina og halda áfram. Eða eins og segir í verkinu: Ekki reyna að finna hina gömlu Karitas finndu heldur nýja Karitas.“ Okkar Króníka Sögusvið bókarinnar er tuttugasta öldin en sagan gerist frá því að Karitas er táningur þangað til hún er nærri aldargömul. „Ég skora á einhvern kvikmyndagerð- armanninn að gera þáttaseríu úr bókunum, taka Daninn sér til fyr- irmyndar,“ segir Harpa og bætir við að þetta gæti verið okkar Króníka. Hún segir markmiðið með sýningunni að velta frekar hinu mannlega fyrir sér en hinu sögulega. „Það er áhugaverðara að skoða manneskjuna á sviðinu.“ Harpa rifjar upp leikhúsferðir sem hún fór með afa sínum og ömmu. „Það er gaman að vinna í Þjóðleikhúsinu. Amma mín og afi, Stefanía Runólfsdóttir og Guð- mundur Grímsson, áttu fasta miða í Þjóðleikhúsinu á neðri svölum. Þegar ég var lítil stelpa kipptu þau stundum mér og systur minni með. Það voru ekki alltaf sæti fyrir okkur svo við stóðum bara við svalirnar og horfðum. Fyrsta minning mín af sviðinu er blátt ljós og kona í bláum búningi,“ segir hún en þetta var líklega leikritið Nýársnótt í kringum árið 1970. „Þarna var kannski sáð fræi til lífstíðar.“ Hún segir lestur bóka Kristínar Marju og að rannska þennan heimi veki upp „gríðarlegt þakk- læti til forfeðranna, til ömmu og afa, langömmu og langafa, fólksins sem stritaði fyrir heilbrigðis- og menntakerfi, sem lagði allt undir til að koma börnunum sínum til menntunar. Það er þyngra en tár- um taki að fylgjast með aðförinni að þessu sama kerfi í dag.“ Gúmmístígvélin merkust Hún rifjar upp aðra minningu tengda ömmu sinni. „Henni fannst svo gaman að horfa á skýin og lesa myndir í þau. Þetta er fólk sem þráði fegurð í þessu mikla striti. Ég spurði ömmu einu sinni hver henni þætti merkilegasta uppfinningin á 20. öldinni en hún er fædd 1912. Það er allt þarna inni, sími, sjónvarp, þvottavélar, hrærivélar, heimilistæki og bíllinn. Hún sagði: „Gúmmístígvélin, að vera ekki alltaf blaut í fæturna.“ Systir langömmu minnar var góð vinkona mín og ég ólst upp með henni að hluta til. Þær voru alltaf að sauma út og amma mín í föð- urætt rak hannyrðaverslun. Þessi fegurðarþrá, þráin eftir því að skapa og vera frjáls er hverri manneskju í blóð borið en lífinu fylgja skyldur, ljúfar og sárar,“ segir Harpa. Barneignir setja á margan hátt strik í reikninginn hjá Karitas eins og svo mörgum konum. „Mín sýn á Karitas er að henni takist mjög vel upp sem móður. Mér finnst hún frábær móðir og hún sameinar þetta tvennt að vera móðir og listamaður. Valið stend- ur ekki á milli þess að vera móðir eða listamaður heldur hvort mað- ur standi með draumum sínum. Það er val sem allir standa frammi fyrir.“ Ástarsamband Karitasar og Sig- mars er áberandi hluti sögunnar en Björn Hlynur Haraldsson fer með hlutverk Sigmars. „Jú, jú, þetta er bullandi ástarsaga. Þetta er rómans, þess vegna er þetta svona vinsælt,“ segir Harpa og hlær en spurningin sem hún hef- ur fengið hvað oftast er hver leiki eiginlega Sigmar. „Spenningurinn var greinilega mikill.“ Erum ekki að mynd- skreyta bókina Hún segir það flóknara að setja upp leikgerð upp úr sögu en leik- LEIKRITIÐ KARITAS FRUMSÝNT Í ÞJÓÐLEIKHÚSINU UM HELGINA Að standa með draumum sínum ÞAÐ ÞARF EITTHVAÐ AÐ DEYJA TIL AÐ NÝTT FÆÐIST OG ÞAÐ LIGGUR Í EÐLI ÞESS AÐ ÞROSKAST, SEGIR HARPA ARNARDÓTTIR LEIKSTJÓRI KARITASAR. HÚN FÆRIR ÞESSA FRÆGU SÖGUPERSÓNU KRISTÍNAR MARJU BALDURSDÓTTUR Á LEIKSVIÐIÐ. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Brynhildur Guðjónsdóttir og Björn Hlynur Haraldsson í hlutverkum sínum sem Karitas og Sigmar en leikritið er líka ástarsaga. Ljósmynd/Eddi Leikmyndahönnuður sýningarinnar er Finnur Arnar Arnarson.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.