Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.10.2014, Síða 55

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.10.2014, Síða 55
rit og allt annar ferill. Til við- bótar verða áhorfendur margir búnir að lesa bókina og hver með sína útgáfu í höfðinu en henni finnst það ekki þvælast fyrir. „Bók er eitt listaverk, leikgerð er annað listaverk og þriðja lista- verkið er það sem áhorfandinn sér, sviðsverkið sjálft, uppsetn- ingin,“ segir hún. „Það er gaman að fá fólk á sýningu sem er með sína sýn en við erum ekki að myndskreyta bókina. Þetta er al- veg sjálfstætt listaverk; þú þarft ekki að hafa lesið bókina til að fara að sjá verkið.“ Listin hefur haft mörg andlit hjá Hörpu. „Ég byrjaði í Mynd- listar- og handíðaskóla Íslands, var í málaradeildinni. Þaðan fór ég í Leiklistarskólann og er búin að leika í 25 ár og leikstýra inni á milli. Svo fór ég í meistaranám í ritlist í Háskóla Íslands og út- skrifaðist þaðan síðastliðið vor. Það er nýjasta æðið hjá mér,“ segir Harpa, sem var mjög ánægð með námið og segir það nýtast vel í leikstjórninni. „Leikstjórnarstarfið er höfund- arstarf líka. Ritlistin nýtist vel og mín myndlistarmenntun líka. Ég hef mjög gaman af þessu sjón- ræna sem leikstjóri,“ segir hún. Hún er ánægð með listræna stjórnendur sýningarinnar. Leik- myndahönnuður er Finnur Arnar Arnarson, búninga gerði Þórunn Elísabet Sveinsdóttir og Ólafur Ágúst Stefánsson sér um lýsingu. Þau hafa öll unnið saman áður. „Það er dásamlegt að vinna með þeim sem maður þekkir vel, treystir og þykir vænt um því galdurinn í leikhúsinu er samvinna.“ Framundan hjá Hörpu er að leikstýra Dúkkuheimili Ibsens í Borgarleikhúsinu. „Dúkkuheimili er mest leikna leikrit allra tíma. Það verður spennandi að taka margreynt verk, algjöra andstæðu þess sem við erum að gera núna. En efni þeirra er ekki ósvipað. Bæði verkin fjalla um að þora að standa með sjálfum sér. Að stökkva en ekki hrökkva.“ Hún segir Karitas vera að fást við sínar skilyrðingar og hvernig hún geti brotið þann ramma. „Við fáum okkar vaxtaverki í lífinu þegar við nálgumst einhver mörk, þegar eitthvað er orðið gamalt og við þurfum ekki á því að halda og það er kominn tími til að endur- fæðast. Þetta er hin eilífa hring- rás umbreytingarinnar, það eina sem breytist ekki í lífinu er breytingin sjálf og það er auðvelt að óttast breytingar. Að umbreyta orku, það er sköpunarkrafturinn. Við brjótum niður til að byggja upp. Það þarf eitthvað að deyja til að nýtt fæðist og það liggur í eðli þess að þroskast. Þetta hug- rekki, að standa á þessari marka- línu, fara inn í hið óþekkta og gera það þekkt. Listamenn vinna við það að fara inn í hið óþekkta, inn í óreiðuna, kaos, og búa til heim, kosmos. Þess vegna er til dæmis svo flott að fá listamenn inn í stjórnmálin. Þeir þekkja svo vel þann feril að búa til hug- myndir og gera þær að veruleika. Að deyja sjálfum sér, það er þetta, gefast einhverju fullkomlega til að nýtt verði til.“ Morgunblaðið/Kristinn Harpa segir lestur bóka Kristínar Marju og að rannsaka þennan heim veki upp „gríðarlegt þakklæti til forfeðranna, til ömmu og afa, lang- ömmu og langafa, fólksins sem stritaði fyrir heilbrigðis- og menntakerfi, sem lagði allt undir til að koma börnunum sínum til menntunar“. * Við fáum okkar vaxtaverki í lífinuþegar við nálgumst einhver mörk,þegar eitthvað er orðið gamalt og við þurf- um ekki á því að halda og það er kominn tími til að endurfæðast. Þetta er hin eilífa hringrás umbreytingarinnar. Ljósmynd/Eddi Sagan er átakamikil og hrífandi um langanir og þrár, sorgir og ástríður og fórn- irnar sem hamingjan og draumarnir geta krafist. 19.10. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 55

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.