Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.10.2014, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.10.2014, Blaðsíða 55
rit og allt annar ferill. Til við- bótar verða áhorfendur margir búnir að lesa bókina og hver með sína útgáfu í höfðinu en henni finnst það ekki þvælast fyrir. „Bók er eitt listaverk, leikgerð er annað listaverk og þriðja lista- verkið er það sem áhorfandinn sér, sviðsverkið sjálft, uppsetn- ingin,“ segir hún. „Það er gaman að fá fólk á sýningu sem er með sína sýn en við erum ekki að myndskreyta bókina. Þetta er al- veg sjálfstætt listaverk; þú þarft ekki að hafa lesið bókina til að fara að sjá verkið.“ Listin hefur haft mörg andlit hjá Hörpu. „Ég byrjaði í Mynd- listar- og handíðaskóla Íslands, var í málaradeildinni. Þaðan fór ég í Leiklistarskólann og er búin að leika í 25 ár og leikstýra inni á milli. Svo fór ég í meistaranám í ritlist í Háskóla Íslands og út- skrifaðist þaðan síðastliðið vor. Það er nýjasta æðið hjá mér,“ segir Harpa, sem var mjög ánægð með námið og segir það nýtast vel í leikstjórninni. „Leikstjórnarstarfið er höfund- arstarf líka. Ritlistin nýtist vel og mín myndlistarmenntun líka. Ég hef mjög gaman af þessu sjón- ræna sem leikstjóri,“ segir hún. Hún er ánægð með listræna stjórnendur sýningarinnar. Leik- myndahönnuður er Finnur Arnar Arnarson, búninga gerði Þórunn Elísabet Sveinsdóttir og Ólafur Ágúst Stefánsson sér um lýsingu. Þau hafa öll unnið saman áður. „Það er dásamlegt að vinna með þeim sem maður þekkir vel, treystir og þykir vænt um því galdurinn í leikhúsinu er samvinna.“ Framundan hjá Hörpu er að leikstýra Dúkkuheimili Ibsens í Borgarleikhúsinu. „Dúkkuheimili er mest leikna leikrit allra tíma. Það verður spennandi að taka margreynt verk, algjöra andstæðu þess sem við erum að gera núna. En efni þeirra er ekki ósvipað. Bæði verkin fjalla um að þora að standa með sjálfum sér. Að stökkva en ekki hrökkva.“ Hún segir Karitas vera að fást við sínar skilyrðingar og hvernig hún geti brotið þann ramma. „Við fáum okkar vaxtaverki í lífinu þegar við nálgumst einhver mörk, þegar eitthvað er orðið gamalt og við þurfum ekki á því að halda og það er kominn tími til að endur- fæðast. Þetta er hin eilífa hring- rás umbreytingarinnar, það eina sem breytist ekki í lífinu er breytingin sjálf og það er auðvelt að óttast breytingar. Að umbreyta orku, það er sköpunarkrafturinn. Við brjótum niður til að byggja upp. Það þarf eitthvað að deyja til að nýtt fæðist og það liggur í eðli þess að þroskast. Þetta hug- rekki, að standa á þessari marka- línu, fara inn í hið óþekkta og gera það þekkt. Listamenn vinna við það að fara inn í hið óþekkta, inn í óreiðuna, kaos, og búa til heim, kosmos. Þess vegna er til dæmis svo flott að fá listamenn inn í stjórnmálin. Þeir þekkja svo vel þann feril að búa til hug- myndir og gera þær að veruleika. Að deyja sjálfum sér, það er þetta, gefast einhverju fullkomlega til að nýtt verði til.“ Morgunblaðið/Kristinn Harpa segir lestur bóka Kristínar Marju og að rannsaka þennan heim veki upp „gríðarlegt þakklæti til forfeðranna, til ömmu og afa, lang- ömmu og langafa, fólksins sem stritaði fyrir heilbrigðis- og menntakerfi, sem lagði allt undir til að koma börnunum sínum til menntunar“. * Við fáum okkar vaxtaverki í lífinuþegar við nálgumst einhver mörk,þegar eitthvað er orðið gamalt og við þurf- um ekki á því að halda og það er kominn tími til að endurfæðast. Þetta er hin eilífa hringrás umbreytingarinnar. Ljósmynd/Eddi Sagan er átakamikil og hrífandi um langanir og þrár, sorgir og ástríður og fórn- irnar sem hamingjan og draumarnir geta krafist. 19.10. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.