Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.10.2014, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.10.2014, Blaðsíða 4
* Í augsýn er nú frelsi og fyrr það mátti vera, nú fylkjakonur liði, og frelsismerki bera. Stundin er runnin upp.Upphaf textans Áfram stelpur eftir Dagnýju Kristjánsdóttur og Kristján Jóhann Jóns- son sem sunginn var í fyrsta skipti á Lækjartorgi á Kvennafrídaginn 24. október 1975. Þjóðmál SKAPTI HALLGRÍMSSON skapti@mbl.is 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.10. 2014 Í könnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði árið 2011 voru þátttakendur spurðir hver væri uppáhaldsleikari annars vegar og -leikkona hins vegar og var hæsta svarhlutfallið 24% hjá karlleikurum, Ingvar E. Sigurðsson, en hjá leik- konunum var hæsta svarhlutfallið 17% undir flokknum önnur eða óljós. Ilmur Kristjánsdóttir kemur næst á eftir flokknum önnur eða óljós af leikkonum með 14,6%. Samskonar flokkur var hjá karlleikurunum sem fékk 10% og gátu samt allir nefnt nöfn karlleikara í þeim flokki. Hjá leikkonunum í flokknum önn- ur eða óljós komu hins vegar fá nöfn en mikið af lýsingum. Hér eru nokk- ur dæmi: „Dóttir Guðrúnar Gunnars.“ „Dóttir Þórhildar.“ „Dökkhærð, hávaxin, Fóst- bræður, Stelpurnar.“ „Elva – man ekki eftirnafnið.“ „Er í spurningaþætti á sunnudög- um á rás 2, ung, kannski Ólafía?“ „Konan sem leikur á móti honum í Um ráðherrann. Lék í farsa á Ak- ureyri sl. vetur en man ekki hvað hún heitir. Skiptir oft um hlutverk í verkinu og fór á kostum.“ „Man ekki en hún lék í Jesú litla.“ „Þessi með síða rauða hárið … man ekki hvað hún heitir.“ „Dóttir leikhúshjóna, var leik- hússtjóri í Borgarleikhúsinu.“ Könnunin var unnin fyrir sviðs- listahópinn 16 elskendur. Ilmur Kristjánsdóttir tekur við Eddu- verðlaunum fyrir Ástríði 2. Morgunblaðið/Eggert „Þessi með síða rauða hárið“ K vennafrídagurinn 24. október 1975 markaði tímamót í íslensku sam- félagi. Um alþjóðlegan dag var að ræða en hvergi var samstaðan jafnmikil og á Íslandi. Margt hef- ur breyst en jafnréttisbaráttu lýkur ef til vill aldrei. Á fundi sem Jafnréttisstofa og Akureyr- arbær héldu í gær í tilefni dagsins var t.d. fjallað um kynferðislega áreitni í umönnunar- störfum og framkomu við konur í þjónustu- störfum, þar sem eitt og annað áhugavert kom fram en ekki allt ánægjulegt. Í máli Hörpu Ólafsdóttur hagfræðings hjá Eflingu, stéttarfélagi, kom fram að ákveðnir vinnustaðir væru í meiri hættu hvað þetta varð- ar: fámennir vinnustaðir, t.d. persónuleg not- endastýrð þjónusta; hún benti á að ungar konur í veitingahúsageiranum þekktu síður rétt sinn en aðrir og væru oft tilbúnar að láta ýmislegt yfir sig ganga og nefndi einnig að í umönnun aldraðra vægi réttur aldraðra heimilismanna oft þungt, sönnunarbyrði væri erfið og aðstand- endur aldraðra væru í hagsmunagæslu. Jóhann Berglind Bjarnadóttir og Katrín Ol- sen Björnsdóttir sinna báðar umönnunarstörfum hjá Akureyrarbæ og sögðu ótrúlega marga hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni í starfi, „sem betur fer ekki af alvarlegustu gerð en engu að síður svo að þeim hafi misboðið“. Kynferðisleg áreitni er þegar farið er yfir mörk þess sem þolandinn sættir sig við en það mat er mjög huglægt, og því mikilvægt, að þeirra sögn, að umræða á vinnustað sé opinská. Að leyfilegt sé að brydda upp á umræðuefninu og að starfsfólk treysti samstarfsfólki sínu. Að það geti rætt sín mörk og stutt hvert annað. „Ef samstarfsfólk er meðvitað um mörk hvert annars er auðveldara að koma til aðstoðar og styrkja viðkomandi í erfiðum aðstæðum.“ Tvær ungar konur, Margrét Helga Erlings- dóttir og Elín Inga Bragadóttir, ræddu um framkomu við konur í þjónustustörfum en þær halda úti síðunni Kynlegar athugasemdir á Fa- cebook. Stofnuðu hana á vormánuðum „vegna þess að við tókum eftir því að allt í kringum okkur hafði fólk sögur að segja af því hvað það var orðið langþreytt á kynjakerfinu og hvernig það hefur neikvæð áhrif á daglegt líf þess. Oft eru þetta atriði sem maður bendir á og fólk af- greiðir sem „væl“. Við vildum einfaldlega benda á hvernig þetta gegnsýrir samfélagið og hvernig margt smátt myndar eitt stórt kynjakerfi.“ Þeim hafa borist ótrúlegustu athugsemdir og sögur inn á síðuna. Dæmi frá 17 ára stúlku sem vann sem þjónn á veitingastað þar sem einnig var boðið upp á heimsendingu. „Eftir að hafa þjónað í um hálft ár í salnum langaði mig að prófa að vera sendill. Strákarnir tveir sem sáu um heimsendingarnar virtust ráða sér mun meira í starfi en ég og fannst mér það heillandi. Það voru til tveir bílar sem þeir voru báðir bún- ir að margklessa.“ Stúlkan segist hafa safnað kjarki, talað við yf- irmanninn og óskaði eftir því að verða sendill: „Hann hló, horfði á mig lengi og sagði að stelp- ur gætu ekki sinnt slíku starfi, hvað þá stelpur sem væru nýkomnar með bílpróf. Með tárin í augunum (niðurlægð) sagðist ég þá ætla að hætta. Eftir mikla baráttu fékk ég svo fjárans sendilsstarfið með því skilyrði að ég væri á eig- in bíl þar sem mér væri ekki treystandi fyrir hinum margklesstu sendlabílum. Ég lét mig hafa það og vann svo sem pizzusendill í ein- hvern tíma og hvorki klessti bíl né klúðraði sendingu ... ótrúlegt en satt.“ Þær veltu vöngum yfir því hvort kúnninn hefði alltaf rétt fyrir sér – eins og gjarnan er haft á orði, og sögðu þessa sögu sem þeim barst frá ungri konu: „Fyrir nokkrum árum byrjaði ég að vinna sem þjónn á vinsælum veitingastað í Reykjavík. Á fyrstu vaktinni sá ég um nokkur borð, meðal annars eitt þar sem sátu tveir menn og tvær konur.“ Nóg var að gera og allt gekk vel þar til hún gleymdi að færa öðrum manninum bjór, sem hann hafði pantað. „Þegar ég kom næst að borðinu spurði ég hvort allt væri eins og það ætti að vera og maðurinn minnti mig á bjórinn. Ég dreif í að sækja hann og baðst afsökunar á þessari gleymsku minni þegar ég kom aftur með bjórinn að borðinu. Svo spurði ég hvort ég gæti gert eitthvað fleira fyrir þau í bili og mað- urinn hló og sagði: „Hmm... já, þú gætir kannski staðið á haus og sýnt okkur á þér brjóstin!“ Hin þrjú hlógu en ég roðnaði bara og snerist á hæli.“ Hún sagði starfsfélaga sínum, annarri stúlku, frá því sem gerðist og sú kallaði strax á vakt- stjórann, stæðilegan mann á fertugsaldri, og sagði honum hvað hafði gerst. Yfirmaðurinn prentaði strax út reikninginn, gekk að borðinu og bað fólkið um að borga. Sagði slíka fram- komu við starfsfólk ekki viðeigandi, bað fólkið um að fara og koma aldrei aftur. „Þau voru öll yfir sig hneyksluð og maðurinn hreint út sagt brjálæðislega reiður og hreytti einhverjum ónot- um í okkur öll á leiðinni út. En ég er enn svo stolt og þakklát þessum yfirmanni mínum fyrir þessu flottu viðbrögð,“ sagði hún. Baráttufundurinn á Lækjartorgi 24. október 1975 vakti heimsathygli, sem og kvennafrídagurinn, enda samstaða kvenna hvergi meiri í heiminum þann dag. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon „Þú gætir staðið á haus og sýnt okkur á þér brjóstin“ ALGENGT ER AÐ UNGAR KONUR Í VEITINGAHÚSAGEIRANUM VERÐI FYRIR KYNFERÐISLEGRI ÁREITNI, OG SÉU OFT TILBÚNAR AÐ LÁTA ÝMISLEGT YFIR SIG GANGA. Í UMÖNNUNARSTÖRFUM ER SÖNNUNARBYRÐI OFT SÖGÐ ERFIÐ. Margrét Helga Erlingsdóttir og Elín Inga Bragadótt- ir eru á Facebook með Kynlegar athugasemdir. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Í Jafnréttislögum frá 2008 seg- ir meðal annars: „Atvinnurekendur og yfir- menn stofnana og félaga- samtaka skulu gera sérstakar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að starfsfólk, nemar og skjólstæðingar verði fyrir kyn- bundinni eða kynferðislegri áreitni á vinnustað, stofnun, í félagsstarfi eða skólum. Ef yf- irmaður er kærður vegna ætl- aðrar kynbundinnar eða kynferðislegrar áreitni verður hann vanhæfur til að taka ákvarðanir í tengslum við starfsskilyrði kæranda á með- an meðferð málsins stendur yfir og skal þá næsti yfirmaður taka slíkar ákvarðanir.“ JAFNRÉTTISLÖG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.