Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.10.2014, Síða 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.10.2014, Síða 12
Alþjóðlegur bangsadagur er haldinn hátíðlegur víða á mánudag, 27. október. Bókasöfn víða um land eru til að mynda með einhvers konar dagskrá auk þess sem grunnskóla- og leikskólabörn mæta mörg hver með bangsa í skólann í tilefni bangsadagsins á mánudag. Ástæða þess að einmitt þessi dagur, 27. október, er valinn sem alþjóðlegur bangsadagur er sú að dagurinn er fæðingardagur Theodore Roosevelts Bandaríkja- forseta. Sagan segir að forsetinn, sem jafnan var kallaður Teddy, hafi farið eitt sinn á bjarnarveiðar í Missisippi árið 1902 en þegar kom að því að skjóta bjarn- dýr hafi hann neitað að gera það sjálfur. Úr þessari sögu varð til skopteikning í bandaríska blaðinu The Washington Post þar sem björninn var orðinn að litlum húni. Í kjölfarið tók verslunareigand- inn Morris Michtom sig til og hóf að framleiða brúna leikfangabangsa sem hann nefndi „Teddy’s Bear.“ Bangsarnir urðu fljótt vinsælir og á sama tíma var raunar þýskur leik- fangaframleiðandi að nafni Steiff sem sýndi svipaðan leikfangabangsa á sýningu í Leipzig sem einnig naut vinsælda. Bangsinn sem leikfang varð því í raun til upp úr skopteikningu þar sem góðlátlegt grín var gert að for- seta Bandaríkjanna. Síðan þá hefur hann komið fram í óteljandi myndum, stærðum og gerðum. Hver hefði getað séð fyrir að þessi skopmynd í Washington Post árið 1902 ætti eftir að valda straumhvörfum í leikfangamenningu í heiminum? Bangsar í brennidepli á mánudag 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.10. 2014 Karl Garðarsson þingmaður Framsókn-arflokksins kaus að gera sýknudóma í mál-um sérstaks saksóknara gegn nokkrum einstaklingum að umtalsefni á alþingi á þriðjudag- inn. Fyrst veik Karl að embætti sérstaks saksókn- ara: „Embætti sérstaks saksóknara var komið á fót til að rannsaka grun um refsiverða háttsemi sem tengist bankahruninu á Íslandi árið 2008, hvort sem hún tengist starfsemi fjármálafyrirtækja, annarra lögaðila eða einstaklinga. Núna fimm ár- um og tæpum 6 milljörðum kr. síðar, sem er kostn- aðurinn við embættið, er árangurinn helst til rýr.“ Fyrir hvern er það „helst til rýr“ árangur að sýknað hafi verið í ýmsum málum frá sérstökum saksóknara? Er það ekki miklu fremur ánægjuefni fyrir hvert þjóðfélag ef menn hafa haldið sig innan ramma laganna að mati dómstóla? Auðvitað hafa ýmsir í rúm sex ár reynt að telja fólki trú um að skýringar á falli íslensku bankanna muni koma fram með lögreglurannsóknum og að einn góðan veðurdag bendi sérstakur saksóknari á gæjana sem stálu neglunni úr þjóðarskútunni. Þegar litið er til þess að hvarvetna á Vestur- löndum varð fjöldi banka ýmist gjaldþrota eða bjargað með fjármunum skattgreiðenda á árunum 2007 til 2009 er það hins vegar undarleg ósk að það sannist sérstaklega á starfsmenn íslensku bank- anna að þeir hafi haft rangt við. Annað sé „heldur rýr“ árangur. Kannski ættu menn heldur að reyna að venjast þeirri tilhugsun að bankar geti lagt upp laupana rétt eins og öll önnur fyrirtæki. Og að gjaldþrot banka þurfi ekki endilega að bera að með saknæm- um hætti. Karl bætti svo við: „Var það regluverk og sú lagaumgjörð sem bankamenn unnu eftir svo götótt að sakfelling í þessum stóru málum var nánast ómöguleg? Erum við að setja sérstakan saksóknara og starfsmenn hann í nánast vonlausa stöðu þegar kemur að rannsókn mála? Þurfum við að líta í eigin barm?“ Hér var regluverk Evrópusambandsins um fjár- málamarkaði í gildi vegna aðildar Íslands að EES löngu fyrir bankahrun. Í aðlögun Íslands við ESB á síðasta kjörtímabili kom frá hjá framkvæmda- stjórn sambandins að löggjöf hér á landi um fjár- mál væri „highly aligned“ við löggjöf sambandsins. Ef löggjöf var „götótt“ hér var hún það um alla Evrópu. En um allt þetta getur Karl spurt flokksbræður sína sem fóru samfellt með ráðuneyti bankamála frá 1995 til 2007. Sérstakur og leitin að ástæðum bankahrunsins * Það lítur út fyrir að lög-in séu ekki gölluð heldurheldur miklu frekar hug- myndir sumra um saknæmi. ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM Sigríður Ásthildur Andersen sigridur@sigridurandersen.is Byssumálið svokallaða hefur farið mikinn í netheimum undanfarið. Fésbókin er þar ekki undanskilin. Bragi Valdimar Skúlason hafði nokkuð skondið til málanna að leggja í byrjun viku. „Ferlega sætt af Norðmönnum að gefa okkur hríðskotabyssur. Eigum við ekki örugglega nóg af fingrum til að gefa þeim á móti?“ Þegar leið á vikuna kom eitt og annað í ljós um málið og þá var aftur gripið í grínið. „Gat nú verið. Nú er einhver norskur al- mannatengill búinn að kjafta frá jólagjöfum Landhelgisgæslunnar til starfsmanna.“ Edda Sif Páls- dóttir, fréttakona á Stöð 2 í Íslandi í dag, lenti í fremur sniðugu óhappi í vikunni með kær- asta sínum, Gunnari Skúlasyni, en hún tjáði sig um atvikið á Twitter. „Ég beið og beið eftir Gunnari sem beið og beið eftir mér. Hann hélt að ég væri að koma og ná í sig en hann er á bílnum. #flottust“. Tobba Marinós, fjölmiðlakona, skellti sér í frí með kærastanum og nýfæddri dóttur á dögunum. Strax eftir fríið var leiðinni heitið í rækt- ina. „Fyrsta æfing eftir frí; tékk. Af hverju á ég Bailey’s ostaköku inn í ísskáp?“ Margir hafa verið duglegir við að taka meistaramánuð alvar- lega og iðnir við að rækta líkama og sál. Svona freistingar eru óþolandi. Stórleikur um- ferðarinnar í Meistaradeildinni í vikunni var við- ureign Liverpool og Real Madrid á dögunum. Á twitter nota er notast við „hashtag“ og þar var Guð- mundur Benediktsson, knatt- spyrnulýsandi Stöðvar 2 sport, fljótur að átta sig á léttu orðagríni. „Ef þið eruð að tjá ykkur um Real Madrid þá er gott að notast við #Realtalk“. AF NETINU Vettvangur Haldið var upp á bangsadaginn og fæðingardag Theodore Teddy Roosevelt á leikskólanum Austurborg í fyrra. Morgunblaðið/Ómar

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.