Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.10.2014, Síða 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.10.2014, Síða 14
Landið og miðin SIGURÐUR BOGI SÆVARSSON sbs@mbl.is *Mjólkursamsalan ætti að fagna þeim sem vilja komainn á markaðinn og ýta undir það fremur en hitt.Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson, formaður BÍ, í Bændablaðinu UM ALLT LAND SKAGAFJÖRÐUR Kvenfélag Rípurhrepps, elsta kvenfélag landsins, heldur upp á 145 ára afmæli sitt ka ganna mili nni ýning, söngur og kaffi, ásamt erindum frá kvenfé i eru allir hvattir til að mæta og kynna sér það merka s nkvenfélögin si na. GRINDAVÍK Þriðja tölublað Járngerðar, fréttabréfs Grindavíkurbæjar, er komið út. Sannarlega áhugavert framtak bæjarfélagsins - stútfullt b er því dreift í öll hús. Auk á pdf-formi á heimasíðu b tölublað Járngerðar á þes em MÝVATNSSVEIT taðahr verfisstofnu ælingum á loft it í ljósi óvenjulegra aðs Hsumbrota í oluhrauni og ó um hve lengi það ástand v ið hefur á að íbúar finni fyrir einkennum af völdum me r sem ekki kemur fram í núverandi mælingum,“ segir í fundar jveitarst órnar í vikunni. SEYÐISFJÖ Bæjaryfirvöld að halda opið næstkoman Fjarðarh jf ötrum SELFOSS Mengurnamæli verður komið fyrir á Selfossi fljótlega. „Mælirinn kemur til landsins eftir tvær vikur og verð staðsettur á lögreglustöðinni [á Selfossi] þar sem verður að fylgjast með honum allan sólarhringi Ásta Stefánsdóttir, formaður Alm Árnessýslu við Sunnlenska frétt Brunavarnir Árnessýslu. Þetta gun sem hefu Sá sem hefur einhvern tímannunnið við skriftir skilur þaðaldrei við sig. Ég held því áfram svo lengi sem ég slegið let- urborð og nú er Breiðfirðingur við- fangsefni mitt. Það finnst mér spennandi því það er nýtt fyrir mig að sjá um rit sem er ekki pólitík,“ segir Svavar Gestsson, fv. stjórnmálamaður og sendiherra. Um þessar mundir er verið að endurvekja útgáfu Breiðfirðings, tímarits Breiðfirð- ingafélagsins. Rit- ið hefur ekki komið út síðustu ár, en nú verður lagt upp í nýja veg- ferð með einu hefti á ári. Annars kom ritið fyrst út árið 1942 og var lengi 100 til 150 blaðsíður í svo- nefndu Skírnisbroti stundum fleiri en eitt hefti á ári. Svavar frá Grund „Stundum hefur ritið verið samtín- ingslegt eins og eðlilegt er þegar verkið er unnið á hlaupum í sjálf- boðavinnu. En þetta stendur samt fyrir sínu. Þarna hefur verið marg- víslegur fróðlegur fyrri alda og ár- tuga úr héraði,“ segir Svavar sem er frá Grund á Fellsströnd í Döl- um, en þar í sveit á hann ættmenni á hverjum bæ. Svavar tók að sér ritstjórnina eftir að stjórn Breið- firðingafélagsins fór þess á leit við hann. Kveðst ritstjórinn raunar hafa hug á að fá Snæfellingafélagið einnig að útgáfu ritsins svo stoð- irnar verði fleiri. Stundum er sagt að það séu öðru fremur Dalamenn sem kenna sig við Breiðafjörð. Fólk til dæmis í Stykkishólmi, Grundarfirði og undir Jökli telur sig vera Snæfell- inga. Þetta er að minnsta kosti sjónarmið sem Svavar samsinnir. Skólaljóðaskáld „Já, ég held að þessi kenning sé rétt, en ég vil gjarnan standa þannig að tímaritinu að allir Breið- firðingar líti á það sem sitt. Þá er ég að tala um svæðið frá Hellis- sandi inn Breiðafjörð og út í Vest- urbyggð og allt þar á milli,“ segir Svavar og bætir við að býsna margir skrifandi fræðimenn hafi lagt sig eftir efni úr Breiðafjarð- arbyggðum. Þar megi nefna Sverri Jakobsson, Einar G. Pétursson, Árna Björnsson, Þórunni Maríu Örnólfsdóttur, Helga Þorláksson, Pétur Eiríksson, og Söru Hrund Einarsdóttur svo einhverjir séu nefndir. Raunar rísi Dalirnir býsna hátt í sögunni þegar eftir því er leitað. Þeir séu sögusvið Laxdælu, Sturla Þórðarson lögmaður og sagnaritari var Dalamaður svo og Skólaljóða- skáldin Stefán frá Hvítdal og Jó- hannes úr Kötlum – og vel má tengja Stein Steinar við Dalina; hann ólst þar upp fram á unglings- ár. Dalamenn eru of hógværir „Dalamenn í Dölum vita ekki nógu mikið af sér og þeim möguleikum sem eru við hvert fótmál í Dölum. Eru of hógværir – kannski fluttum við hin sum í burtu með okkur skortinn á hógværð. En það sást á Sturluhátíðinni sem við efndum til síðastliðið sumar hvað það er hægt að gera með litlum tilkostnaði. Vonandi verður framhald á þeim verkefnum sem hófust með Sturlu- hátíðinni á 800 ára ártíð Sturlu Þórðarsonar,“ segir Svavar. Hann ætlar að leggja sig eftir því að vera í ritinu með efni af öllu Breiðafjarðarsvæðinu – en það fyrsta undir hans ritstjórn kemur út um sumarmál á næsta ári. BREIÐAFJÖRÐUR Svavar gerist sagnaritari BREIÐFIRÐINGUR ER HÉRAÐSRIT FÓLKS Í BYGGÐUM VIÐ BREIÐAFJÖRÐ. SAGAN ER VIÐ HVERT FÓTMÁL, SEGIR DALAMAÐURINN SVAVAR GESTSSON, NÝR RITSTJÓRI ÞESS. Það er myndarbragur yfir öllu í Stykkishólmi, sem er einn nokkurra þéttbýlisstaða við hinn víðfeðma Breiðafjörð. Morgunblaðið/Ómar Klakkseyjar á Breiðafirði, séð frá Klofningi. Þar skiljast Fells- og Skarðsströnd. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Svavar Gestsson 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.10. 2014

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.