Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.10.2014, Qupperneq 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.10.2014, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.10. 2014 H ans Jónatan – Maðurinn sem stal sjálfum sér, er afar áhugaverð bók eftir Gísla Pálsson, prófessor í mann- fræði. Í bókinni segir Gísli sögu Hans Jónatans sem fæddist á Jóm- frúreyjum, var sonur svartrar ambáttar og hvíts manns, fór til Danmerkur og fylgdi þá Schimmelmann-fjölskyldunni sem hann var þræll hjá, gekk í herinn en eftir það var réttarhald um eignarhald yfir honum. Hann strauk og settist að á Djúpavogi árið 1802, kvæntist íslenskri konu, eignaðist með henni börn og varð verslunarmaður og bóndi. Hans Jónatan er fyrsti svarti mað- urinn sem vitað er til að sest hafi að á Ís- landi. Gísli er fyrst spurður hvenær hann hafi fyrst heyrt af Hans Jónatan. „Ég var staddur í Jónshúsi í Kaupmannahöfn þar sem ég var að grúska í fræðum og sá fyr- ir hreina tilviljun einn þátt af fjórum í ser- íu um danska þrælasögu,“ segir hann. „Þessi eini þáttur sem ég sá fjallaði að hluta til um Hans Jónatan og afkomendur hans og ég sá þar viðtal við fólk sem ég þekkti, Dagnýju Ingimundardóttur í Vest- mannaeyjum og hennar fólk. Ég sperrti eyrun, tók saman nótur og eftir að heim var komið hringdi ég í einn afkomendanna sem gaf mér fjölmargar upplýsingar og þá varð ekki aftur snúið. Mikil vinna liggur að baki þessari bók, ég var með aðstoðarfólk á sumrum við að taka fyrir mig viðtöl og leita í skjalasöfnum og síðustu tvö ár hef ég verið á bólakafi í þessari sögu, farið í ferðalög, tekið viðtöl og setið við skriftir. Í bókinni styðst ég við mína mannfræði- legu þjálfun til að fjalla um stórar spurn- ingar um okkur og hina. Þarna kemur maður utan úr heimi í nokkuð einsleitt ís- lenskt samfélag sem var tiltölulega lokað. Þetta vekur grundvallarspurningar um hör- undslit og kynþátt, en fjölbreytni mannsins er klassískt viðfangsefni í mannfræði, við erum ólík og hvernig eigum við að tala um það?“ Hans Jónatan settist að á Djúpavogi árið 1802 og fyrirfram hefði maður ætlað að honum hefði verið tekið illa út af hörunds- lit, en í bók þinni kemur fram að svo var ekki, sem er kannski nokkuð merkilegt. „Það virðast engin merki um vondar við- tökur í frásögnum fólks sem hitti hann fyr- ir austan. Í frásögnum er talað um hann sem múlatta, negra eða dökkleitan. Hann hefur verið eitthvað dekkri en maðurinn á næsta bæ en Íslendingar höfðu ekki neitt viðurkennt flokkunarkerfi til að fella það í og hann hefur ekki goldið þess að vera öðruvísi en aðrir.“ Hvernig persónuleiki heldurðu að hann hafi verið? „Ég hef mikið velt því fyrir mér. Það er ekki til mikið af heimildum um hann en ég sé hann fyrir mér sem lágvaxinn, snaggaralegan, greindan, hreinskiptinn og ákveðinn. Einn afkomandi hafði það eftir móður sinni að Katrín eiginkona hans hefði sagt: Ég hef allan minn heiður frá Jón- atan. Hann féll frá ungur, rúmlega fertug- ur, og hún var ein með börn þeirra tvö í sex ár og giftist síðan sæmilega stæðum manni, Birni Gíslasyni, sem varð hrepp- stjóri, og þeim varð ekki barna auðið. Hans Jónatan var þekktur fyrir greiðvikni og heiðarleika og virðist hafa rekið búðina á Djúpavogi með tapi. Mér finnst líklegt að hann hafi aumkað sig yfir fátæka sveitunga sína og dregið að rukka þá.“ Dramatísk leit að ritara Þú kemur með nýja kenningu um faðerni hans, blasti það fljótlega við þér? „Ég var langt kominn með bókina þegar mér virtist þetta blasa við. Afkomendur Jónatans hafa oftast talað um tvo mögu- leika og lengi vel gaf ég mér að önnur hvor kenningin væri rétt. Annars vegar var það Schimmelmann sem átti ambáttina, móður Jónatans, en alþekkt var að herr- arnir misnotuðu ambáttirnar. Stundum þótti þeim vænt um ástkonur sínar og börn þeirra og ein hugsanleg túlkun á þessari sögu var að Schimmelmann hefði átt Hans Jónatan, kannski verið hlýtt til hans og reynst honum vel en reynt að fela faðernið. Dæmi voru um slíkt. Hin kenn- ingin er sú, sem er munnmæli í ættinni, að maður af virtri og valdamikilli ætt í Dan- mörku, Moltke-ætt, hefði átt hann. Mér fannst þessar tilgátur ekki alveg ganga upp, þótt ekki væri auðveldlega hægt að vísa þeim á bug. Eftir langar samræður við bandaríska og danska sagnfræðinga og mannfræðinga fór ég að skoða aðrar leiðir og þeir sem best þekktu til sögðu mér að taka mark á þeim skjölum sem ég hefði aðgang að. Þá rýndi ég aftur í fæðingarvottorð Hans Jónatans og þar stendur að móðir drengsins sé negri, ambátt Schimmelmanns, og „orðróm- ur hermi að faðirinn sé ritarinn“. Ef ég tek mark á þeirri einföldu en kannski margræðu staðhæfingu þá ætti ég að leita að ritara. Þetta var dramatísk leit. Sér- fræðingar mínir sögðu að þrír ritarar kæmu til greina og einn þeirra bjó undir sama þaki og Schimmelmann, var einkarit- ari hjónanna um skeið og hét Gram. Í ein- hverjar vikur og mánuði vissi ég ekkert meira um þennan Gram en fann svo skjal í Þjóðskjalasafninu í Kaupmannahöfn sem er undirritað af „H. Gram“. Aðstoðarkonu minni datt í hug að Hans Jónatan héti sama nafni og pabbinn og H í nafni Gram stæði því fyrir Hans. Nokkrir „Hans Gram“ fundust á vefnum og einn þeirra var maðurinn sem ég var að leita að, sagð- ur vera ritari hjá Schimmelmann á þessum tíma. Ég leitaði að upplýsingum um þenn- an Gram og fann ættartölu og ýmislegt er varðaði lífshlaup hans á skjalasöfnum í Bandaríkjunum. Þá lá allt á borðinu varð- andi manninn. Þetta var mikil uppgötvun og umturnaði mörgu í túlkun á sögunni. Ég þurfti ekki lengur að vera bundinn hugmyndinni um að Schimmelmann hefði verið að dekra við launson sinn. Þessi kenning mín um faðernið er líklega umdeild meðal afkomenda og þótt sumir þeirra hafi gaman af þessari sögu segjast þeir ekki endilega samþykkja hana. Ég er einfaldlega að segja söguna eins heiðarlega og ég get miðað við gögnin sem ég hef. Það er fræðilega mögulegt að sanna eða afsanna þesa tilgátu með erfðarannsóknum og ég tel víst að það verði gert.“ Það er langlíf saga að Davíð Oddsson sé einn af afkomendum Hans Jónatans, sem mun ekki vera rétt. Þú hlýtur að hafa heyrt þá sögu? „Stefán Jónsson festi þessa sögu líklega í sessi í ágætri ritgerð, en hvaðan hann fékk hana veit ég ekki. Engin mynd er til af Hans Jónatan en ég hef beðið afkomendur hans að senda mér eintök af elstu ljós- myndum sem til eru af ættinni. Þar eru nokkrir karlmenn sem hafa dökkt yfirlit og eru með krullað hár og þykkar varir. Stundum hefur verið sagt að það séu lík- indi með Davíð Oddssyni og þeim. Ég legg ekkert mat á það en sagan er ótrúlega líf- seig. Sumir af þessum afkomendum hafa sagt mér að þegar þeir hafa talað um upp- runa sinn og skýrt hann þá kæmi alltaf að ákveðnum punkti í samræðunum þar sem spurt væri: Ertu þá frænka/frændi Davíðs Oddssonar? Nú hafa birst greinar um að ekkert sé hæft í þessu, en það er eins og sagan neiti að hverfa. Á síðustu árum hef ég kannski sagt hundrað manns að ég sé að vinna að þessari sögu og 95 eða svo í þessum hópi hafa sagt: Já, er ekki Davíð Oddsson tengdur honum.“ Hefurðu orðið var við að afkomendur Hrein og klár hetjusaga BÓK GÍSLA PÁLSSONAR UM HANS JÓNATAN, ÞRÆLINN SEM SETTIST AÐ Á DJÚPAVOGI ÁRIÐ 1802, MUN KOMA ÚT Á ENSKU. HANS JÓNATAN ER FYRSTI SVARTI MAÐURINN SEM VITAÐ ER TIL AÐ SEST HAFI AÐ HÉR Á LANDI. Í VIÐTALI RÆÐIR GÍSLI UM BÓKINA OG HINN ÓVENJULEGA HANS JÓNATAN SEM VAR ÁKVEÐINN Í ÞVÍ AÐ VERÐA FRJÁLS. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is * Í sumum viðtal-anna við afkom-endur Jónatans kom fram að amma eða afi hafi þverneitað að ræða þennan svarta uppruna. Þegar sjálf- stæðisbaráttan var í hápunkti þótti ekki fínt að eiga svartan forföður, þá áttu menn að vera skjannahvítir, ljós- hærðir og bláeygðir. Lúðvík Lúðvíksson, sonarsonur Hans Jónatans. Svipmynd
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.