Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.10.2014, Page 25

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.10.2014, Page 25
26.10. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25 Vísindamenn við Háskólann í Glas- gow rannsökuðu hvernig búseta í dreifbýli getur haft áhrif á stuðning við eldra fólk. Eldra fólk sem bjó í dreifbýli var líklegra til að fara síður og þá síðar á ævinni á hjúkrunar- heimili og njóta meiri stuðnings ættingja og vina. Búseta í dreifbýli meira styðjandi Þeir sem naga á sér neglurnar og vilja hætta því gætu prófað ýmis ráð. The Telegraph birti grein um vandann og ráðleggur fólki að taka einfaldlega sjálfsmyndir af sér á sím- ann, nagandi neglur, til að sjá hversu kjánalega það lítur út við þessa athöfn. Einnig sé sniðugt að byrja á að velja sér nögl sem maður ákveður að naga ekki og bæta fleiri nöglum svo smám saman við. Að hætta að naga neglur Borgarljós geta samkvæmt nýjum rann- sóknum haft áhrif á líkamlega heilsu okkar og andlega til hins verra. Á það einkum við stór- borgir þar sem sterk ljós frá háhýsum, skilt- um, götum og verslunum skína allan sólar- hringinn. Það eru vísindamenn við eðlisfræðideild há- skólans í Hong Kong sem hafa rannsakað áhrif ljósmengunar á fólk. Flestir þekkja það hve greinilega stjörnurnar sjást þegar komið er út úr þéttbýli en ljósmengun í stórborgunum er þannig að skýin og tunglið sjást stundum varla. Vísindamenn segja að hreinlega þyrfti að setja ekki aðeins íbúa í háttinn heldur stór svæði borganna og slökkva til dæmis á auglýs- ingaskiltum. Ljósmengun getur valdið kvíða, svefnt- ruflunum og framleiðsla líkamans á mela- tóníni raskast en melatónín er hormón sem leysist úr læðingi þegar kvöldar og mela- tónínið veldur syfju. Þegar borgarljósin draga úr áhrifum rökkursins er svefnhöfg- inn lengur að færast yfir. Birtan er því óeðli- leg og líkaminn veit ekki hvernig hann á að bregðast við. Samfara kvíða og svefnleysi verður hjartsláttur örari, hugurinn er sí- starfandi og hitastig líkamans lækkar ekki eins og eðlilegt er. Þeir sem fara í útilegur ættu að finna hvernig þeir verða fyrr syfj- aðir og sofa lengur. Það er sem sagt ekki útiloftið sem gerir þetta að verkum heldur ljósleysið. Svefnleysi í borginni Borgarljósin hafa mikil áhrif á svefn og kvíða samkvæmt rannsóknum við háskólann í Hong Kong. AFP Margir kannast við svokallaðar „foam flex“- rúllur sem not- aðar eru til að rúlla líkamanum eftir og losna þannig við vöðvabólgu. Ný tegund af rúllum, Grid X, sem er með þéttara yf- irborði og áferð, er að slá í gegn ytra og hefur David Beckham með- al annars lýst því yfir að hann noti þær til að vinna á bólgum í lík- amanum. Rúllurnar að slá í gegn Velkomin í okkar hóp! E F L IR a lm a n n a te n g s l / H N O T S K Ó G U R g ra f í s k h ö n n u n • BMMótun: Aðaláherslan lögð á styrk, liðleika og góðan líkamsburð. • 50-60 plús - Fit Form: Lokaðir tímar, markviss þjálfun, þol - styrkur - teygjur. • Yoga: Grunn- og framhaldsnámskeið, lokaðir tímar. Síðustu námskeið fyrir jól Leggðu rækt við þig og lifðu góðu lífi! BMMótun, æfingakerfi BáruMagnúsdóttur Yoga, kenna ri Steinunn Ó lafardóttir Yoga

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.