Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.10.2014, Síða 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.10.2014, Síða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.10. 2014 Matur og drykkir É g byrjaði að hanga í kringum eldavélina þegar ég var rétt farin að skríða ára og var ekki nema sex ára þegar ég bauð vinkonum mínum heim í mat,“ segir Inga Björk Guðmundsdóttir en Inga Björk heldur úti matreiðsluþáttum á sjónvarpsstöðinni Bravó í vetur. „Ég bauð núna góðum vinkonum mínum sem koma úr ýmsum áttum. Ég er hrifin af því að elda súpur á þessum árstíma og langaði að hafa kjúklingasúpu en hafa hana sérstaklega matarmikla. Þessa uppskrift hef ég verið að þróa smám saman. Svo eru þessar snittur ofsalega góðar og það er hægt að leika sér fram og til baka með áleggið. Eftirréttinn, After Eight-sælu, hef ég gert nokkrum sinnum en það var svolítið langt síðan ég hafði hann síðast svo ég ákvað að skella í eitt fat en hann passaði vel á eftir súpunni.“ Inga Björk er ekki óvön því að halda matarboð og þegar hún var yngri, ennþá í barnaskóla, var hún ekkert að tvínóna við hlutina og eldaði jafnvel þriggja rétta máltíðir eftir skóla fyrir vinkonur sínar – passaði sig meira að segja á að þrífa allt- af vel eftir sig svo það sást varla að ein á grunnskólaaldri hefði verið með veislu. Vinkonur hennar fóru heim að loknu boði og sögðu sumar foreldrum sínum að þær hefðu fengið að smakka forrétt. Inga Björk segir sinn mikla áhuga á matargerð ekki neinum lærðum matreiðslumanni í fjölskyldunni að þakka enda engan slíkan þar að finna. „Þó eru konurnar í fjölskyldunni miklar áhugakonur um mat og maður hefur bara lært þetta smátt og smátt. Ítalskur matur er í miklu uppáhaldi hjá mér og ég hef haldið matarboð þar sem ég útbjó sérstaka ítalska mat- seðla og hafði allt umhverfið eins ítalskt og hægt var. Mér finnst þetta ofsalega skemmtilegt og þetta kvöld með vinkonum mínum heppnaðist af- ar vel.“ INGA BJÖRK GUÐMUNDSDÓTTIR BÝÐUR HEIM Hélt fyrsta matarboðið sex ára * Ég hef hald-ið matarboðþar sem ég útbjó sérstaka ítalska matseðla og hafði allt umhverfið eins ítalskt og hægt var. INGA BJÖRK GUÐMUNDSDÓTTIR ER LÍKLEGA MEÐ ÞEIM YNGRI TIL AÐ BYRJA AÐ HALDA MATARBOÐ EN Í BARNASKÓLA VAR HÚN FARIN AÐ ELDA ÞRÍRÉTTAÐ OG BJÓÐA HEIM. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Nóg af sýrðum rjóma fór út á hvern súpudisk. 2-3 snittubrauð ½ box paprikusm- urostur 1 bolli mulið doritos, bragð að eigin vali ½ poki rifinn ostur 2 msk. gróft sinnep að eigin vali með kornum nokkur fersk basil- íkulaufblöð ½ camembertostur nokkur vínber 1 lítið box hvítlauks- eða kryddblöndurjómaostur nokkrar þunnar sneiðar reyktur lax nokkrar msk. hvítlauks- olía Byrjið á því að sneiða snittubrauðið niður, raðið á plötu með álpappír og smyrjið þær allar með hvít- lauksolíu. Setjið inn í 200°C heitan ofn og ristið í 6-8 mínútur. Takið þær úr ofn- inum, skiptið þeim niður á þrjá bakka og raðið álegginu á þær. Hér eru þrjár hug- myndir: Smyrjið með paprikusm- urosti, myljið doritos þar ofan á og loks rifnum osti. Hitið aftur í nokkrar mín- útur í ofninum. Smyrjið með kornasin- nepi, leggið ferskt basilíku- laufblað þar ofan á, camem- bertsneið og eitt vínber. Smyrjið með hvítlauks- eða kryddblöndurjómaost- inum og leggið reykan lax ofan á. Þrjár gerðir af snittum

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.