Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.10.2014, Qupperneq 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.10.2014, Qupperneq 34
34 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.10. 2014 Matur og drykkir Á kveðin tímamót urðu í lok vikunnar þegar Bjór, alíslensk bjórbók kom út í fyrsta sinn. Um er að ræða bæði skemmti- og fræðslubók en höfundar hennar eru Bjórskóla- kennararnir með meiru Stefán Pálsson og Höskuldur Sæmunds- son. Þetta er engin venjuleg glans- myndabjórbók en hana prýðir fjöldi teikninga eftir listakonuna Rán Flygenring. Crymogea gefur út en forlagið hefur hingað til verið þekktara fyrir útgáfu veglegra lista- og samfélagslegra bóka. „Það hefur svo ofboðslegur fjöldi verið gefinn út af bjórbókum, sem maður hefur skoðað í gegnum tíð- ina. Þá rekur maður augun í að stundum eru menn bara að reyna að slá um sig, telja upp fjöldann allan af tegundum sem er í raun ekki hægt að ná í. Það var ekki markmiðið hjá okkur. Hugsunin var að taka mið af veruleikanum eins og hann blasir við okkur hérna heima. Að velflestir bjór- arnir séu eitthvað sem fólk geti vænst þess að komast í án þess að fara landa á milli. Jafnframt tókum við mið af því hver væru þekktustu nöfnin og flestir hafa reynslu af og höfum svo annað flóknara í bland,“ útskýrir Stefán, sem tekur að sér að svara spurningum fyrir hönd höfundanna. „Við rekjum líka söguna. Hún er oft furðu vanrækt. Það er enginn hörgull á bókum sem sýna myndir af mörg hundruð flöskum og telja upp innihaldslýsingar og bragðlýs- ingar, sem skilar sér illa í texta. Við höfðum meiri áhuga á að segja sögur út frá viðkomandi bjór, hvort sem það er miðanum, nafninu eða fyrirtækinu og tengja það við al- mennari fróðleik,“ segir hann en í upphafi bókarinnar er líka fjallað almennt um bjór, bjórgerð og sögu. Hver bjór fær heila opnu Af nógu er að taka en í heiminum öllum eru til þúsundir bjórtegunda og er bjórinn jafnframt þriðji vin- sælasti drykkurinn, á eftir tei og vatni. Undirtitill bókarinnar er ein- mitt „umhverfis jörðina á 120 teg- undum“ en í bókinni fær hver bjór heila opnu og er túlkaður með teikningu. Við hvern bjór er síðan að finna ýmsar gagnlegar upplýs- ingar og lifandi texta þar sem húmorinn er aldrei langt undan. „Ég skal alveg viðurkenna að þegar við lögðum af stað þá sá maður fyrir sér frekar billega út- gáfu með iðnaðarjósmyndum af hverri bjórflöskunni á fætur ann- arri með glitrandi dropum,“ segir Stefán, sem reifaði hugmyndina í almennu spjalli við Kristján B. Jónasson útgefanda hjá Crymogeu. „Hann er með þetta forlag sem hefur sérhæft sig í listaverkabók- um og það kom aldrei til greina að hann færi að gefa út slíka bók,“ segir hann en hjá útgáfunni er mikið lagt upp úr útliti og gæðum bókanna, leturgerðir, pappír og prenttækni eru í fyrirrúmi. „Hann tengir okkur við Rán Fly- genring. Hún fær textana senda til sín og fær frjálsar hendur,“ segir hann en myndirnar í bókinni eru mjög skemmtilegar og fjölbreyti- legar. Hönnun bókarinnar var síð- an í höndum Harðar Lárussonar. „Það hefði ekki verið mögulegt að gera svona svona bók mikið fyrr á Íslandi. Það hafa komið út tvær bækur um bjór á íslensku frá því að bjórinn var leyfður en báðar voru að mestu þýddar með ein- hverri staðfærslu,“ segir hann en ekki eru nema 25 ár síðan bjór var leyfður á Íslandi. „Á síðustu sex, sjö árum hefur orðið mikil bjór- vakning og það hefur verið að fjölga þessum litlu framleiðendum. Blöðin skrifa bjórrýni og það fer allt á hliðina þegar jólabjórinn kemur. Ísland er orðið bjórútflutn- ingsland en það er talsvert mikið afrek að geta selt milljónaþjóðum með sína löngu og miklu sögu framleiðsluna okkar.“ Sífellt verið að falsa söguna Hann segir bókina hafa kallað á talsverða rannsóknarvinnu en margt sé á huldu í sögu bjórsins, jafnvel hjá stórum alþjóðlegum vörumerkjum. Hann segir bjór- bransann vera nútímalegan mat- vælaiðnað sem hafi alltaf notað nýjustu þekkingu en vilji draga upp þá ímynd að allt sé svo gamalt Morgunblaðið/Þórður UMHVERFIS JÖRÐINA Á 120 BJÓRTEGUNDUM Þriðji vinsælasti drykkurinn FYRSTA ALÍSLENSKA BJÓRBÓKIN EFTIR STEFÁN PÁLSSON OG HÖSKULD SÆMUNDSSON VAR AÐ KOMA ÚT. ÞETTA ER SKEMMTI- OG FRÆÐSLUBÓK ÞAR SEM HÚMOR OG LIST- RÆNT GILDI ER ALDREI LANGT UNDAN. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Stefán Pálsson og Höskuldur Sæmundsson eru höfundar fyrstu alíslensku bjórbók- arinnar. Þeir eru jafnframt kennarar við Bjórskólann og kunna að meta góðan bjór. Þetta er engin venjuleg glansmyndabjórbók en hana prýðir fjöldi skemmtilegra teikninga eftir listakonuna Rán Flygenring.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.