Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.10.2014, Qupperneq 46

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.10.2014, Qupperneq 46
46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.10. 2014 S kammdeginu er um það kennt að ís- lensk umræða verður stundum svo undarleg. Jafnvel ofsafengin af minnsta tilefni. Kyrrlátir menn hrökkva af hjörum og varkárir sunnudagsbílstjórar fara út af í lausa- mölinni, þótt engin sé beygjan. Óskrifuð doktorsritgerð? Vel má vera að þetta fyrirbæri hafi verið rannsakað og jafnvel skrifaður um það lærður texti, sem mætti hafa gagn af. Best væri auðvitað ef fræknir fírar og fóstbræður hefðu ritrýnt hann, svo hann kæmist að fullu til mats. Þá vantaði eiginlega ekki neitt upp á. Bestu skilyrði fyrirbærisins eru að sumu leyti hin sömu og norðurljósanna, þótt ekki hafi náðst að sanna bein tengsl þar á milli. Langvarandi stillur, þurr kuldi og nægjanlegur næðingur. Skammdegis- umræðan þarf þó ekki á japönskum túristum að halda eins og norðurljósin, og er kannski það helsta sem skilur að. Undirrót harkalegra skammdegis- deilna er oft nokkuð djúpt í sálarkimum þessarar langþjáðu þjóðar og fer oftast að bæra á sér nokkr- um vikum eftir að atvinnu-jólasveinar hverfa til síns heima og landsmenn strjúka kviðinn varlega og láta sjatna í sér. Þær athafnir eru birtingarmynd sjald- gæfra sælustunda, en eru ekki illindavænar. Viðkom- andi eru fjarri því að vera sjálfum sér líkir, friðsælir, spakir; mala eins og geltir fresskettir og taka flestu vel, eins og þeir. Skilyrðin batna hins vegar verulega aðeins fáum vikum síðar, þegar glittir í kreditkort- areikninginn í byrjun febrúar úti við sjóndeildar- hringinn. Það er hinn mikli uppgjörstími, sem fæst ekki frestað og kaldur veruleikinn fer heims um ból og stendur þá lessið slaklega hjá mörgum. En á móti kemur að þá er komin upp kjörstaða fyrir illindi, uppþot og deilur, sem létta mjög geð guma, þótt það hljómi ekki sennilega. Fáránlegar fullyrðingar, skít- legt skens og stórir dómar um náungann eiga þá sinn tíma. Fer þá margur kyrrsetumaður að koma sér í stígvélin. Það er einmitt þá sem Gróa leggur upp frá Leiti og kemur víða við, og hún er fjölmenn og hrað- skreið orðin með árunum, gjörnýtir framþróun og framhleypni tækninnar, fylgist með og lætur gamm- inn geisa; líka í háloftunum á Saga Class; og er þar eins og heima hjá sér, eins og á fésbók. Hún er iðin við kolann, spinnur sinn vef, sem nú er orðinn alþjóð- legur, ruggar sér í lendunum og rær undir, eins og hún lifandi getur. Þeir í blaðamannafélaginu eru sagðir hafa horn í síðu hennar, síðu fimm, þola illa samkeppnina, og leka ýmsu til Samkeppnisstofn- unar, sem lekur því áfram. Guð má vita hvurt. En Gróu er þó ekki alls varnað, því enn sem fyrr er hún einn af sárafáum kaupahéðnum landsins, sem selja aldrei neitt dýrara en þeir keyptu. Þrátt fyrir það „bissnesmódel“ hefur Gróa aldrei orðið gjaldþrota, á meðan milljarðafyrirtæki geispa golunni og eiga þá ekki krónu með gati upp í kröfur. „Þá er það víst að bestu blómin Gróa...“ syngur hún og selur ekki dýr- ara en vant er. Margir hafa fengið verðlaun Sænska seðlabankans, þau sem Alfreð Nóbel hafði aldei heyrt um, fyrir gagnslausari formúlu en þá, sem kaupskapur Gróu nýtir. Hvað býr undir? En hafi skammdegisuppþot og deilur ekki verið kannaðar af fagmönnum, eru þeir sjálfsagt til sem líta svo á að fyrirbærið sé ekki til. Af þeirri ástæðu einni er nauðsynlegt að slík úttekt verði gerð. Hún gæti haft það umfram flestar aðrar faglegar rann- sóknir að verða býsna skemmtileg. Það væri til að mynda fróðlegt að fá að vita hvort allur hamagang- urinn, upphrópanir, ásakanir, stóryrði og slúður í há- tíðarbúningi hafi gert eitthvert gagn. Hvort gaura- gangurinn, utandagskrárumræðurnar, taugatitringur fjölmiðla og tilkallaðra fræðimanna úr hópi góðkunningja hafi gert eitthvert gagn. Eða hvort það hafi jafnvel verið minna en ekkert, eins og tilfelli „rannsóknarskýrslu“ um lífeyrissjóði í aðdrag- anda hruns, kurteislegasta kattaþvottar sem sést hefur, eða skýrslunnar um Íbúðalánasjóð sem upp- fyllti varla þær gæðakröfur sem gerðar eru til upp- hlaupa í skammdeginu. Og er þá langt til jafnað. Það er þakkarefni að fyrir fyrsta dag vetrar skuli bresta Meinvillur í myrkrunum lá hann og þar leið honum betur en annars staðar Reykjavíkurbréf 24.10.14
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.