Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.10.2014, Síða 47

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.10.2014, Síða 47
á skammdegisumræður og rætt af hávaða um skot- vopn sem norskir fundu hjá sér í tiltekt og Góði hirð- irinn þar lét íslenska vita af. Auðvitað fá þeir forskot í slíkri umræðu sem takast á við tölvuleiki fram á fullorðins ár, en jafnrétti til hins og þessa er ekki lengra komið og verður súr að sæta því. Ó nei, ekki orð, bannað Það er margt skrítið í fari pólitíska rétttrúnaðarins sem bannar að minnsta umræða fari fram um þau álitaefni sem erkiklerkar hans hafa hafið á háan stall og hópa „guðlast!“ í kór vogi einhver sér að opna munninn, jafnvel óviljandi, þar nærri. Eins og nafnið ber með sér er rétttrúnaðurinn pólitískur. Ekkert skrítið við það. En það kemur dálítið á óvart að hann sé eingöngu vinstripólitískur. Það er svo sem alþjóð- legur vandi, en er þó einkar áberandi hér á landi og sýnir sig í stóru og smáu. Fyrir nokkrum árum orðaði óbreyttur þingmaður Sjálfstæðisflokksins þá hugsun sína, sem hann vissi ekki að væri bönnuð, hvort ekki væri rétt að draga úr opinberum framlögum til hópa og einstaklinga í lista-og menningargeiranum, fyrst þröngt þætti í búi. Það var engin smágusa sem þingmaðurinn fékk yfir sig af þessu tilefni og virðulegir fjölmiðlar drógu ekki af sér og lögðust á eina hlið með þeim, sem pirr- aðastir urðu af þessu tilefni. Bréfritari getur í þenn- an hóp viðurkennt að ein af hans meinlokum leiðir til þess, að hann var ekki uppnuminn yfir hugmyndum þingmannsins. En máttu þær ekki fá efnislega um- ræðu? Liggja ekki fyrir margvísleg öflug rök mál- staðnum til stuðnings, önnur en þau, að um hann hafi ríkt bærileg sátt og hlutfallslega litlir fjármunir í húfi? Síðastliðin fjögur ár mátti alls ekki ræða að sjálfu borgarstjóraembættinu hafi verið ráðstafað í spé og spilerí, sem engu skilaði. Það umræðubann stafaði af því, að Samfylkingin hafði svindlað sér til valda eftir afhroð í kosningum í þessu skrítna skjóli. Mörgum þótti undarlegt hvernig borgaryfirvöld höfðu gengið fram í fyrirgreiðslu gagnvart fámenn- um og nýlegum (hér) trúarsöfnuði. Ekki neitt stór- mál, og það mega hafa verið frambærileg rök fyrir slíkri gjörð. En þau voru aldrei færð fram. Hvers vegna mátti þá ekki ræða þessa ákvörðun? Lóðaút- hlutanir og byggingaráform eru hefðbundin þrætu- epli hér á landi og raunar víðar. Kjarval amaðist við Hljómskálanum (hver vildi nú rífa hann?). Nú er sú fyrirtekt bara skemmtileg og skaðar hvorki Kjarval né aðra. Það lék allt á reiðskjálfi vegna byggingar Ráðhúss Reykjavíkur, sem síðan hefur hvað eftir annað verið útnefnt fegursta bygging borgarinnar eða ein af þeim. Seðlabanki hrökklaðist með sína byggingu lóð af lóð. Allt fór það vel að lokum. Menn rifu hár sitt út af Hallgrímskirkju. Það eru mörg dæmi um að mótmælendur hafa haft sitt í gegn og sé litið um öxl sést að það er þakk- arefni. Ómerkilegir, sjálfskipaðir umræðustjórar hrópuðu að þeir sem efuðust um byggingu á mosku og hvern- ig að var staðið, væru þar með réttstimplaðir ras- istar! Í mörgum tilvikum er að lögum refsivert að haga sér eins og rasisti. (Nú eru safnaðarmeðlimir í helgihúsum Múhameðs ekki kynþáttur, en látum það vera.) Upphrópin, sem menn slengdu glaðbeittir um sig, var því alvarlegri gjörð en hitt að hafa skoðun á málinu. Það er hættulegt ef einhver málstaður fær þá stöðu að allt sem tengist honum sé handan við mál- frelsið. Það var sannarlega ekkert að því að andæfa Hallgrímskirkju, þótt þar færi hús lögvarins fé- lagsskapar, sem þá og raunar enn, er sá fjölmennasti í landinu. Eru ekki flestir á því nú að Hallgríms- kirkja sé betur byggð en óbyggð? Hitt er annað að margur hefði mátt andæfa öðrum kirkjubyggingum sem risu, þótt þær fengju fá fegurðarverðlaun og stingi enn í augu. Enn heilagri mál Loftslagsmál telja æðstuprestar rétttrúnaðarins fyr- ir löngu komin hátt yfir þau mörk að þau megi ræða. Aðeins umræða í hallelújahrópum um óhrekjanlegan málstað er leyfileg. Þeir, sem hafa spurningar fram að færa um þann málaflokk, eru sagðir afneitarar sem viðurkenni ekki hlýnun jarðar. Trúi sennilega einnig því, að jörðin sé flöt. Ágreiningurinn stendur þó ekki um mælda hlýnun jarðar, fremur um það, hvort hún verði rakin til til- þrifa mannsins. Þeir sem biðja um handfastan fróð- leik um slíkt eru umsvifalaust taldir vera talsmenn umhverfissóða. Nú vill svo til, að margt af því sem gert er, með vís- un til ógnar af loftslagsbreytingum, er prýðilegt og bætir skilyrði manna og dýra jarðarinnar. Það er fagnaðarefni. En það er þó ekkert að því, þótt spurt sé, hvort þær ágætu aðgerðir breyti einhverju um, hvort lofthjúpur jarðar hlýni eða eitthvað annað hafi mun meiri áhrif í þeim efnum. En nútíma bannfær- ingarmennirnir vilja ekkert þess háttar fjas. Þróunaraðstoð er eitt af því sem er hátt uppi á hillu rétttrúnaðarmanna, og málfrelsið því mjög takmark- að. Frá því að sjónvarpið fór að verða frekasta hús- gagnið í stofum mannsins hafa fáir dagar liðið án þess að á skermum þess séu myndir af hungruðu fólki, ekki síst börnum með uppþembdan maga. Skiptir þá ekki máli hvort stöðin, sem sendir út, er innlend eða erlend. Þetta er dapurleg og niðurdrep- andi efni, en á fullan rétt á sér. Jón og Gunna í vel- megunarlöndunum, jafnvel þau sem fara í verkföll í baráttunni fyrir „mannsæmandi launum“, styðja að í þeirra nafni og með þeirra fé sé reynt að bæta úr þessari ömurlegu eymd, sem myndirnar birta. En sú eðlilega hluttekning er notuð til þess að réttlæta þöggun umræðu um gagnsemi þróunarhjálpar. Það skyldi þó ekki vera að það hafi leitt til þess að margt hefur farið úrskeiðis í þróunaraðstoðinni og þeir grætt á henni mest, sem síst skyldu. Bók vísindarithöfundarins Hér skal tilfærður stuttur kafli úr bók Matt Ridley, sem nýlega kom út. Um þá bók segir dagblaðið Guardian: „Frumleg, snilldarleg og umdeilanleg. Margir munu ugglaust telja hann (Ridley) hafa rangt fyrir sér. Það væri þó óneitanlega mikill léttir, ekki satt, ef hann hefði rétt fyrir sér.“ Kannski ættu rétttrúnaðarmenn að hætta lestri bréfsins hér, því að eftirfarandi kafli úr bókinni er sennilega utan við bannfæringarmörkin: Aukin þró- unaraðstoð frá auðugari svæðum heimsins hlýtur að geta hjálpað til við að mæta brýnustu þörfum Afr- íkubúa. Þróunaraðstoð getur bjargað mannslífum, dregið úr hungri, dreift lyfjum, moskítónetum og máltíðum, og fyrir hana má malbika vegi. Baráttan gegn mýrarköldu hefur bæði efnahags- og heilsu- farsleg áhrif. Töluleg gögn og frásagnir hafa þó sýnt að aðeins er hægt að treysta á að þróunaraðstoð eyk- ur ekki hagvöxt. Þróunaraðstoð við Afríku tvöfald- aðist sem hlutfall af vergri landsframleiðslu álfunnar á 9. áratug (síðustu aldar) en hagvöxtur dróst saman úr 2% í núll. Ef þróunaraðstoðin, sem Sambía hefur fengið frá árinu 1960 hefði verið fjárfest í einhverju sem skilaði sæmilegum arði, hefðu tekjur á mann í því landi nú verið hærri en í Portúgal – 20.000 dalir í stað 500. Þótt í sumum skýrslum frá fyrstu árum þessarar aldar hafi tekist að finna einhver merki um að tiltekin tegund þróunaraðstoðar hafi í einhverjum tilvikum ýtt undir hagvöxt í ríkjum með sérstaka tegund efnahagsstefnu, vísuðu Raghuram Rajan og Arvind Subramanina hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum þessum niðurstöðum á bug árið 2005. Þeir sáu þess engin merki að þróunaraðstoð leiddi til aukins hag- vaxtar í neinu landi. Hvergi.“ Þetta er vissulega umhugsunaefni, þótt þeir, sem iðulega taka fram að þeir hafi „ríka réttlætiskennd“, telji að slík rökstudd sjónarmið skuli bönnuð fyrir börn, en þó einkum fullorðna, á öllum aldri. Það sér enginn eftir því mikla fé sem þarna er spil- að úr, en sóunin er óneitanlega sárgrætileg. Morgunblaðið/Árni Sæberg * Eins og nafnið ber með sér er rétttrúnaðurinn pólitískur.Ekkert skrítið við það. En það kemur dálítið á óvart að hann sé eingöngu vinstripólitískur. 26.10. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 47

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.