Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.10.2014, Side 50

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.10.2014, Side 50
Viðtal 50 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.10. 2014 S immi og Jói grípa erlendan ferða- mann glóðvolgan í Perlunni. „Heyrðu lagsi, ertu ekki til í að sitja fyrir á mynd með okkur?“ Aldrei langt í grínið á þessum bænum. Ferðamaðurinn heldur það nú. Stillir sér upp á milli þeirra félaga. „Hvaðan ertu?“ spyr Simmi og í ljós kemur að okkar maður er frá Englandi. „Nú,“ segir Simmi. „Ég var einmitt að koma þaðan áðan. Fór með syni mína að sjá Liverpool og Real Madríd á An- field.“ Ferðamaðurinn hleypir brúnum, hann fylgir Rauða hernum líka að málum. Þeir eru víða, Púlararnir. Spurður um leikinn er Simmi fljótur til svars: „Söngurinn var góð- ur!“ Ekki orð um það meir. Það er heldur ekki eins og sendinefnd Sunnudagsblaðsins sé komin í Perluna til að ræða sparkmenntir þessa heims við Sigmar Vilhjálmsson og Jóhannes Ásbjörnsson. Þó það væri eflaust gaman. Tilefnið er allt annað og afskaplega ánægjulegt fyrir aðdáendur þeirra; útvarpsþátturinn vinsæli Simmi og Jói fer aftur í loftið föstudaginn 21. nóvember næstkomandi eftir eins og hálfs árs hlé. Sú breyting verður nú á að þátturinn verður ekki á Bylgjunni heldur á útvarpsstöðinni K100. Hann verður í beinni útsendingu á föstudags- morgnum frá kl. 9 til 12 og endurfluttur á laugardagsmorgnum á sama tíma. Andstætt ellimörkunum? Simmi og Jói kvöddu Bylgjuna í maí á síðasta ári. „Mér finnst eins og það sé lengra síðan. Er það ekki andstætt ellimörkunum?“ spyr Jói. „Fyrir þá sem þola okkur ekki er þetta örugglega alltof stuttur tími,“ segir Simmi og brosir í kampinn. Arkitektinn að endurkomunni nú er sami maðurinn og leiddi Simma og Jóa upphaflega saman á útvarpsstöðinni Mónó fyrir fimmtán árum, Pálmi Guðmundsson. Hann var þá dag- skrárstjóri Mónó en nú dagskrárstjóri Skjás- ins sem á og rekur K100. Simmi og Jói voru til að byrja með hvor með sinn þáttinn á Mónó en Pálmi sá í þeim teymi og leiddi þá saman, þrátt fyrir ólíkan bakgrunn. Jói er einbirni úr Reykjavík en Simmi yngstur sex bræðra frá Egilsstöðum. „Það þurfti smá þolinmæði til að byrja með – hjá báðum. En svo small þetta,“ segir Simmi. Síðan hafa þeir, Púlararnir sem þeir eru, getað tekið fullum hálsi undir með söngnum góða, sem Simmi vitnaði til í upphafi – You’ll Never Walk Alone. Þeir segja Pálma fyrst hafa ámálgað end- urkomu við þá í sumar en þeir tekið því dræmlega á þeim tíma. „Honum tókst samt að planta hugmyndinni hjá okkur og því meira sem við hugsuðum um það þeim mun meira langaði okkur að gera þetta. Útvarp er skemmtilegasti fjölmiðillinn – eða eigum við að segja ljósvakamiðillinn til að styggja ekki blaðamanninn – og það togar alltaf í mann aftur. Svo einfalt er það,“ segir Simmi. Jói kinkar kolli. „Við fundum fljótt eftir að við hættum á Bylgjunni að við söknuðum út- varpsins. Þetta er bara svo ofboðslega skemmtilegt og gefandi. Ætli útvarpsbakt- erían sé ekki ólæknandi,“ segir hann. „Kjarni málsins er þessi: Þetta er svo gam- an að við gátum ekki sagt nei. Maður verður hreinlega háður því hvað þetta er gaman. Við hefðum örugglega gert þetta frítt ef það sendi ekki kolröng skilaboð út til stéttarinnar í heild,“ segir Simmi glottandi. Mamma ennþá spenntari Það var ekki bara Pálmi sem þrýsti á Simma og Jóa heldur líka móðir þess fyrrnefnda, Gerður Unndórsdóttir, húsfreyja á Egils- stöðum. Hún var sem kunnugt er fastur síma- gestur í þáttunum. „Gerður var ein af skrautfjöðrum þáttarins,“ segir Jói, „og við kveiktum ekki almennilega á því fyrr en við vorum hættir hvað hún hafði svakalega gaman af þessu. Við erum mjög spenntir að byrja aftur en ég held að Gerður sé ennþá spenntari.“ Þeir hlæja. Félagarnir settu raunar bara eitt skilyrði fyrir því að ganga til liðs við K100 – að komið yrði upp útvarpssendi á Egilsstöðum svo Gerður og aðrir Austfirð- ingar geti hlustað á þáttinn. Fyrir eru fjórir sendar úti á landi; á Suðurlandi, Suð- urnesjum, Akureyri og Borgarfirði. Simmi og Jói munu fljúga sjálfir með sendinn austur á næstunni og tryggja að hann verði kominn í gagnið fyrir 21. nóvember. Þiggja heitan brauðrétt hjá Gerði og bónda hennar, silfur- manninum Vilhjálmi Einarssyni, í leiðinni. Spurðir um aðkomu Gerðar að þættinum í byrjun lýsir Simmi ábyrgðinni skuldlaust á hendur Jóa. „Sem sonur var ég ekki dómbær á það hvort móðir mín væri gott útvarpsefni en Jói sá einhverja möguleika í þessu,“ segir hann. „Því betur sem ég kynntist Gerði þeim mun betur áttaði ég mig á því hvað Simmi líkist henni mikið,“ útskýrir Jói. Og Simmi grípur fram í: „Þú meinar að ég segi hvað mér finnst án þess að vera spurð- ur!“ Þeir hlæja. Málpípa skúffuskálda Gerður sló strax í gegn enda framlag hennar aldeilis við alþýðuskap. Ekki síst djúp virð- ingin fyrir ljóðlist. „Gerður er málpípa skúffu- skálda um allt land,“ segir Jói og Simmi bæt- ir við að móðir hans hafi fengið urmul ljóða sendan austur eftir að hún fór að koma fram í útvarpi. Útgefið og óútgefið efni. Sem dæmi má nefna að Gunnar heitinn Dal sendi Gerði áritaðar bækur og átti við hana samtöl í síma. Félagarnir gera ráð fyrir að þátturinn verði með svipuðu sniði og áður en þeir hafa sem fyrr fullt ritstjórnarvald yfir honum. Allt frá Mónódögunum hafa þeir verið með handrit í fórum sínum í hljóðverinu og engin breyting verður á því nú. Þeir notast meira að segja ennþá við sama excel-skjalið, þar sem þeir halda hugmyndum til haga. „Við ætlum okkur ekki að finna upp hjólið – bara að smyrja keðjuna,“ segir Simmi. Venjan hefur verið að Simmi og Jói fylgist hvor í sínu lagi grannt með fréttum vikunnar og skrifi niður hjá sér hugmyndir. Á mið- vikudagskvöldum, þegar börnin hafa tekið á sig náðir, hittast þeir síðan og bera saman bækur sínar og leggja drög að þættinum. Morguninn fyrir þátt hittast þeir síðan aftur til að geir- negla handritið og jafnvel taka upp „sketsa“ og lög sem vikan hefur kallað á. Þetta ferli færist nú væntanlega fram um einn dag, þar sem þátturinn veður á föstudegi en ekki laugardegi. „Ég sakna þessarar vinnu ekkert síður en útsending- arinnar sjálfrar,“ viðurkennir Simmi. „Það er bráð- skemmtilegt að semja laga- texta og við höfum oft nagað okkur í handarbökin undanfarið eitt og hálft ár að vera ekki í loftinu. Ég nefni Mjólk- ursamsölumálið sem dæmi. Það hefði örugg- lega mátt taka snúning á því!“ Með fingurinn á púlsinum Jói bendir á að vaninn sé sterkur í útvarpi og fyrir vikið eldist útvarpsþættir oft betur en þættir í sjónvarpi. „Fólk vill gjarnan sama gamla sætið sitt,“ segir hann en leggur áherslu á að auðvitað þurfi vinsælir þættir að uppfæra sig og endurnýja með reglulegum hætti. Án þess að það komi niður á kjarn- anum. Félagarnir eru sammála um að útvarps- menn þurfi að vera með fingurinn á púlsinum og viðurkenna að þeir séu í dag ekki eins vel inni í samfélagsmálum og þegar þeir voru með þáttinn. „Við hættum ekki bara að vera fyndnir, við hættum líka að fylgjast með frétt- um. Alla vega eins vel og við gerðum,“ segir Jói. „Það er alveg rétt,“ segir Simmi. „Þátturinn var hvati fyrir okkur til að fylgjast vel með og þess hef ég saknað. Í þeim skilningi hefur út- varp mjög jákvæð áhrif á frjósemi manns. Það er nauðsynlegt að vera „spontant“ í beinni.“ Og Jói tekur upp þráðinn: „Það jafnast ekk- ert á við það að vera í hringiðunni.“ Simmi og Jói hafa löngum lagt sig fram um að þefa uppi fréttir sem ekki eru í öllum öðr- um miðlum og ekki síður að taka óvæntan snúning á helstu fréttunum hverju sinni. Helst jákvæðan. „Einhverjir þurfa að senda frá sér jákvæða orku. Við Íslendingar lifum alltof mikið og hrærumst í neikvæðri orku. Neikvæð skilaboð skella á okkur eins og flóð- bylgja allan liðlangan daginn. Það er klárt mál að þú getur haft áhrif á þína líðan með því að velja þér fréttir í fjölmiðlum,“ segir Jói. Simmi horfir á félaga sinn, hugsi: „Ertu byrjaður í rope-jóga?“ Útvarpið örvar frjósemina SIMMI OG JÓI SNÚA AFTUR Í ÚTVARP FRÁ OG MEÐ 21. NÓVEMBER NÆSTKOMANDI OG VERÐ- UR HINUM VINSÆLA ÞÆTTI ÞEIRRA FRAMVEGIS ÚTVARPAÐ Á K100 Á FÖSTUDAGSMORGNUM. HLÉIÐ VARÐ EKKI LENGRA EN HÁLFT ANNAÐ ÁR ENDA SEGJA FÉLAGARNIR ÚTVARPSBAKT- ERÍUNA ÓLÆKNANDI. SKEMMTILEGRI FJÖLMIÐILL SÉ EKKI TIL. ÞÁ KOM ÓVÆNTUR ÞRÝSTINGUR AÐ AUSTAN – FRÁ MÓÐUR SIMMA SEM VERÐUR AÐ SJÁLFSÖGÐU FASTAGESTUR Í ÞÆTTINUM. Texti: Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Myndir: Kristinn Ingvarsson kring@mbl.is Ég lít í anda liðna tíð. Simmi og Jói gægjast í baksýnisspegilinn á þaki Perlunnar. * „Einhverjirþurfa að senda frá sér jákvæða orku. Við Íslendingar lifum alltof mikið og hrærumst í nei- kvæðri orku.“

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.