Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.10.2014, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.10.2014, Blaðsíða 53
E kki er ýkja langt síðan erfðamengi mannsins var raðgreint en rað- greiningu þess lauk í apríl árið 2003. Væntingar jafnt almennings sem vísindasamfélagsins til marg- þætts notagildis þekkingarinnar voru gríð- arlegar. Margir sáu jafnvel fyrir sér að svo snemma sem árið 2010 byggi hver heim- ilislæknir yfir tækni og þekkingu til að veita öll- um sjúklingum sínum einstaklingsmiðaða lækn- isþjónustu byggða á erfðamengi hvers og eins. Sem flestum er kunnugt hefur þetta þó ekki enn orðið raunin. Áhugasömum hefur hins vegar síðustu ár staðið til boða að leita til fyrirtækja sem bjóða einstaklingum upp á raðgreiningu erfðamengis með það í huga að meta hvort við- komandi eigi meira eða minna á hættu en með- almaðurinn að þróa með sér hina ýmsu algengu sjúkdóma, s.s. Alzheimers, MS, ýmsar tegundir krabbameins og hjarta- æðasjúkdóma. Svör við slíkum erfðaprófum eru vanalega gefin í líkum og prósentum og er tilgangurinn sá að þeir ein- staklingar sem komast að því að þeir séu í áhættuhópi fyrir tiltekna sjúkdóma, endurskoði lifnaðarhætti sína í samræmi við það og geti þannig með fyrirbyggjandi að- gerðum minnkað líkur á því að greinast með þá sjúkdóma. Erfðapróf sem þessi hafa þó sætt gagnrýni fyrir ýmsar sak- ir. Timothy Caulfield, sem hefur sér- hæft sig í lýðheilsu og lífsiðfræði og er prófessor við lagadeild háskólans í Al- berta í Kanada, var staddur hérlendis nýlega og flutti opið erindi á vegum Sið- fræðistofnunar um erfðapróf og ein- staklingsmiðaða heilbrigðisþjónustu. Fyrirlesturinn nefndist „Is Personalized Medicine Really the Answer? Mapping the Benefits and Limits of Using Genetic Testing to Improve Your Health“ og miðaði að því að at- huga raunverulega gagnsemi erfðaprófa í nú- tímalæknisfræði. Í fyrirlestrinum fór Caulfield yfir birtingarmynd hátækniaðferða líkt og erfðaprófa í dægurmenningu og fjölmiðlum og snerti á því að líklega hefðu væntingar til nota- gildis erfðaprófa verið alltof miklar. Þetta er sér í lagi athugunarvert þegar haft er í huga að nið- urstöður erfðaprófa hafa ekki reynst hafa sér- stakt forspárgildi hvað varðar algenga sjúk- dóma, líkt og hjarta- og æðasjúkdóma og krabbamein, en á þeim vettvangi voru próf- unum einmitt ætlaðir stórir sigrar. Hvernig kom það til að prófessor í lögfræði fór að velta fyrir sér lýðheilsu? „Ef satt skal segja þá lít ég varla lengur á mig sem lögfræðing, heldur þverfaglegan rannsak- anda. Ég er heppinn að því leyti að ég er með mjög gott þverfaglegt teymi sem vinnur með mér að rannsóknum, því sumar rannsóknirnar eru þess eðlis að ég hefði ekki kunnáttuna sem þyrfti til að standa að þeim einn. Ég hóf ferilinn innan háskólasamfélagsins sem mun hefð- bundnari lagaprófessor en fór síðan að velta fyrir mér vandamálum er tengjast stefnu í heil- brigðismálum og athuga hvaða þekking þarf að vera til staðar í samfélaginu til að leysa slík vandamál. Þannig leiddist ég inn á þessa braut og ég er mjög ánægður með það í dag. Ég hef líka fundið fyrir því að það getur hjálpað til að standa utan við það sem ég er að rannsaka hverju sinni. Ég horfi á vandamál og gögn úr fjarlægð og það gefur mér annað sjónarhorn heldur en þeirra sem lifa og hrærast í faginu dagsdaglega. Ég lít t.d. allt öðrum augum á erfðapróf og mögulega gagnsemi þeirra og tak- markanir en erfðafræðingur myndi gera.“ Komin langt frá kjarnanum Þú skrifaðir bók. „Já, það er rétt, ég skrifaði bókina The Cure for Everything! sem ætluð er almenningi. Bók- in er sérstök að því leyti að ég prófaði að haga mínum eigin lífsstíl eftir því sem ég var að skrifa um. Þannig að ég prófaði alla kúrana, gerði allar æfingarnar og ferðaðist meira að segja til Hollywood til að þjálfa með einkaþjálf- ara stjarnanna. Hugmyndin með bókinni var að komast að sannleikanum hvað varðar allar þær skrýtnu hugmyndir um heilsu og heilbrigði sem dynja á okkur daglega, allt frá hátæknilausnum til undarlegra megrunarkúra. Næsta bók eftir mig mun síðan koma út í janúar og … ég efast um að þú trúir titlinum en ég segi þér hann engu að síður. Bókin á að heita „Is Gwyneth Paltrow wrong about everything“ (í: Hefur Gwyneth Paltrow rangt fyrir sér varðandi allt?) og fjallar um áhrif dægurmenningar á hug- myndir fólks um heilsu og það sem er heilbrigt. Ég talaði við lækni Gwyneth Paltrow, prófaði mataræðið hennar og gerði ýmislegt fleira til að reyna að sjá lýðheilsu í gegnum glugga dæg- urmenningarinnar. Þannig að í báðum þessum bókum er ég að reyna að taka eins marga vinkla til greina og ég get og finna nýjar leiðir til að segja almenningi hvað vísindin eru í raun að segja okkur um málefni eins og heilbrigði. Mér finnst við sem samfélag nefnilega oft komin mjög langt frá kjarna málsins þegar kemur að heilsu. Þetta er einfalt, heilsa snýst um hreyf- ingu, gott mataræði, að sleppa reykingum og drekka í hófi. Það er engin töfralausn.“ Þú virtist ekki mjög vongóður um framtíð erfðaprófa í fyrirlestrinum þínum. Eigum við að gleyma þessari tækni? „Ég er feginn að hafa tækifæri til að ræða þetta, því ég veit að ég get stundum hljómað neikvæður hvað varðar erfðaprófin. Ég hef mikla trú á vísindunum sem slíkum. Mér finnst rannsóknir á erfðamengi mannsins vera þess virði að framkvæma þær einfaldlega vegna þess að þetta er áhugavert og við eig- um eftir að læra meira um okkur sjálf í leiðinni og hlut- verk erfðamengisins. Hvort sem þessar rannsóknir eiga eftir að leiða til nýrra leiða í læknisfræði eða ekki, þá eru rannsóknirnar samt þess virði að gera þær. Mað- urinn er fróðleiksfús. Við gerum hluti bara af því að við getum gert þá og það er eitt af því fallega við vís- indin. Við þurfum hins vegar að vera varkár þegar við fjöllum um hluti eins og erfðapróf og ætlum að selja almenningi þau sem einhvers konar „bylt- ingu“. Ég efast mjög um það að erfða- próf og aðrar genarannsóknir eigi eftir að valda byltingu í ástundun læknisfræði og held að við eigum frekar eftir að sjá stigs- breytingar sem munu gerast yfir langt tímabil. Ef við byggjum upp of miklar væntingar, þá getur það haft þveröfug áhrif og valdið bak- slagi í rannsóknum og áhrifum erfðaprófa á lýðheilsu. Minn meg- inboðskapur í þessu er því ekki að við eigum að gleyma erfða- prófunum heldur að við þurf- um að stíga nokkur skref til baka og endurmeta notagildi þeirra á raunsæjan hátt. Góð- ur árangur hefur t.d. náðst með erfðapróf þegar kemur að greiningu sjaldgæfra, eingena sjúk- dóma og eins með sundurgreiningu (e. strati- fication) sjúklinga innan einstakra sjúkdóma, t.d. hvað varðar horfur. Það er hins vegar erf- iðara að nota prófin til að spá fyrir um algengu sjúkdómana, sem geta átt sér flókin upptök.“ Fólk óttast niðurstöðurnar Maður heyrir ekki af mörgum hérlendis sem hafa farið í erfðapróf. Hefur almenningur er- lendis nýtt sér þetta í stærri stíl? „Þetta er góður punktur, því viðtökur erfða- prófanna hafa almennt ekki verið jafngóðar og búist var við. Þannig að jafnvel þótt prófin stæðu undir þeim væntingum sem gerðar voru til þeirra fyrir nokkrum árum, þ.e. að með þeim væri hægt að greina einstaklinga í áhættuhóp- um fyrir algengum sjúkdómum og fyrirbyggja síðan sjúkdómana, þá nytu ekki margir góðs af ávinningnum. Það má síðan velta því fyrir sér af hverju almenningur virðist vera tregur til að fara í slík erfðapróf. Þau eru ekki mjög dýr þannig að það er líklega ekki kostnaðurinn sem fólk setur fyrir sig. Maður gæti hins vegar ímyndað sér að margir einfaldlega vilji ekki vita niðurstöður úr rannsóknum af þessu tagi. Fólk vill ekki láta vitneskju um að það eigi hugs- anlega eftir að fá hjartaáfall lita restina af ævinni, þótt það hafi reyndar sýnt sig að niðurstöður erfðaprófa koma fólki almennt ekki mjög lengi úr jafnvægi og fáir breyta lífsstíl sínum í sam- ræmi við niðurstöðurnar.“ Þú vildir sjálfur ekki fá að vita allar niðurstöður úr þínu erfða- prófi? „Það er rétt. Ég fór í erfða- próf og hafði mjög gaman af því, t.d. að komast að því að ég er írskur að uppruna. Það eina sem mér þótti virki- lega leitt að komast að var að skv. erfðamengi mínu eru líkurnar á því að ég hafi hæfi- leika á sviði íþrótta mjög litl- ar. Mér þótti það leiðinlegt því ég hef verið hlaupari alla ævi og var mjög góður á yngri árum. Allt mitt líf hef- ur litast af íþróttum, ég kynntist mörgum af bestu vinum mínum á hlaupabraut- inni og meira að segja kon- unni minni líka. Hefði ég fengið niðurstöður prófsins sem barn, væri líf mitt allt ann- að í dag og það sýnir vel að próf af þessu tagi þarf að taka með fyr- irvara. En ég bað um að sleppa því að fá niðurstöður um líkurnar á því að ég fengi Alzheimers. Það var engin ástæða fyrir því, ég hef ekki fjölskyldusögu um sjúkdóminn og ég veit að þetta er órökrétt af mér og ekki í samræmi við það sem ég held fram varðandi prófin en mig einfaldlega langaði ekki að vita þetta. Jafnvel þótt forspárgildi prófsins gagnvart Alzheimers sé ekki einu sinni mikið. Mér þykir of vænt um vitsmunalegu hliðina, ef svo má segja, til að geta hugsað mér að leiða hugann að Alz- heimers. Einhverjir myndu kalla þetta hræsni en ég er víst manneskja eins og allir aðrir og við hugsum ekki alltaf rökrétt,“ segir Caulfield og brosir. Næsta bók Caul- field fjallar um áhrif dægurmenningar á heilsu og hann skoðar sérstaklega mataræði Gwyneth Paltrow. AFP Engin töfralausn til fyrir heilsuna KANADÍSKI LAGAPRÓFESSORINN TIMOTHY CAULFIELD HEFUR ALFARIÐ SNÚIÐ SÉR AÐ LÝÐHEILSURANNSÓKNUM. HANN VAR STADDUR Í HÁSKÓLA ÍSLANDS Á DÖGUNUM ÞAR SEM HANN RÆDDI GAGNSEMI ERFÐAPRÓFA OG BIRTINGARMYND ÞEIRRA Í DÆGURMENNINGU OG FJÖLMIÐLUM. HANN TELUR LÍKLEGT AÐ VÆNTINGAR TIL NOTAGILDIS SLÍKRA PRÓFA HAFI VERIÐ OF MIKLAR. Guðrún Ingibjörg Þorgeirsdóttir gith@mbl.is 26.10. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 53 „Hugmyndin með bókinni var að komast að sannleikanum hvað varð- ar allar þær skrýtnu hugmyndir um heilsu og heilbrigði sem dynja á okkur daglega, allt frá hátæknilausnum til undarlegra megrunarkúra,“ segir Tomothy Caulfield um bók sína The Cure for Everything.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.