Morgunblaðið - 06.11.2014, Page 6

Morgunblaðið - 06.11.2014, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2014 Laugavegi 54, sími 552 5201 Finnið okkur á facebook Kápur áður 19.990 kr. Nú 15.990 Líka til í svörtu Túnikkur áður 14.990 kr. Nú 9.990 kr. Stærðir 42-48 af öllum vörum aðeins þessa helgi 20-30% afsláttur Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Akureyrarbær braut gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla við ráðningu sumarstarfs- manns á leikskóla í bænum vorið 2014 að mati kærunefndar jafnrétt- ismála. Fram kemur í úrskurði kæru- nefndar að Akureyrarbær auglýsti eftir sumarstarfsmönnum til starfa á leikskólum bæjarins síðasta vetur. 74 umsóknir voru um störfin. Fjórar konur voru ráðnar á leikskólann sem kærandinn sótti um sumarstarf á, þar af höfðu þrjár kvennanna minni menntun og minni reynslu af starfi með börnum en kærandinn. Kær- andi, sem er karlmaður, taldi að Akureyrarbær hefði brotið gegn lögum nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla með því að ráða fjórar konur til starfa á ein- um leikskólanna. Raðaði ekki eftir hæfni Kærunefnd tók fram að Akureyr- arbær hefði ekki raðað umsækjend- um í hæfnisröð með tilliti til mennt- unar er tengist starfi með börnum eða með tilliti til reynslu af þeim störfum en þess í stað kosið að byggja ráðningu einkum á umsögn- um meðmælenda ásamt frammi- stöðu í starfsviðtali. Kyn kæranda til grundvallar Úrskurðarnefnd lýsir málavöxtum m.a. svo: „Alls bárust 74 umsóknir um sumarstörf á leikskólum kærða. Umsóknum var skipt í fjóra hluta og unnið úr einum þeirra vegna ráðn- ingar á þeim tiltekna leikskóla er mál þetta varðar. Voru átta umsækjend- ur boðaðir í viðtal vegna starfa þar og var kærandi einn þeirra. Að því loknu var ákveðið að bjóða fjórum konum sumarstörf.“ Sjónarmiðum kæranda er m.a. lýst svo: „Kærandi greinir frá því að hann sé með BA-gráðu í uppeldis- og menntunarfræðum og stundi nám í kennslufræði við Háskólann B. Hann telur sig hafa verið hæfari til starfs- ins en þær er ráðnar voru. Aðeins einn af öðrum umsækjendum hafi lokið námi á háskólastigi.“ Í niðurstöðum úr- skurðarnefndarinnar segir að verulega skorti á að Akureyrarbær hafi stutt ákvörðun sína viðhlítandi gögnum. „Verður því ekki talið að honum hafi tekist að sýna að aðrar ástæður en kyn kæranda hafi legið til grundvallar ákvörðun um að hafna um- sókn hans,“ segir þar orðrétt. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Akureyri Aðeins tveir karlmenn unnu á leikskólanum sem maðurinn sótti um sumarstarf á en fjörutíu konur. Fjórar konur voru ráðnar. Kærunefnd jafnréttismála úrskurðaði manninum í hag og sagði Akureyrarbæ hafa brotið lögin. Akureyrarbær braut gegn jafnréttislögum  Kærunefnd segir karlmanni hafa verið hafnað vegna kyns Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Þóra Elísabet Kristjánsdóttir, náms- læknir á Landspítalanum, sem jafn- framt starfar hjá Heilsugæslunni á Egilsstöðum, birti launaseðil sinn vegna útgreiddra launa frá Heilsu- gæslunni á höfuðborgarsvæðinu 1. september sl. á samskiptavefnum Fa- cebook í liðinni viku. Þar kom fram að heildarlaun hennar voru fyrir 100% dagvinnu tæpar 437 þúsund krónur. Morgunblaðið hefur heimildir fyrir því að fyrir sama tíma hafi hún fengið um 1,5 milljónir króna fyrir störf sín fyrir austan. Þóra Elísabet sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að ástæða þess að hún birti þennan seðil hefði verið sú að hún vildi sýna hversu lág launin væru fyrir 100% dagvinnu. „Það eru bara sjálfsögð mannréttindi að geta lifað af dagvinnulaununum,“ sagði hún. Aðspurð hvort hún vildi staðfesta launagreiðslu upp á 1,5 milljónir króna á Egilsstöðum, sagði Þóra El- ísabet: Dagvinnulaunin aðalatriðið „Ég hef aldrei haldið því fram að þetta væru heildarlaunin mín, sem voru á launaseðlinum sem ég birti. Ég ætla ekkert að tjá mig um það hvað ég fékk í laun fyrir austan á þessu tímabili. Mín barátta er um að fá mannsæmandi dagvinnulaun. Ég er með aðskilda launaseðla, annars vegar fyrir dagvinnu og yfirvinnu fæ ég borgaða sér.“ Aðspurð hvort hún teldi svona kjarabaráttu vera fullkomlega heið- arlega, að upplýsa aðeins um lítinn hluta launa sinna, sagði Þóra El- ísabet: „Það skiptir engu máli hvort ég er á sólarhringsvöktum úti á landi, daginn út og daginn inn. Baráttan stendur um að bæta dagvinnulaunin.“ Þóra Elísabet segir að það sé ekk- ert launungarmál að hún bæði vinni stundum úti á landi og í Noregi og hafi mun meira upp úr því en fyrir störf sín í Reykjavík. Það sé hins veg- ar ekki það sem hún vilji. Hún vilji búa og starfa í Reykjavík og ná end- um saman á dagvinnulaunum sínum. Upplýsir ekki um heildarlaun  Námslæknir á Landspítalanum með aðskilda launaseðla  Birti einvörðungu dagvinnulaunin og vill lifa á þeim Þetta er í annað sinn á tveimur árum, sem úrskurðað er að Akureyrarbær hafi brotið gegn jafnréttislögum. Í fyrra tilvikinu var einnig um karlmann að ræða. Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, var í gær spurður hver viðbrögð bæjarins yrðu við úrskurð- inum og hvort hann ætti von á bótakröfum frá kærand- anum: „Við þurfum að fara yfir ferilinn í þessu máli og skoða hvað við höfum ekki verið að gera rétt. Það er að sjálf- sögðu ekki okkar markmið að fara ekki að jafnréttis- lögum. Við tökum svona úr- skurð alvarlega og reynum að bæta okkur,“ sagði Ei- ríkur Björn Björg- vinsson. Reynum að bæta okkur BÆJARSTJÓRI AKUREYRAR Eiríkur Björn Björgvinsson Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Ég hef talað við nokkra sem eru að panta frá Kína og það eru allir að borga tolla,“ sagði Edda Kamilla Örn- ólfsdóttir. Þetta gerist þrátt fyrir að fríverslunarsamningur milli Íslands og Kína hafi tekið gildi 1. júlí. Edda Kamilla fékk nýlega vörur sem hún pantaði frá póstverslun í Kína. Verðmæti sendingarinnar var innan við 25 bandaríkjadalir (rúmar 3.000 krónur). Sendingin fór frá Kína til Hollands og var umskipað þar til Íslands. Sendingin var ekki tollaf- greidd í Hollandi og upprunaland er merkt Kína. Engu að síður halda Pósturinn og tollurinn sig við það að sendingin hafi komið frá Hollandi. Því eigi fríverslunarsamningurinn ekki við og borga eigi toll. Edda Kamilla kvaðst hafa pantað vörur frá sömu verslun í Kína í sumar, skömmu eftir að fríverslunarsamn- ingurinn tók gildi, og þá var tollurinn felldur niður. Hún sættir sig ekki við að þurfa að borga tollinn nú og hefur staðið í samskiptum bæði við Póstinn og embætti Tollstjóra vegna málsins. Svörin hafa verið misvísandi. Starfs- maður Tollstjóra sagði henni í síma að hún ætti ekki að greiða toll þótt send- ingunni hefði verið umskipað í Hol- landi. Pósturinn var á öðru máli og nú virðist tollurinn vera farinn að taka undir skilning Póstsins. Óskar eftir rökstuðningi Edda Kamilla vitnar í 33. grein frí- verslunarsamnings Íslands og Kína máli sínu til stuðnings. Þar kemur m.a. fram varðandi beinan flutning að heimilt sé að umskipa sendingu eða geyma hana tímabundið undir tolleft- irliti á leiðinni. Edda Kamilla óskaði í gær eftir rökstuðningi tollsins fyrir því að hún eigi að borga toll. Að sögn Brynjars Smára Rúnars- sonar, hjá Póstinum, er mikil og góð samvinna á milli tollsins og Póstsins. Pósturinn starfi eftir vinnureglum frá tollinum t.d. varðandi upprunamál og beri öll álitamál undir tollinn. Hann sagði að fyrirspurnum vegna tollafgreiðslna frá Kína hefði fjölgað á milli ára í kjölfar aukins innflutnings frá Kína. Sendingum frá Kína fjölgaði gríðarlega mikið á milli áranna 2013- 2014. Ekki er hægt að merkja sér- staka aukningu eftir að fríverslunar- samningurinn milli Íslands og Kína tók gildi 1. júlí á liðnu sumri. Aðspurður sagði Brynjar Póstinn ekki hafa neinn hag af tollgjaldi sem lagt er á póstsendingar. En leikur einhver vafi á því hvort á að borga toll af vörum frá Kína eða ekki? „Nei, ef varan kemur í beinum flutningi frá Kína þá fellur hún undir fríverslunarsamninginn en ef ekki er hægt að sjá með neinum hætti hvort sending komi í beinum flutningi frá Kína þá fellur hún ekki undir fríversl- unarsamninginn. Eins og áður sagði þá eru öll álitamál borin undir toll- inn,“ sagði í skriflegu svari Brynjars. Rukka toll þrátt fyrir fríverslun- arsamninginn  Vara frá Kína sögð koma frá Hollandi Fylgiseðill Miði sem var límdur á pakkann við umskipun í Hollandi.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.