Morgunblaðið - 06.11.2014, Side 8

Morgunblaðið - 06.11.2014, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2014 Dagur B. Eggertsson hefur lagtfram frumvarp að fjárhags- áætlun Reykjavíkur fyrir næsta ár og upp úr stendur að útsvarsgreið- endur fá áfram að greiða hæsta mögulega útsvar og að skatttekjur fara enn vaxandi.    Ekkert er gert tilað létta álög- um af borgarbúum en borgarstjórn- armeirihlutinn held- ur ótrauður áfram að auka við útgjöld sem tengjast mið- lægri stjórnsýslu, ekki síst skrifstofu borgarstjóra. Þar á að auka útgjöldin um 13% frá áætlun þessa árs og um 10% frá endurskoðaðri áætlun.    Þetta fer illa saman við tal um að-hald og góðan rekstur, en að- haldið á ekki upp á pallborðið þeg- ar gæluverkefnin eru annars vegar.    Þannig má nefna að það sem kall-að er mannréttindaskrifstofa fær á næsta ári, samkvæmt áform- um meirihlutans, 103 milljónir króna, sem er hækkun um 13% frá áætlun síðasta árs.    Annað gæluverkefni er kaup-samningur Halldórs Auðar Svanssonar í meirihlutaviðræð- unum, sem kallaður er stjórnkerfis- og lýðræðisráð.    Það ágæta ráð er nýstofnað, enáætlað er að það kosti 23 millj- ónir króna á næsta ári.    Þetta þykir ef til vill ekki háttverð fyrir heilan meirihluta, en hlýtur að teljast allnokkuð fyrir eitt varadekk. Dagur B. Eggertsson Dýrt varadekk STAKSTEINAR Halldór Auðar Svansson Veður víða um heim 5.11., kl. 18.00 Reykjavík 5 rigning Bolungarvík 3 rigning Akureyri 1 alskýjað Nuuk -5 léttskýjað Þórshöfn 6 léttskýjað Ósló 1 súld Kaupmannahöfn 10 skýjað Stokkhólmur 3 skýjað Helsinki 2 skýjað Lúxemborg 7 skýjað Brussel 7 skýjað Dublin 7 skýjað Glasgow 6 léttskýjað London 11 léttskýjað París 10 alskýjað Amsterdam 7 þoka Hamborg 10 súld Berlín 11 skýjað Vín 18 skýjað Moskva 3 þoka Algarve 20 léttskýjað Madríd 12 léttskýjað Barcelona 16 léttskýjað Mallorca 16 léttskýjað Róm 21 léttskýjað Aþena 17 skýjað Winnipeg -2 skýjað Montreal 10 léttskýjað New York 16 heiðskírt Chicago 10 skýjað Orlando 26 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 6. nóvember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 9:28 16:56 ÍSAFJÖRÐUR 9:47 16:46 SIGLUFJÖRÐUR 9:31 16:29 DJÚPIVOGUR 9:01 16:22 Í dag, fimmtudaginn 6. nóvember kl. 11-18, ætlar Kokkalandsliðið að vera í Smáralindinni og sýna yfir 30 rétti sem eldaðir verða í Heimsmeist- arakeppninni í matreiðslu sem fram fer í Lúxemborg 22.-27. nóvember. Kokkalandsliðið hefur æft fyrir keppnina síðustu 18 mánuði en keppnisgreinarnar eru tvær, annars vegar er keppt í köldu borði sem sýnt verður í Smáralindinni og hins vegar er keppt í framreiðslu á heitum mat. Það tekur rúma tvo sólarhringa að útbúa alla réttina á kalda borðið sem sýnt verður í Smáralindinni en liður í æfingarferlinu er að flytja réttina á milli staða þannig að þeir haldi útliti sínu alveg. Íslenskt hráefni notað „Í keppninni eru gerðar miklar kröfur um útlit og hráefnisnotkun. Kokkalandsliðið leggur áherslu á að nota íslenskt hráefni í réttina sína og borðbúnaðurinn er meðal annars unninn úr rekaviði af Ströndum, ker- amiki, postulíni, silfri og gulli,“ segir í fréttatilkynningu. Heimsmeistarakeppnin, Culinary World Cup, er haldin á fjögurra ára fresti. Þar mætast færustu kokkar heimsins og keppa sín á milli um gull-, silfur- og bronsverðlaun. Í keppninni um heitu réttina er útbú- inn þriggja rétta matseðill með for- rétt, aðalrétt og eftirrétt sem eldað er frá grunni á keppnisstað fyrir 110 gesti. Landsliðið Kokkarnir hafa æft baki brotnu undanfarna 18 mánuði. Landsliðið sýnir kalda borðið sitt  Undirbúningur fyrir HM í matreiðslu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.