Morgunblaðið - 06.11.2014, Side 14

Morgunblaðið - 06.11.2014, Side 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2014 SVIÐSLJÓS Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Möguleikar höfuðborgarsvæðisins þegar kemur að hafntengdri ferða- þjónustu eru vannýttir. Fyrir vikið vinnur Höfuðborgarstofa að því að vekja íbúa af höfuðborgarsvæðinu til meðvitundar þá þjónustu sem er umhverfis gamla hafnarsvæðið auk þess að veita ferðamönnum af skemmtiferðaskipum, sem leggjast að í Reykjavík, tækifæri á að upp- lifa svæðið með skilvirkari hætti. „Okkur langar að setja meiri „fók- us“ á gömlu höfnina, sem fengið hefur endurnýjun lífdaga. Um- hverfis höfnina er sjálfsprottinn pottur af menningu, hönnun og ferðaþjónustutengdum hlutum. Að sumu leyti eru Reykvíkingar ekki búnir að fatta það hvaða mögu- leikar eru í kringum höfnina. Þar eru flottir veitingastaðir og margt í gangi. Við beindum athygli okkar að þessu svæði á menningarnótt í fyrra og teljum mikil sóknarfæri í viðburðahaldi og öðru á þessu svæði“ segir Einar Bárðason, for- stöðumaður Höfuðborgarstofu. Óttast að missa af skipinu Hann segir að stofan hafi átt í samræðum við Faxaflóahafnir um að nýta enn betur þann straum ferðamanna sem er að koma með skemmtiferðaskipum sem leggjast að við Skarfabakka og Miðbakka. „Það eru í raun betri sóknarfæri með skipin sem eru að leggjast að við Miðbakka sem er nær mið- bænum. Stærsta verkefnið felst í framleiðslu þemakorta, þar sem við erum að beina athygli að ákveðnum þáttum sem höfuðborg- arsvæðið hefur upp á að bjóða,“ segir Einar. Meðal annars nefnir hann hönn- unarkort þar sem merktar eru hönnunarverslanir og söfn á öllu höfuðborgarsvæðinu. „Fólk sem kemur hingað með skemmti- ferðaskipum hefur oft ekki nema sólarhring eða dagsstund á hönd- um sér. Við höfum komist að því að það sem þetta fólk er hræddast við er að missa af skipinu.“ segir Ein- ar. Að auki eru uppi hugmyndir um að gera bjórkort og veit- ingastaðakort. Bjórkortið er að sögn Einars að belgískri fyr- irmynd og hafa yfirvöld í Brussel gert sams konar kort. Á það eru merkt inn brugghús og veitinga- staðir sem selja sinn eigin bjór, auk þess sem þar eru tilgreindir eru staðir sem hafa mest úrval af erlendum, sem innlendum bjór. Reykvíkingar skilja ekki höfnina  Möguleikar í hafntengdri ferðaþjónustu  Þemakort fyrir ferðamenn sem koma með skemmtiferða- skipum  Bjórkortið hjálpar fólki í besta bjórinn  Sinna þarf áhöfnum því þar er besta sölufólkið Morgunblaðið/Styrmir Kári Skemmtiferðaskip Farþegar af skemmtiferðaskipum óttast það mest að missa af skipinu og fara því gjarnan ekki langt. Fyrir vikið hefur höfuðborgarstofa gert þemakort sem hjálpar fólki að komast þangað sem áhuginn liggur. ,,Með þess- um áherslu- kortum get- ur fólk verið á eigin veg- um og kannað það sem vekur mestan áhuga hjá þeim með skilvirkum hætti. Með þessu móti er fólk ekki bara ráfandi um í smá tíma áður en það fer í skipið aftur til að missa ekki af farinu,“ segir Einar. Bestu sölumennirnir Hann segir að jafnframt séu áætlanir um að sinna áhöfn- unum betur. ,,Fólkið sem vinn- ur í bátunum er náttúrlega bestu sölumennirnir. Það í þessu allt árið og sama fólkið sem kemur hér til lands aftur og aftur. Við ætlum að vera með áhafnarkaffihús og annað slíkt til að ná betri sam- skiptum við þær," segir Einar. Fólk ráfi ekki lengur um ÁHÖFNUM BETUR SINNT Einar Bárðarson Nú styttist í að skíðaáhugafólk geti dregið fram búnað sinn og brunað niður brekkurnar. Starfsmenn skíðasvæðanna um allt land eru í startholunum en forstöðumenn skíðasvæðanna komu saman til ár- legs haustfundar í gær. Viggó Jónsson, umsjónarmaður skíðasvæðis Skagfirðinga í Tinda- stóli, segir stefnt að því að opna 14. nóvember næstkomandi. Snjórinn er mættur á svæðið en Viggó vonast til þess að veðurguðirnir bæti í. Í vetur verður sú nýbreytni að skíðasvæðin á Norðurlandi samein- ast um einn passa, sem getur gilt á öll svæðin. Viggó segir þetta spenn- andi nýjung. Siglfirðingar stefna að því að opna sitt svæði 22. nóvember og á vef Hlíðarfjalls kemur fram að þar verði opnað 19. desember. Í Oddsskarði stendur til að opna ann- an í jólum. Göngubrautir í Seljalandsdal á Ísafirði verða opnaðar fyrir alvöru næsta mánudag en óvíst er hvenær lyfturnar fara í gang. Svipaða sögu er að segja af Böggvisstaðafjalli við Dalvík. Í Bláfjöllum er vonast til þess að veður leyfi opnun síðar í þessum mánuði eða þeim næsta. Þar fara vetrarkort í tilboðssölu 1. des. Morgunblaðið/Björn Björnsson Tindastóll Skíðasvæði Skagfirðinga snævi þakið fyrir fáum árum. Nú styttist í að það verði opnað, sem og fleiri skíðasvæði á landinu. Styttist í að skíða- svæðin verði opnuð  Stefnt að opnun í Tindastóli 14. nóv. Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur í samræmi við úrskurð Héraðs- dóms Reykjavíkur lagt lögbann á að Síminn veiti aðgang að til- teknum vefsíðum. Síminn mun því loka fyrir aðgang að umræddum vefsíðum í dag, fimmtudag. Um er að ræða sex slóðir að tveimur netsíðum sem bjóða höfund- arvarið efni án leyfis efniseig- enda. Þetta eru annars vegar slóðir að síðunni Deildu.net og hins vegar að The Pirate Bay. Lögbannið setur sýslumaður að kröfu STEFs, Sambands tón- skálda og eigenda flutnings- réttar. Í tilkynningu segist Síminn taka undir mikilvægi þess að höf- undarréttur sé virtur. Síminn lokar á Deildu og The Pirate Bay Uppskriftina í heild sinni ásamt eldunaraðferð er að finna á www.holta.is/uppskriftir. Rauðvínssoðinn, reyktur kjúklingur með skallottulauk og sveppum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.