Morgunblaðið - 06.11.2014, Page 18

Morgunblaðið - 06.11.2014, Page 18
Karl Kona 100% 90% 80% 70% 60% 50% 40% 30% 20% 10% 0% Heimild: Háskóli Íslands Allir Prósenta þeirra sem segjast hlynntir því að vændiskaup séu refsiverð á Íslandi 57% 40% 75% Karl Kona 80% 70% 60% 50% 40% 30% 20% 10% 0% Heimild: Háskóli Íslands Allir Prósenta þeirra sem segjast andvígir því að lögreglan fái heimild til að bera skotvopn við störf sín 50% 53% 47% VIÐTAL Benedikt Bóas benedikt@mbl.is „Kristján Þór Júlíusson ráðherra sagði á fundi ungra sjálfstæð- ismanna fyrr á árinu að hann vildi skoða hvort afnema bæri refsingar vegna einka- neyslu fíkniefna. Samkvæmt þess- ari rannsókn virðist Kristján úr takti við al- menning,“ segir Helgi Gunn- laugsson, pró- fessor í fé- lagsfræði við Háskóla Íslands, sem birti í vik- unni nýja grein í tengslum við Þjóð- arspegil HÍ ásamt Jónasi Orra Jón- assyni sem ber heitið „Gengur afstaða Íslendinga í berhögg við ríkjandi refsipólitík?“ Í samvinnu við Félagsvís- indastofnun HÍ spurði Helgi um 1480 manns fimm spurninga um refsilöggjöfina og var svarhlutfallið 60%. Niðurstöðurnar sýna að Ís- lendingar treysta löggjafanum þeg- ar kemur að fíkniefnaneyslu en töluvert hefur verið rætt og ritað um að afglæpavæða einkaneyslu fíkniefna. „Aðeins um þriðjungur vill ekki refsa fyrir neyslu fíkniefna. Við höfum nýlegar mælingar þar sem spurt er hvort lögleiða eigi kannabis og yfirleitt eru um 10-20% sem styðja það. Sá minnihluti virð- ist stundum áberandi miðað við hinn þögla meirihluta. Yngri vilja afglæpavæða En skýr aldursmunur kemur fram í könnuninni, yngra fólk vill frekar afglæpavæða einkaneyslu en þeir sem eldri eru. Einnig styðja marktækt fleiri konur núverandi fyrirkomulag og heildin er skýr þar sem meirihlutinn vill ekki af- glæpavæða neyslu fíkniefna.“ Kaup á kynlífstengdri þjónustu voru gerð refsiverð árið 2009 þegar hin svokallaða sænska leið var tekin upp. Helgi segir að lögreglan hafi sett nýju löggjöfina í meiri forgang á síðustu misserum og beiti sér mun oftar í dag en hún gerði fyrst. Frá 2010-2013 voru rúmlega þrjú hundr- uð mál kærð, þar af 175 á árinu 2013. Alls voru seljendur vændis 30, 23 konur og sjö karlmenn. Vændiskaup refsivert athæfi Kaup á vændi geta varðað allt að árs fangelsi en flestum málanna hefur lokið með sektargreiðslu. „Framan af var lögreglan greini- lega ekki með brotið ofarlega á verkefnalista sínum. En síðastliðið ár virðist hún hafa gert átak í mála- flokknum með jafnvel hundruð sak- borninga í sigtinu og þegar er búið að dæma nokkra tugi fyrir vænd- iskaup. Lögreglan hefur því tekið málið alvarlega og þá vaknar spurn- ingin hvort þjóðin sé því fylgjandi. Við spurðum í rannsókninni: Ertu hlynnt(ur) því að vændiskaup séu refsiverð á Íslandi? Niðurstöðurnar sýna að það er drjúgur meirihluti fylgjandi núverandi fyrirkomulagi. Í svörunum kom líka mikill kynja- munur í ljós. 75% kvenna styðja löggjöfina en aðeins 40% karlanna. Heildin styður samt ríkjandi löggjöf og afstaða kvenna ræður þar úrslit- um.“ Lögreglan beri ekki skotvopn Helgi framkvæmdi rannsóknina í febrúar og apríl á þessu ári og spurði meðal annars um skotvopna- burð lögreglu en meirihlutinn styð- ur núverandi fyrirkomulag um að lögregla beri ekki skotvopn við skyldustörf sín. Mikil umræða hefur skapast um vopnaburð lögreglunnar að undanförnu en könnun Helga fór fram áður en umræðan hófst. „Það var engin umræða um þessi mál þegar við spurðum að þessu og svarendur því ekki uppveðraðir af málinu. Þarna fær maður mynd af þjóðarsálinni þegar umræðan er ekki í miðri pólitískri orrahríð eins og hefur verið undanfarið,“ segir Helgi og bætir því við að það skipti miklu máli að löggjöfin og fram- kvæmd hennar endurspegli rétt- artilfinningu borgaranna – að sam- staða sé á milli löggæslunnar og þjóðarinnar. „Sumir fræðimenn hafa rann- sakað afleiðingar þess að réttarfar gangi í berhögg við siðferðis- og réttlætiskennd borgaranna. Smám saman grafi það undan réttarríkinu í samfélaginu ef framkvæmd laga og dómar gangi gegn réttartilfinn- ingu borgaranna. Stofnanir eiga ekki að fara sínu fram án samráðs við þegnana. Ef almenningur styðji málefnið sé það fínt en ef ekki verði svo bara að vera. Nei, það er brýnt að það sé samhljómur á milli rétt- arvörslukerfisins og almennings.“ Mikill meirihluti vill auka vald- heimildir lögreglu „Traust á lögregluyfirvöldum birtist með skýrum hætti í því að mikill meirihluti vill auka valdheim- ildir lögreglu til að rannsaka alvar- leg afbrotamál, eins og fíkniefna- brot, með símahlerunum og notkun á tálbeitu í baráttunni við glæpi. Í aðalatriðum styðja Íslendingar ríkjandi refsipólitík um leið og þeir vilja gefa yfirvöldum jafnvel meira svigrúm til að rannsaka og upplýsa afbrotamál af ýmsu tagi.“ Vilja refsa fyrir fíkniefnanotkun  Ný rannsókn Helga Gunnlaugssonar, prófessors í félagsfræði, sýnir að ríkjandi löggjöf um fíkni- efnaneyslu og vændiskaup nýtur stuðnings þorra þjóðarinnar  Skýrar og afgerandi niðurstöður Morgunblaðið/Júlíus Kannabis Ríkjandi löggjöf varðandi neyslu vímuefna og bann við vænd- iskaupum nýtur stuðnings þorra þjóðarinnar, samkvæmt könnun Helga. Helgi Gunnlaugsson 18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2014 Opið til miðnættis í dag Kringlan 4-12 • Sími 533 4533 • Finndu HYGEA á facebook Fagleg þjónusta í 60 ár 20% afsláttur af öllum vörum Léttar veitingar, happdrætti, snyrtivörukynningar 34% Segjast mjög eða frekar hlynnt því að varsla fíkniefna til einka- nota verði gerð refsilaus. 48% 18-29 ára segjast vera mjög eða frekar hlynnt því að varsla fíkniefna til einkanota verði gerð refsilaus. 24% 60 ára og eldri vilja að varsla fíkniefna til einkanota verði gerð refsilaus. YNGRI VILJA REFSILAUSA FÍKNIEFNANOTKUN » Morgunblaðið/Ómar Stuðningur Í aðalatriðum styðja Íslendingar ríkjandi refsipólitík.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.