Morgunblaðið - 06.11.2014, Síða 24

Morgunblaðið - 06.11.2014, Síða 24
SVIÐSLJÓS Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Styttan af Einari er á góðum stað á Klambratúni. Er í raun sviðsmynd úr sögunni. Ég geri mér því ekki alveg grein fyrir hvort henni verður betur fyrir komið á nýjum stað. Að vísu er gróðurinn orðinn það mikill í kring- um skáldið að það er nánast fallið í skugga,“ segir Björgvin Halldórsson söngvari. Flutt að frumkvæði áhugafólks Borgarráð Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í síðustu viku tillögu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um að stytta Ásmundar Sveinssonar af skáldinu og athafnamanninum Einari Benediktssyni verði flutt af núverandi stað að Höfða. Það hús lét Einar reisa árið 1909 og bjó þar með fjölskyldu sinni um nokkurt skeið. Er Höfði þó aðeins eitt fjölmargra húsa í Reykjavík sem skáldið tengist á ein- hvern hátt. Mál þetta er í deiglu nú sakir þess að 31. október síðastliðinn voru 150 frá fæðingu Einars Benediktssonar. Sama dag er hálf öld frá því styttan var afhjúpuð. Fyrirætlanir um að flytja styttuna nú eru að frumkvæði áhugafólks um skáldið Einar, sögu hans arfleifð. Það kom hugmyndinni á framfæri við borgarfulltrúa sem nú hafa komið málinu í gegnum kerfið, eins og það er kallað. Þar sem styttan er nú á Klambra- túni þykir hún falin í skjóli trjáa og sumir telja að því fái hún ekki þá at- hygli sem henni ber. Og nú á að færa listaverkið en áætlaður kostnaður við það er 15 milljónir kr. Þá upphæð ætlar borgin að greiða að hálfu á móti framlagi áðurnefnds áhugahóps. En hverfum nú 45 ár aftur í tímann því Björgvin Halldórsson og styttan á Klambratúni fléttast saman í sögu frá árinu 1969. Þrír á höfði skáldsins Á Popphátíðinni miklu sem haldin var í Laugardalshöll í sept- emberbyrjun 1969 var Ævintýri kjörin hljómsveit ársins. Hana skip- uðu Arnar Sigurbjörnsson, Sigurjón Sighvatsson, Birgir Hrafnsson, Sveinn Larsson og Björgvin Hall- Sviðsmynd úr poppsögu af  Einar Benediktsson og Björgvin Halldórsson í sömu sögunni  Sungið fyrir 45 árum á styttunni sem verður flutt af Klambratúni  Ævintýri eftir dansleik sem var í Tónabæ  Ljúfsárar minningar Ljósmynd/Kári Jónasson 1969 Björgvin syngur og klapp- ar saman lóf- unum fyrir káta krakka. Einn úr hópnum settist á höfuð skáldsins. 24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2014 Smart föt, fyrir smart skvísur Bæjarlind 1-3 201 Kópavogur sími 571 5464 Stærðir 38-52 Eftir að laganna verðir höfðu stöðvað klifurkettina sem príluðu upp á styttuna af þjóðskáldinu Ein- ari Ben. komst nokkurt los á tón- leikana á Miklatúni. En kominn var galsi í mannskapinn, eins og þar stendur, og engin leið að hætta. Færði fólk sig því ofar á Miklatún- ið, þar sem var leikið og sungið um stund. Svo leystist samkoman upp og hljómsveitarstrákarnir komust burt með leigubíl. Nokkuð bar á gagnrýni eftir tón- leikanna. Í greinum í dagblöðum á þessum tíma er vandlætingartónn og nokkuð ber á gagnrýni á „ung- dóminn nú til dags“ svo notað sé þekkt orðalag. Slík viðhorf eru allt- af til staðar, hinir eldri gagnrýna þá yngri og telja þá ganga of greitt um gleðinnar dyr. Í samtali við Vísi haustið 1969, eftir uppákomuna á Miklatúni, sagði Björgvin, sem á þessum tíma var einhver dáðasta stjarna ís- lenskra æsku, að nú væri „allt orðið miklu frjálsara, hömlur eiga ekki lengur við“, eins og hann komst að orði. Söngvarinn neitaði því að hann væri að leiða unglingana út á hálar brautir, þó svo að einn dans- leikur endaði uppi á myndastyttu af „Allt er orðið miklu frjálsara“ Ljósmynd/Kári Jónasson Fjör „Stelpur langar til þess að dansa go go,“ sagði söngvarinn Björgvin Ráðsettum borgurum árið 1969 þótti Miklatúnsæskan vera á hálum ís
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.