Morgunblaðið - 06.11.2014, Side 25

Morgunblaðið - 06.11.2014, Side 25
dórsson, sem var valinn söngvari árs- ins. Á þessum tíma lék Ævintýri tvisvar til þrisvar í hverri viku á fjöl- sóttum unglingadansleikjum í Tóna- bæ, húsinu þar sem nú eru höf- uðstöðvar 365. Og það var á einni slíkri skemmtun, hinn 13. október, sem krakkarnir aftóku að hætta þeg- ar ballið var búið, svo gaman þótti þeim. „Við í hljómsveitinni fórum út, hlupum niður Skaftahlíðina og inn á Miklatún, eins og það hét þá, og þar blasti Einar Ben. við. Það kom eig- inlega af sjálfu sér að við færum þangað,“ segir Björgvin Halldórsson þegar hann rifjar þetta atvik upp. Söngvarinn sté á stall styttunnar en að baki honum voru félagarnir úr Ævintýri með kassagítara sína. Allt fór vel fram, utan hvað lögreglan bað þrjá úr hópnum sem komið höfðu sér fyrir á öxlum og höfði skáldsins að koma niður. Því var hlýtt. „Það var virkilega elskulegt að sjá unglingana …, þar sem þeir spiluðu og sungu í kvöldroðanum á sunnu- daginn. Mig dauðlangaði til þess að vera orðinn ungur aftur og taka þátt í gamninu með þeim,“ sagði Axel Kvaran lögregluvarðstjóri við Morg- unblaðið í samtali sem birtist 14. október 1969. Leikur í fábreyttu samfélagi Söngur Björgvins og krakkanna á Klambratúni fyrir 45 árum var skemmtilegt atvik, lítið mál sem hef- ur orðið stórt í sögunni. Þarna mætt- ust poppmenning og goðsagnakennt þjóðskáld. Skarpar andstæður. „Þetta var angi af Bítlaæðinu; leik- ur í fábreyttu samfélagi sem gerðist í miðri efnahagskreppu. Að rifja þetta upp nú kallar fram ljúfsárar minn- ingar,“ segir Björgvin sem setur spurningarmerki við að styttan af skáldinu verði flutt að Höfða. Bendir á að flestir tengi það hús við leiðtoga- fund þeirra Reagans og Gorbatsjovs árið1986. „En er ekki líklegt að styttan skyggi á þegar tekin verður upp kvikmynd um fundinn fræga? Já, og í fundarherberginu í Höfða þarf þá að setja aftur upp myndina af Bjarna Benediktssyni sem Reykjavíkurlist- inn lét taka niður um árið,“ segir Björgvin að síðustu – hvergi nærri hættur í tónlistinni og nú að æfa fyrir sína árlegu tónleika, Jólagesti. stalli Morgunblaðið/Árni Sæberg 2014 Söngvarinn á Klambra- túni við styttuna af Einari Benediktssyni sem bráðlega verður flutt að Höfða. Ljósmynd/Kári Jónasson Gleði Krakkarnir flykktust af dansleik niður á Miklatún þar sem fyr- irvaralaust spratt upp skemmtileg samkoma sem margir minnast enn. FRÉTTIR 25Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2014 Magnús Lyngdal Magnússon kynnir óperuna Don Carlo í Hörpuhorninu kl. 19.15 öll sýningarkvöld – aðgangur ókeypis í boði Vinafélags Íslensku óperunnar. – RÖP, Mbl. Glæsileg uppfærsla – Jónas Sen, Fbl. Fimmstjörnu-kvöld í Íslensku óperunni. Hver stórsöngvarinn toppar annan í glæsilegri og þaulunninni sviðsetningu. Kristinn rís bókstaflega í shakespearskar hæðir í nístandi og hrollvekjandi túlkun sinni … – Jón Viðar Jónsson Stórviðburður í íslensku menningarlífi … Stórkostleg sýning – Óðinn Jónsson, RÚV Kristinn söng svo vel að jöklar bráðnuðu – Silja Aðalsteinsdóttir, tmm.is Hitti mig í hjartastað – Bergþór Pálsson, óperusöngvari Hrein unun! – Svanhildur Konráðsdóttir, sviðsstjóri hjá Rvk. Gaman að sjá stjörnu fæðast … –Magnús Ragnarsson, kórstjóri Var að koma af flottustu óperusýningu sem ég hef séð á Íslandi – Hildigunnur Rúnarsdóttir, tónskáld Ég fór í Óperuna. Það var geggjað. Drífið ykkur. – Sigríður Thorlacius, söngkona Giuseppe Verdi www.opera.is 8. nóvember kl. 20 - örfá sæti laus 15. nóvember kl. 20 - allra síðasta sýning Miðasala í Hörpu og á harpa.is Miðasölusími 528 5050 Aukasýning 15. nóvember kl. 20 ALLRA SÍÐASTA SÝNING þjóðskáldi, sem nálgaðist að vera í tölu heilagra manna. „Þetta er ekki lengur eins og þegar mamma var ung,“ sagði Björgvin í Vísi. „Ég finn bara stemninguna frá fólkinu og haga mér eftir því. Þetta er það sem krakkarnir lifa og hrærast í. Stelp- ur langar til þess að dansa go go. Allir eru að æfa sig á gítar, marga langar sjálfa til þess að komast í hljómsveit. Músík er einhvern veg- inn orðin svo miklu meiri þáttur í lífi unga fólksins en var.“ Mogginn Mikilatúnsgleðin þótti merkileg og var í öllum blöðum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.